Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Börn undir lögaldri götuð í Reykjavík

tattu1Það voru sérstök viðbrögð sem móðir fékk  þegar hún ákvað að tilkynna lögreglu að 14 ára sonur hennar hafi verið gataður í gegnum tungu á tattústofu á höfðuðborgarsvæðinu án leyfis forráðamanna. Hún var vöruð við að kæra þar sem einhverjir óþokkar áttu að eiga viðkomandi stofu að sögn lögreglu,  þeir ætluðu hinsvegar að ræða við viðkomandi aðila.  Hún varð smeik og ákvað að aðhafast ekkert frekar í málinu.  Ekki er mér kunnugt um hvernig eða hvort lögregla ræddi við viðkomandi aðila eða hvort þeir hafi verið einhverjir sérstakir óþokkar sem ráku stofuna.

Hinsvegar er nokkuð ljóst að þeir sem reka slíkar stofur þurfa að biðja viðkomandi um skilríki ætli þeir að gata eða tattúvera ungt fólk og það sé upplýst um áhættu og mögulegar afleiðingar fyrir viðkomandi, eigi þeir að fá starfsleyfi.

 

 


mbl.is Húðflúraði hakakross á barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina meðferðardeildin utan höfuðborgarsvæðisins

Þessi lokun er ámælisverð svo vægt sé til orða tekið. Deildin er eina meðferðardeildin þessarar gerðar utan höfuðborgarsvæðisins sem mér er kunnugt um.  Landsbyggðinni er því gefið langt nef þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Um 60 einstaklingar hafa sótt þangað þjónustu og bitnar lokunin á sjúklingum, fjölskyldumeðlimum og sveitarfélaginu í heild. 

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sendi frá sér eftirfarandi ályktun 7. janúar sl.

 

"Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum af þróun sparnaðar og aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem virðast koma niður á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Stjórnin harmar aðgerðir eins og að innheimt sé gjald af þeim sjúklingum sem þurfa að leggjast inná sjúkrahús, að tekið sé komugjald fyrir þau börn sem koma á bráðamóttöku barna á Landsspítalanum og að dagdeild geðdeildar sjúkrahússins á Akureyri sé lögð niður.

Stjórn FÍ óttast að með þessu og með hækkun gjalda af ýmsu tagi í heilbrigisþjónustu sé verið að gefa tóninn fyrir komandi niðurskurð í grunnvelferðarþjónustu samfélagsins. Stjórn FÍ skorar á stjórnvöld að sjá til þess að sparnaðaraðgerðir komi sem minnst niður á börnum, öldruðum, veikum og öðrum sem minna mega sín.

Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að fordæma hernaðaraðgerðir sem fela í sér að börn og saklaust fólk eru skotmörk, að fólk sé án matar og að lokað sé fyrir flutninga á lyfjum og öðrum gögnum til sjúkrahúsa til að hlúa að særðum og deyjandi."


mbl.is Mótmæla breytingum harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrakkir, ungir strákar geta grætt á öllu

Aramotakvedja2007Hugrakkir, ungir strákar geta grætt á öllu heitir grein Maríu Kristjánsdóttir á Smugunni. En þar fjallar hún um m.a. einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hún beinir spjótum sínum víða m.a. að Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra sem hyggst flytja sjúkrahússstarfsemi frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar en bæjarstjórinn á þeim bæ hefur víst áhuga á að kaupa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að selja hana að hluta áfram til auðmannsins Roberts Wessmanns.

"Vafalaust hugsar Guðlaugur Þór þá líka um leið hlýlega til flokksbróðurs síns og eins af eigendum N1 olíufélagsins, Bjarna Benediktssonar. En í fljótu bragði virðist sá erfðaprins græða hvað mest á því að fólk eigi nú um allt land að keyra hundruð kílómetra til næstu sjúkrastofnunar".

Talandi um N1, hvað varð um málið er varðar samráð olíufélaganna?  Í fréttum þann 21.12.2007 á mbl. is var eftirfandir frétt með heitinu  Krefst 190 milljóna í bætur

"Skaðabótamál Alcans á Íslandi gegn þremur olíufélögum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum sjónvarps mbl nemur skaðabótakrafan 190 milljónum en Alcan telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna um verð á eldsneyti til álversins í Straumsvík". Fengu þeir bætur? En þú?

Veit einhver hver staðan er í málinu? Erum við sátt við að fá ráðherra sem einn af eigendum fyrrgreindra olíufélaga? Er hann búinn að gera upp við okkur?

Fulltrú Samfylkingarinnar sem sæti á í nefnd heilbrigðisráðherra fær líka sinn skerf af gagnrýni. Satt að segja þá er ég miður mín sem jafnaðarmanni og  finnst alveg ótækt að jafnaðarmannaflokkur landsins taki þátt í niðurskurði velferðarkerfisins og einkavæði með þessum hætti! Sjálfsagt má og þarf að skera niður en það er án nokkurs samráðs við það fólk sem starfar á viðkomandi stofnun. Auk þess eru skurðstofur tæki sem má færa til!

María bendur okkur á góðann heimildaþátt um einkavæðingu   Necrobusiness heita þeir og þá má finna á heimasíðu sænska sjónvarpsins.
 
"En þar skoðar pólski fréttamaðurinn, Móníka, samstarf útfararstofa, sjúkraflutningamanna og gjörgæslu í stórborginni Lodz. Og hvernig ungir, hugrakkir, útsjónasamir athafnamenn og óhræddir við að gera tilraunir notfærðu sér af mikilli hagkvæmni einkavæðinguna og nýfrjálshyggjuna í heilbrigðisgeiranum. En þar standa nú menn úr gjörgæslu og sjúkraflutningum fyrir rétti sakaðir um að hafa myrt sjúklinga og selt líkin til útfararstjóra borgarinnar svo sá iðnaður gæti blómstrað.
 
Það leynist nefnilega víða peningur, sé velt við hverjum steini, einsog heilbrigðismálaráðherra hefur réttilega bent á"

Greinina má finna í heild sinni á :http://www.smugan.is/pistlar/penninn/maria-kristjansdottir/nr/579


mbl.is SUS styður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannabis haldið að börnum í grunnskólum

kannabisÁhugavert viðtal er að finna á vef RÚV við Pál Ólafsson, félagsráðgjafa og unglingaráðgjafa hjá Fjölskyldusviði Garðabæjar. Þar kemur fram að börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu nota í sífellt meira mæli maríjúana, framleitt á Íslandi. Sölumenn sitji um grunnskólanema og erfitt sé að fá foreldra á foreldrafundi til að fræðast um fíkniefni sem er lykilatriði.

Ríkisútvarpið - www.ruv.is

10 jan 2009 ... Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu nota í sífellt meira mæli maríjúana, framleitt á Íslandi, segir Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og ...
www.ruv.is/


mbl.is Kannabisræktun í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi líka á þingi

Ég skil nú ekki alveg þessa undrun hafnfirskra sjálfstæðismanna.  Ég veit ekki betur en að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hafi setið á þingi sem varamaður til áramóta. 

 


mbl.is Hafnfirskir sjálfstæðismenn undrast ákvörðun um St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formleg endurskoðun þegar hafin í Félagsmálaráðuneytinu

Nýja nefnd dómsmálaráðherra  er ekki sú eina sem fjallar um málin. Félagsmálaráðherra skipaði nefnd í nóvember 2007 til að fjalla m.a. um þessi mál og fleirri. Í frétt félagsmálaráðuneytisins segir:

Félagsmálaráðherra hefur í samræmi við þingsályktun um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja divorcestöðu barna og ungmenna, sem samþykkt var á 134. löggjafarþingi, skipað nefnd er fjalli um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndinni verður jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpforeldra og foreldra með sameiginlegt forræði utan sambúðar og aðstæður þeirra.

Meginverkefni nefndarinnar verður að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu þessara foreldrahópa, að skipuleggja og vinna að söfnun upplýsinga um þessa hópa, að fara yfir réttarreglur sem varða hópana og gera tillögur til hlutaðeigandi ráðherra um hugsanlegar úrbætur í málefnum þeirra á grundvelli löggjafar og/eða tiltekinna aðgerða.

Greinargerð og tillögur nefndarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. júní 2008.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Ágúst Ólafur Ágústsson, skipaður af félagsmálaráðherra, formaður,
  • Dögg Pálsdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra,
  • Jóhanna Gunnarsdóttir, tiln. af dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
  • Helga Þórisdóttir, tiln. af menntamálaráðuneyti, Guðni Olgeirsson til vara,
  • Sigríður Jónsdóttir, tiln. af Reykjavíkurborg, Ellý A. Þorsteinsdóttir til vara,
  • Sigrún Júlíusdóttir, tiln. af Háskóla Íslands, Jóhanna R. Arnardóttir til vara,
  • Björk Vilhelmsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ellý Erlingsdóttir til vara,
  • Páll Ólafsson, tiln. af Félagsráðgjafafélagi Íslands, Þorsteinn S.Sveinsson til vara,
  • Sjöfn Þórðardóttir, tiln. af Heimili og skóla, Helga Margrét Guðmundsdóttir til vara,
  • Laufey Ólafsdóttir, tiln. af Félagi einstæðra foreldra, Katrín Theodórsdóttir til vara,
  • Valgerður Halldórsdóttir, tiln. af Félagi stjúpfjölskyldna, Marín Jónasdóttir til vara,
  • Lúðvík Börkur Jónsson, tiln. af Félagi um foreldrajafnrétti, Heimir Hilmarsson til vara.

 

Magnús S. Magnússon, skrifstofustjóri félagsmálasviðs Hagstofunnar, verður tengiliður Hagstofunnar við nefndina varðandi gagnaöflun og úrbætur í gagnavinnslu. Sérfræðingar félagsmálaráðuneytisins munu starfa með nefndinni.

Innan nefndarinnar eru starfandi nokkrir vinnuhópar m.a. hópur sem tekur fyrir löggjöfina. Hrefna Ólafsdóttir er starfsmaður hennar. Aðrir sem hana skipa er Valgerður Halldórsdóttir f.h. Félags stjúpfjölskyldna, Lúðvík Börkur fyrir Jónsson fyrir hönd Félags um foreldrajafnrétti, Dögg Pálsdóttir skipuð af félagsmálaráðherra og Jóhanna Gunnarsdóttir tiln. af dómsmálaráðherra. Páll Ólafsson formaðir Félagsráðgjafafélgs Ísland og Ágúst Ólafur Ágústsson form. nefndarinnar.  

Nefndin hefur ekki lokið störfum enda reyndist verkefnið mun stærra en gert var ráð fyrir í upphafi. Verulegt skrið er komin á vinnu nefndarinnar og ætla má má að hún skili af sér á vordögum.

 


mbl.is Endurskoða reglur um forsjá, búsetu og umgengni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður Halldórsson 50 ára í dag

12334_matr088Vil ég senda mínar bestu afmæliskveðjur norður á Mývatn til Harðar bróður en hann er 50 ára jólamaður í dag Grin 

Myndin sýnir m.a. Eddu frænku hans að undirbúa veisluna í tilefni dagsins!


mbl.is 26 jólabörn
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Gleðileg jól - og munum að það eru til margar leiðir til að halda jól!

upside-down-christmas-tree Kæru bloggfélgar um leið og ég óska ykkur gleðilegra jóla þá langar mig til að minna okkur öll á að það eru til margar leiðir til að halda jól - og engin ástæða til að fara á límingunum þó allt sé ekki "eins og það á að vera"

 

 

 


Meistara - og diplómanám öldrunarfræðum í félagsráðgjöf

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum

CA3LXTINÞetta er hið besta mál hjá Akureyringum og langar mig til að óska þeim til hamingju.  Mig langar að benda á að nú þegar er í boði  í Félagsráðgjafadeild HÍ  norrænt meistaranám. Markmið með náminu er að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að leiðarljósi að kynna þeim svið öldrunarfræða, kenningar og vinnuaðferðir og gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nemendum norræna öldrunarþjónustu og gera þá hæfari til að taka þátt í norrænu rannsóknasamstarfi. Kennt er í fjarnámi og staðlotum í Reykjavík, Jyväskylä í Finnlandi og Lundi í Svíþjóð.

Kennsla fer fram á ensku og hefur Sigurveig H. Sigurðardóttir, lektor.

Jafnframt býður Félagsráðgjafardeild  fjölbreyttar námsleiðir fyrir starfandi félagsráðgjafa sbr. lög um félagsráðgjafa. Um er að ræða diplómanám á ýmsum sérsviðum félagsráðgjafar (30e),Árið 2008 var boði upp diplómanámsleiðir á sviði barnaverndar, fjölmenningarfélagsráðgjafar og öldrunarfræða.

Innan Félagsráðgjafafélags Íslands er starfandi fagdeild félagsráðghafa á sviðið öldrunar.  En gaman er að greina frá því að félagið mun standa fyrir Vísindaferð á Hrafnistu 15. janúar 2009

Hægt er að skrá sig á http://felagsradgjof.is/index.php?option=content&task=view&id=33&Itemid=56


mbl.is Diplóma- og meistaranám með áherslu á öldrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn jafnaðarmanna er á jólaóskalistanum mínum!

al.þingiÞað er mikil gerjun í íslenskri pólitík og vænta má mikilla breytinga á stefnu og fólki í næstu kosningum -  sem verða vonandi sem fyrst. Ég treysti því miður ekki Sjálfstæðisflokknum  í ríkisstjórn og er það slæmt á tímum sem þessum.  Þeir hafa átt of mikinn þátt í að skapa það ástand sem við búum við í dag - og aðstæður sem ollu hinni séríslensku fjármálakreppu. Traustið er ekkert!

Ég ætla að vona að Samfylkingin og Vinstri grænir beri til þess gæfa að ná saman og mynda hér öfluga stjórn jafnaðarmanna  sem stendur vörð um það velferðarkerfi sem Íslendingar hafa unnið hörðum höndum að koma á.  Ég hef unnið með frábæru fólki úr öllum flokkum, við eigum í grunninn meira sameiginlegt en  það sem greinir okkur að.  Merkja má breytingar hjá hópi fólks innan allra flokka varðandi aðildina að ES -  við færumt sífellt  nær í þeirru umræðu, líklega hraðar en við gerum okkur grein fyrir.


mbl.is VG halda aukafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband