Eina meðferðardeildin utan höfuðborgarsvæðisins

Þessi lokun er ámælisverð svo vægt sé til orða tekið. Deildin er eina meðferðardeildin þessarar gerðar utan höfuðborgarsvæðisins sem mér er kunnugt um.  Landsbyggðinni er því gefið langt nef þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Um 60 einstaklingar hafa sótt þangað þjónustu og bitnar lokunin á sjúklingum, fjölskyldumeðlimum og sveitarfélaginu í heild. 

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sendi frá sér eftirfarandi ályktun 7. janúar sl.

 

"Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af þróun sparnaðar og aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem virðast koma niður á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Stjórnin harmar aðgerðir eins og að innheimt sé gjald af þeim sjúklingum sem þurfa að leggjast inná sjúkrahús, að tekið sé komugjald fyrir þau börn sem koma á bráðamóttöku barna á Landsspítalanum og að dagdeild geðdeildar sjúkrahússins á Akureyri sé lögð niður.

Stjórn FÍ óttast að með þessu og með hækkun gjalda af ýmsu tagi í heilbrigisþjónustu sé verið að gefa tóninn fyrir komandi niðurskurð í grunnvelferðarþjónustu samfélagsins. Stjórn FÍ skorar á stjórnvöld að sjá til þess að sparnaðaraðgerðir komi sem minnst niður á börnum, öldruðum, veikum og öðrum sem minna mega sín.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að fordæma hernaðaraðgerðir sem fela í sér að börn og saklaust fólk eru skotmörk, að fólk sé án matar og að lokað sé fyrir flutninga á lyfjum og öðrum gögnum til sjúkrahúsa til að hlúa að særðum og deyjandi."


mbl.is Mótmæla breytingum harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gott hjá ykkur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband