Sjálfstæðiskonur vilja kynjakvóta!

sigurros_200x300Áhugaverð erindi og umræður voru á málþingi sem Jafnréttisnefnd Kópavogs hélt í gær um konur í sveitarstjórnum. Tilefnið var að hálf öld er liðin frá því að Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri í Kópavogi og þar með fyrsta konan til að gegna stöðu bæjarstjóra á Íslandi.

Eitt af því merkilega sem kom fram í umræðunum var yfirlýsing Sjálfstæðiskonunar Sigurrósar Þorgrímsdóttur þess efnis að taka ætti upp kynjakvóta innan flokksins. Hér talar kona með mikla reynslu af pólitísku starfi og ætti það að segja sína sögu um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum en þeirra hlutur hefur oft verið mjög rýr.

Fleira áhugavert kom fram á málþinginu m.a. voru konur hvattar til að taka undir með öðrum konum og vitna í hvor aðra.

 Ef til vill er ekki langt að bíða að Sjálfstæðismenn taki upp kynjakvóta og fléttulista!

 


mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Kannski eru sjálfstæðiskonur að sjá að konur í öðrum flokkum eru að skauta framúr þeim með tillit til áhrifa og valda. Þær sjá kannski líka að þær geta af þeim lært. það er vonandi.

Kristín Dýrfjörð, 26.10.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sæl Kristín! Já mér fanst það vera stemmingin á fundinum þe. að konur reyndu að læra af hvor annarri. Eitt af því værir að sjá hvaða aðferðir skiluðu árangri og beita þeim. Verður spennandi að fylgjast með!

Valgerður Halldórsdóttir, 26.10.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Mig langar mig að benda á að fyrsti kvenn borgarstjórinn var Auður Auðuns fyrir sjálfstæðisflokk og fyrsti kvennráðherra Íslands er Raghnhildur Helagadóttir líka fyrir Sjálfstæðiflokk þegar hún varð Menntamálaráðherra árið 1983.   Þannig hafa konur í Sjálfstæðisflokknum verið frumkvöðlar í jafnréttisbaráttunni.  En auðvitað þarf vegur kvenna í stjórnmálum, í öllum flokkum að aukast.

Umræðan hvort kynjakvótar sé rétta leiðin til að jafna stöðu kynjanna er mjög þörf umræða.  Ég held að kynjakvótar sé röng aðferð en ég tel að vísasta leiðin til að jafna stöðu kvenna á vinnumarkaði og þmt í pólitík sé að jafna foreldraábyrgð kynjanna.  

Bestu kveðjur

Gísli Gíslason, 28.10.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband