Efast nú um að skólinn ýti undir hreyfingarleysi!

mr1Sjálfsagt er það rétt að ungt fólk hreyfi sig minna en áður - það þarf ekki vísindalegar niðurstöður til að sjá að stærri hluti þess er feitari en fyrir 20 til 30 árum.  Hins vegar leyfi ég mér að efast um að ástæðan sé meiri kröfur til nemenda en áður um tíma þeirra. 
Margir kennarar  eru alla daga í baráttu um athylgi nemenda í kennslustundum "viltu slökkva á símanum, taktu ipodið úr eyrurnum, það á ekki að vera vafra á netinu í tíma, sestu upp" Það sama gerist inn á mörum heimilinum og á það ekki eingöngu við ungt fólk, líka fullorðna.
Í breskri könnun sem er vitnað í á visi.is í dag kemur fram að unglingar missa svefn vegna allra raftækjanna í svefnherberginu þeirra. Þúsund unglingar svöruðu könnuninni og sögðust nær allir þeirra vera með síma, hljómflutningstæki eða sjónvarp í herberginu sínu. Tveir þriðju þeirra sögðust vera með alla þessa hluti. Þrír fimmtu drengja sögðust auk allra þessara hluta vera með leikjatölvu í herberginu.
En töluvleikjafíkn er líka eitt þeirra alvarlegu vandamála sem hluti bæði barna, unglinga og fullorðinna glímir við. Hefur það ekki bara áhrif á svefn og  hreyfingu, líka á námsárangur og samskipti við fjölskyldu og vini. Við þurfum að skoða málið í viðara samhengi!
Mörg börn virðast vera "flutt að heiman" á heimilinu 


 

mbl.is Hreyfa sig minna með aldrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ridar T. Falls

Pólitísk hreyfing er ekki fullnægjandi þjálfun.

Ridar T. Falls, 28.8.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég er sammála þér Vallý, skólarnir eru ekki orsök hreyfingaleysis. Þetta byrjar að mínu mati þegar börn eru í leikskóla. Ég hef iðulega orðið vitni af því (þar sem ég hef búið nálægt leikskóla í áratugi og í fjölbýli) að börn eru borin niður stigann í stigaganginum, þar sem foreldrar gefa sér ekki tíma til að leyfa barninu að komast að eigin rammleik. Það er oft haldið á börnunum á leið í leikskólann eða haldið á þeim út í bíl og úr bílnum. Þau eru keyrð mörg hver í grunnskólann bæði úr og í, keyrð í tónlistartíma, fimleika og hvað það helsta sem barnið er að iðka eftir skóla. Hvað með strætó? Hvað með að ganga, þar sem það er hægt? Af hverju má barn ekki vera vel klætt og ganga í skóla þótt það rigni eða snjói? Það eru til börn sem hreinlega neita að fara út af því það er rigning! Hvert stefnum við í þessu? Er hugsanlegt að aukin slys á börnum séu vegna þess að þau hafa ekki lengur líkamlega burði til að leika sér í því umhverfi sem það er í ?

Sigurlaug B. Gröndal, 29.8.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Þú ert alltaf jafn góður Ridar! Pólitísk þjálfun dugar varla á aukakílóin - ekk það að maður hafi neinn sérstakan í huga

Fínar pælingar Silla - tímaskorturinn er að fara með okkur - og þá börnin okkar um leið!

Valgerður Halldórsdóttir, 29.8.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband