Enn einn kallinn í stjórn Landsvirkjunnar!!

Ég get ekki betur séð og lesið að enn einn karlinn er  komninn í stjórn Landsvirkjunnar Angry. Það hlýtur að vera er alveg ótrúlegur "hörgull" á konum í Framsóknarflokkum - og er kannski ástæða þess að gripið er til þess ráðs að útvega tengdadóttur  umhverfisráðherra "vegna sérstakra aðstæðna"  ríkisborgararétt á mettíma?

Sjálfsagt er fengur af konunni  - en ég velti því þó fyrir mér hvort Framsóknarmenn hafi gleymt því að í gær hrintu þeir sjálfir af stað flottri rástefnu í Iðnó sem markar upphaf að ári "Jafnra tækifæra." Nær það m.a.bæði  til jafnréttis karla og kvenna og innflytjenda. Ég spyr mig hinsvegar hvor stefnan er gild - það sem þeir segja eða það sem þeir gera? Frown http://www.felagsmalaraduneyti.is/vefir/evropuar/ -


mbl.is Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Mjög góður punktur

Tómas Þóroddsson, 27.4.2007 kl. 08:29

2 Smámynd: Aðalheiður Sigursveinsdóttir

Sæl Valgerður,  Verð að fá að kommentera aðeins á þetta með hlutfall kvenna hjá Framsóknarflokknum. Svo vill til að Valgerður Sverrisdóttir skipaði nýja stjórn flugstöðvarinnar í gær. Þar er um að ræða eitt af stærri ríkisfyrirtækjum með tekjur upp á 6.5 milljarða á síðasta ári. Að sjálfsögðu er kona formaður stjórnar, Linda Bentsdóttir og nú eru tvær konur í stjórn af fimm og tvær til vara.   Svo skemmtilega vill til að í þessu ágæta fyrirtæki eru fjórir framkvæmdastjórar og þar af þrjár konur.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband