Hár þröskuldur í barnaverndarmálum?

teendrugsÁhugarverðar upplýsingar koma fram á heimasíðu Barnaverndarstofu varðandi fjölgun barnaverndartilkynninga milli ára og fjölda barna sem tilkynnt er um.  Það sem er m.a. sláandi er í þessum upplýsingum er að eingöngu var hafin könnun hjá barnaverndarnefndum á aðstæðum barna  í 42% tilvika. Um er að ræða 762 börn frá janúar til mars 2007. 

Það eru því í 58% tilvika sem ákveðið var að hefja ekki könnun á málum barna skv. skýrslunni. 

Velta má fyrir sér hvort að fjöldi starfsmanna hjá félagsþjónustu sveitarfélaga hafi haldist í hendur við fjölgun tilkynninga eða fjölgun barna í sveitarfélaginu? Erum við að hækka þau viðmið sem ráða því að mál eru könnuð hjá barnavernd m.ö.o. er verið að vanrækja málaflokkinn? Vitað er m.a. að mörg börn fara skjótar niður í dag  en áður vegna fíkniefnaneyslu. Efnin virðast vera sterkari.  Það sem áður tók ef til vill tvö ár tekur e.t.v. 6 mánuði í dag. Skjót viðbrögð eru því nauðsyn. Eitt vanrækt barn  - er einu barni of mikið!

 

http://www.bvs.is/files/file535.pdf

 


mbl.is Hugsanlega dregið úr starfsemi meðferðardeildar Stuðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Báran

Veit ekki hvað varð af kommenti mínu hérna um þetta en eitthvað hefur það klúðrast!  Ég varð bara svo klumsa af þessari tölu 762 börn yfir 3ja mánaða tímabil!!!  En sammála þér með fíkniefnavandann, en svo eru það ekki bara börnin sem leiðast útí þann fjanda!  Mörg börn búa við mikla eymd vegna neyslu foreldranna, en mér þætti líka fróðlegt að fá upplýsingar um hvað það er sem er flokkað úr!

b.kv

Báran, 27.8.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Já þetta eru alveg ótrúlegar tölur, það sem ég hef áhuga á að vita hvaða mál eru það sem ekki eru könnuð? Rétt er það, allir líða fyrir neyslu fjölskyldumeðlima - ekki ástæða að talað er um fjölskyldusjúkdóm.

Valgerður Halldórsdóttir, 28.8.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband