Álver í Helguvík ekki raunhæfur kostur!

landsnet"Ef marka má orð Þórðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Landsnets, virðist álver í Helguvík þar með ekki raunhæfur kostur"

Já,  staðreyndin er  sú að  ekki er hægt að stynga  nýju álveri í Helguvík  í samband hjá Árna í Reykjanesbæ - það þarf að virkja til að það verði að raunveruleika.

Við erum í hópi ríkustu þjóða í heimi og skortur er  á vinnuafli - það er ekkert sem kallar á að Þjórsá verði að virkja eða á háspennulínur  um allan Reykjanesskaga - annað en hagnaðarvon álversfyrirtækja. 

 

 

 

 



 


mbl.is Hafna hugmyndum um lagningu háspennulína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki svona svartsýn Valgerður !

Vinnuaflsskortinn leysum við með uppsögnum starfsfólks við svonefnda "samfélags-þjónustu". Allt of margir eru komnir á "samfélags-jötuna" og við verðum ekki lengi "í hópi ríkustu þjóða í heimi", ef við höldum áfram að gefa jafn rausnarlega á garðann.

Ef þú hefðir lesið alla fréttina í Mbl. hefðir þú séð, að skipulags og bygginganefnd Grindavíkur samþykkti "háspennulínur meðfram þeim línum sem fyrir eru í sveitarfélaginu." Þær línur sem nefndin hafnaði virðast liggja til Hafnarfjarðar !

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.9.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Komdu sæll Loftur!

Ég átta mig nú ekki alveg á hvaða ávinning við höfum af því að segja fólki upp sem starfar við samfélagsþjónustu, en það er nú aukaatriði. Hvaða "rausnaskap" þú átt við er mér hulið.   Hinsvegar las ég fréttina og líka um afstöðu annarra sveitarfélag á svæðinu - miðað við þá stöðu virðist álverið ekki vera raunhæfur valkostur.  Ágætar upplýsingar  á vef Landverndar!

Valgerður Halldórsdóttir, 14.9.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vonandi verða ekki fleiri álver byggð hér á landi.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.9.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband