Viltu líka selja minn hlut í Helgafelli - vísa í ágúst var óvenjulega hár?

hafnarfjordurÞví miður virðist það vera kappsmál margra stjórnmálamanna að koma auðlindum okkar í hendur einkafyrirtækja - þannig að þau geti nú blóðmjólkað okkur um ókomna framtíð á fyrirtæki sem á bara eftir að verða enn verðmeira.  

 Af hverju má almenningur aldrei græða á fyrirtækjum sínum?  Ef fjöldinn hagnast þá er það alveg skelfilegt en ef "tveir til þrír gæjar" eignast fyrirtæki almennings og blóðmjólka okkur - þá eru þeir alveg rosalega klárir og skella sér í útrás! Við hin borgum hinsvar bara hærri símreikninga í okkar útrás - sækjum tónleika og fáum súkkulaðifondú!

Fáir spyrja til hvers OR hafi hugsað sér að  að nýta orkuna? Skipir það Hafnarfjarðarbæ einhverju máli - eða er þetta bara enn einn "Bíssnessinn" þar sem hinir nýju eigendur munu fyrst og fremst gæta hagsmuna eigenda sinna gagnvart okkur "fyrrverandi eigendum"?

Við skulum vona að sú ákvörðun bæjarstjórnar að fresta afgreiðslu málsins feli í sér að menn séu alvarlega að íhuga málið og  skoða hvað það þýðir í raun að eiga hlutinn áfram. Hvaða valkosti menn hafa og hugsi örlítið lengra fram í tímann!

En veit einhver hvað ég get fengið fyrir minn hlut í Helgafelli?

 
mbl.is Sjálfstæðismenn vilja selja hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú getur fengið 0 krónur fyrir 0% hlut þinn í Helgafelli.  Þú átt ekki hlut í Helgafelli né hlut í Hitaveitu Suðurnesja né hlut í Hafnarfjarðarbæ.  Þú getur því ekki verið fyrrverandi eigandi af Hitaveitu suðurnesja ef hluturinn er seldur.

Ég gleymi aldrei rómantíkinni við það þegar að Mamma, sem vann í Bæjarútgerðinni, kom af síðari vaktinni og eldaði fyrir okkur og sagði okkur sögur af bónusnum.  Þá voru góðir tímar enda verndaði Bærinn okkur þá fyrir þessum blóðmjólkandi bissnessmönnum.  Væri ekki gott ef allt væri eins og í gamla daga! :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Jæja Jósep - nú hverjir eru þá eigendurnir? Er þá nokkur ástæða til að bæjarstjórn Hafnarfjarðar ræði þessi mál fyrst hún hefur ekkert með þetta mál að gera? Á Halli í Furu HS?

Valgerður Halldórsdóttir, 5.9.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband