Ætli sé eitthvað minnst á börn í stjúpfjölskyldum?

Gleðileg frétt - og ekki hægt annað en að fagna því að núverandi ríkisstjórn setji málefni barna á oddinn í upphafi samstarfsins.  Ég vona að mönnum beri gæfa til að taka mið af öllum fjölskyldugerðum við frekari stefnumótun í málefnum barna. 

Vanþekking á málefnum stjúpfjölskyldunnar og oft hennar sjálfar, gerir það að verkum að ekki er tekið tillit til hennar við opinbera stefnumótun og hin hefðbundna kjarnafjölskylda verður oft fyrirmynd  hennar og óheppilegar lausnir verða til. Með viðeigandi fræðslu og stuðningi á stjúpfjölskyldan alla möguleika á blómstra og vera vettvangur gefandi og góðra samskipta eins og allar aðrar fjölskyldugerða - við erum ólík en jafngild!


mbl.is Aðgerðaráætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Verður foreldrum kannski gert mögulegt að ala upp sín börn sjálf án aðkomu uppeldisstofnana. Sum börn þrífast betur heima fyrir í umsjá foreldra.

Elías Theódórsson, 13.6.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já, það er óskandi! Við mótun fjölskyldustefnu þarf að gera ráð fyrir margbreytileikanum - það dugar ekki ein lausn fyrir alla. 

Valgerður Halldórsdóttir, 13.6.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Gísli Gíslason

já vonandi fjallar þessi nefnd um síbreytileika  fjölskylduformsins.   Einn  fastur punktur á þó að vera og hann er sá að hvert barn á bæði föður og móður og þau bæði eiga, sem meginregla,  að bera ábyrgð á uppeldinu, sbr  18 gr barnasáttmála sameinuðuþjóðanna.  Það er einnig geysilega mikilvægt að fjalla um hvernig svo stjúpur og stjúpar fylla  enn betur inní í uppeldi barnanna og læra að skilja hlutverk sitt gagnvart börnunum og öfugt.  Samfélagið þarf ennfrekari fræðslu um þessi mál.

Gísli Gíslason, 14.6.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband