Eftir hvaða hugmyndafræði starfar Strætó?

All sérkennileg ákvörðun - á sama tími og rætt er um mikinn umferðaþunga og skort á starfsfólki í umönnunarstörf.  Það virðist vera stefnan að gera almenningssamgöngur það lélegar, að við verðum öll "sammála" um að leggja þær niður - þær virki hvort sem er ekki!

Gæti það ekki áhugaverð tilraun að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu og bjóða þjónustuna ókeypis og sjá hvað gerðist? Það væri forvitnilegt að fá að heyra í þeim aðilum sem tóku þessa ákvörðun - svona "lausnir" detta ekki af himnum ofan!


mbl.is Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning! Nota sjálfur strætó dagsdaglega og eftir síðustu breytingar á ferðum er mér orðið ómögulegt að nota þetta kerfi sem boðið er uppá lengur. Sé mig tilneyddan að kaupa bíl aftur bara til að komast í vinnu og úr. Fyrir hverja er þetta hugsað eiginlega og hverjum dettur í hug að halda að ömurleg og ómöguleg þjónusta breyti fjárhagsstöðu þessa fyrirtækis?

Gaman væri að skoða hvað langt ferðalag það væri úr ýmsum borgarhlutum að fara með strætó á pósthús og heim aftur, en líkt og almenningssamgöngur hefur póstþjónusta dregist saman og er svo komið að aðeins 7 almenn pósthús standa eftir í Reykjavík.

Sé fyrir mér ferðalag eldri borgara með pakka - ætli það taki bara ekki hálfan daginn?

Palli Svans (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Jáhá ... það tók mig einhverjar 40 min að fara úr grafarvoginum yfir í hádegismóa (Moggahöllin) þegar bíllinn var bilaður. Vanalega er ég 5-10 min að keyra þetta. Sérstakt.

Hinsvegar vill ég sjá neðanjarðarlestakerfi í borginni. Þá myndi ég skilja bílinn eftir heima og nota þann samgöngumáta ;) Ekki spurning.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 13.6.2007 kl. 12:58

3 Smámynd: Einar Ólafsson

Þetta er auðvitað dapurlegt og fráleitt. Formaður stjórnar Strætó talaði um tap. Auðvitað er ekkert tap, það þarf bara að setja meira í strætó. Að fækka ferðum núna var snargalið (ég kem annaðhvort 20 mín of snemma í vinnu eða 10 mín of seint) og einmitt þegar einhverjir eru kannski til í að fara að skoða strætó svona í sumarblíðunni, þá er hann gerður að vonlausum valkosti. Auk þess er notendum gefið langt nef, breytingar ekkert kynntar. Maður er eins og fífl.

Einar Ólafsson, 13.6.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband