Vill HS breyta fólkvangi í iðnaðarsvæði og eru Sjallarnir án baklands?

hitaveitaÞað er ýmislegt í gangi í Hafnafirði þegar kemur að samstarfi og samráði í orkmálum. Sjallarnir þrír í bæjarstjórn hafa tekið þá ákvörðum að óska eftir sölu HS án samráðs við formlegt bakland flokksins í sveitarfélaginu. Ég hefði nú haldið að það þyrfti að ræða málið út fyrir þennan litla þriggja manna bæjarstjórnarflokk!

Nú það má líka gera athugasemdir við framgöngu Samfylkingarinnar í bæjarráði varðandi orkumálin ef marka má fundagerðir bæjarins.  Svo virðist vera að Júlíus Jónsson f.h. HS vilji breyta aðalskipulagi bæjarins á þann veg að Fólkvangurinn verði iðnaðarsvæði til að geta hafið boranir í landi Krýsuvíkur, sem getið erum í samningi milli þeirra og bæjarins  30.3.2006 um rannsóknir og nýtingu. 

Skipulags- og bygginarráð vísar erindinu til umsagnar og kynningar til bæjarráðs, umhverfis/staðardagskrá 21 og stjórnar Reykjanesfólkvangs þann 28.8. sl. Án þess að þessar tvær seinni nefnir fái tækifæri til að tjá skoðun sína á málinu samþykkir bæjarráð að fela Skipulags- og byggingaráðu að hefja vinnu við breytingar í samræmi við samning.

Ég velti því fyrir mér hver er tilgangurinn að vísa málinu til hinna nefndanna eða hafa formlegt skipulag flokka - ef ætlunin er að hundsa lýðræðislegar leikreglur Shocking

Þarf ekki að ræða þetta?Blush


mbl.is Hu hvetur til alþjóðlegrar samvinnu í orkumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband