Hugrakkir, ungir strákar geta grætt á öllu

Aramotakvedja2007Hugrakkir, ungir strákar geta grætt á öllu heitir grein Maríu Kristjánsdóttir á Smugunni. En þar fjallar hún um m.a. einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hún beinir spjótum sínum víða m.a. að Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra sem hyggst flytja sjúkrahússstarfsemi frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar en bæjarstjórinn á þeim bæ hefur víst áhuga á að kaupa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að selja hana að hluta áfram til auðmannsins Roberts Wessmanns.

"Vafalaust hugsar Guðlaugur Þór þá líka um leið hlýlega til flokksbróðurs síns og eins af eigendum N1 olíufélagsins, Bjarna Benediktssonar. En í fljótu bragði virðist sá erfðaprins græða hvað mest á því að fólk eigi nú um allt land að keyra hundruð kílómetra til næstu sjúkrastofnunar".

Talandi um N1, hvað varð um málið er varðar samráð olíufélaganna?  Í fréttum þann 21.12.2007 á mbl. is var eftirfandir frétt með heitinu  Krefst 190 milljóna í bætur

"Skaðabótamál Alcans á Íslandi gegn þremur olíufélögum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum sjónvarps mbl nemur skaðabótakrafan 190 milljónum en Alcan telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna um verð á eldsneyti til álversins í Straumsvík". Fengu þeir bætur? En þú?

Veit einhver hver staðan er í málinu? Erum við sátt við að fá ráðherra sem einn af eigendum fyrrgreindra olíufélaga? Er hann búinn að gera upp við okkur?

Fulltrú Samfylkingarinnar sem sæti á í nefnd heilbrigðisráðherra fær líka sinn skerf af gagnrýni. Satt að segja þá er ég miður mín sem jafnaðarmanni og  finnst alveg ótækt að jafnaðarmannaflokkur landsins taki þátt í niðurskurði velferðarkerfisins og einkavæði með þessum hætti! Sjálfsagt má og þarf að skera niður en það er án nokkurs samráðs við það fólk sem starfar á viðkomandi stofnun. Auk þess eru skurðstofur tæki sem má færa til!

María bendur okkur á góðann heimildaþátt um einkavæðingu   Necrobusiness heita þeir og þá má finna á heimasíðu sænska sjónvarpsins.
 
"En þar skoðar pólski fréttamaðurinn, Móníka, samstarf útfararstofa, sjúkraflutningamanna og gjörgæslu í stórborginni Lodz. Og hvernig ungir, hugrakkir, útsjónasamir athafnamenn og óhræddir við að gera tilraunir notfærðu sér af mikilli hagkvæmni einkavæðinguna og nýfrjálshyggjuna í heilbrigðisgeiranum. En þar standa nú menn úr gjörgæslu og sjúkraflutningum fyrir rétti sakaðir um að hafa myrt sjúklinga og selt líkin til útfararstjóra borgarinnar svo sá iðnaður gæti blómstrað.
 
Það leynist nefnilega víða peningur, sé velt við hverjum steini, einsog heilbrigðismálaráðherra hefur réttilega bent á"

Greinina má finna í heild sinni á :http://www.smugan.is/pistlar/penninn/maria-kristjansdottir/nr/579


mbl.is SUS styður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband