Afskiptalausum kjósendum breytt í nýlendubúa?

050Áður fyrr réðu einvalda konungar hér ríkjum og almenningur hafði lítið um samfélag sitt að segja - síðan háðum við sjálfstæðisbaráttu sem leyddi til þess að við urðum fullvalda ríki með kostum sínum og göllum.

Kostirnir felast m.a. í því að við höfum tækifæri til að hafa áhrif á stjórn samfélagsins með því að kjósa a.m.k. á fjögurra ára fresti. Gallinn er hinsvegar sa að hluti landsmanna virðist sætta sig við stjórnmálamenn sem vinna að því hörðum höndum að fram-"selja" vald almennings og eignir til fyrirtækja án þess að nokkur umræða hafi átt sér stað í aðdraganda kosninga! 

Málið er að við höfum möguleika á að skipta út lýðræðislega kosnum stjórnmálamönnum ef vid erum osatt en höfum ekkert um það að segja hverjir sitja í stjórnum einkafyrirtækja sem geta ráðskast með fyrrum eignir okkar eins og hverja aðra vöru í "nýlenduvöruverslun" 

Almenningur þarf  standa vörð um hagsmuni sína og veita stjórnmálamönnum það aðhald sem þarf og spyrja sig "vil ég ráða og eiga möguleika á að hafa áhrif eða vil ég framselja vald mitt og eignir til fyrirtækja sem ég hef síðan ekkert með að gera?"

 Umræðan þarf að eiga sér stað!

 

 


mbl.is OR selur Gagnaveituna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband