Hver var tilgangur viðtalsins í Kastljósi við ungu móðurina í gær?

kastljósÞað var átakanlegt viðtal við unga móður í Kastljósi í gærkvöldi en henni hafði verið vísað frá Bandaríkjunum þar sem hún hafði ekki tilskilin leyfi til að vera þar áfram og henni gert að skilja eftir 17 mánaða gamla dóttur sína hjá föður sínum.

Ég velti hinsvegar fyrir mér tilgangi fjölmiðla að  fjalla um mál hennar með þeim hætti eins og gert var. Konan var augljóslega í djúpri kreppu sem eðlilegt er og hún beðin um að tjá sig um sín prívatmál og hjónaband fyrir alþjóð á mjög viðkvæmu augnablik í beinni útsendingu!  

Hvernig á foreldri að líða sem fréttir af barni sínu í fangelsi? Hvernig á henni að líða að hafa ekki fengið að sjá barnið sitt í tvo mánuði og veit ekki hvort eða hvenær hún fær að sjá það næst?

Mér fannst hún hinsvegar senda góð skilaboð til annarra sem eru í svipuðum sporum þ.e. að  börn eiga sjálfstæðan rétt til þess að umgangast foreldra sína - óháð deilum foreldranna!

Að mínu mati var mörgum spurningum ósvarað og hefði fréttamaðurinn átt að vinna sína heimavinnu betur sem skiptu máli upp á frekari framgang málsins í stað þess að velta sér upp úr óhamingjusömu hjónabandi hennar og sárum tilfinningum.  Hver er tilgangur þeirra spurninga -hjálpa þær málstaðnum?

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301859/3

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Hæ, hæ, ég get ekki annað en verið þér sammála. En svona er þetta í fréttamennskunni það er sama hvað verið er að gera, ef sýnt er að áhorf eykst þá er eins og það skipti ekki máli hvort um viðkvæm mál er að ræða eða ekki. Sjálfri finnst mér þetta vera mál á þannig stigi að það eigi alls ekki heima fyrir framan alþjóð. Kveðja Helena Mjöll;)

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 18.7.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Missti af þessu og ég þakka þér fyrir "linkinn".  Það er farið að ganga alltof nærri fólki í fjölmiðlum og mér líkar það illa.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2007 kl. 20:19

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála. Mér hefur lengi fundist að margt annað mætti fjalla um í fjölmiðlum en sorgir og veikindi. Mér er hins vegar sagt að það sé það eina sem selur og það eina sem fólk hafi áhuga á. Vonandi er það ekki rétt.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég skil vel sálarangist konunnar, það er hrikalegt að hafa ekki séð barnið sitt í 2 mánuði.  Velti fyrir  mér ef þessi einstaklingur hefði verið faðir, sem ætti barn erlendis, sem byggi hjá þarlendri móður,  þá hefði fréttastofan væntanlega ekki haft áhuga á málinu !

Daginn eftir var í Kastljósi viðtal við franska konu sem sagði sína sögu.   Auðvitað eru tvær hliðar á þessu máli eins og öllum málum.  Konan er búinn að tálma umgengni við föðurinn í meira en ár.  Það má m.a. lesa tilkynningar frá föðurnum hér.   Og úrræði íslenskra stjórnvalda til að koma á umgengni virka ekki.  Faðirinn, sem er franskur,  starfar á leikskóla í Kópavogi og  hlýtur að vera hæfur til þess að hitta barnið sitt.  Þó deilur þeirra foreldranna hafa verið miklar, þá á barnið ekki að líða fyrir það, með því að hitta ekki annað foreldrið. 

Gísli Gíslason, 27.7.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband