Skiljum eftir umbúðir á kössunum!

drasl1Gott framtak! Eitt af því sem við neytendur getum gert til að draga úr sorpburði heim til okkar er að nýta okkur lögmálið um framboð og eftirspurn.

Með því að skilja eftir ónauðsynlegar umbúðir á kössum verslana sendum við fyrirtækjum þau skilaboð að við viljum ekki allt þetta drasl, sem við þurfum síðan að nota frítíma okkar til að koma í viðeigandi sorpgáma. Ég tala nú ekki um þann tíma sem það stoppar á heima hjá okkur í skápum og geymslum og er hreint út sagt bara til leiðinda.

Nú ef  lögmálið virkar þá má ætla að verslunareigendur reyni að kaupa vörur frá framleiðendum sem eru umhverfisvænni.


mbl.is Sorpskrímslinu boðið upp í dans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já góð hugmynd, held að það sé boðið upp á þetta sumstaðar í útlöndum. Afþökkum svo ruslpóst, það hlýtur að enda með því að auglýsendur minnki upplagið ef eftirspurnin minnkar. Nú rennur upp sá tími að óhuggulega stórar hrúgur af allskonar auglýsingarusli vella inn um lúgurnar.

Mollý (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta er mjög góð hugmynd, en þetta er svona eitt af þeim viðfangsefnum sem allir þyrftu að vinna saman að, annars virkar það ekki. Hér finnst mér mótmæli vera einmitt svo dauð, nokkrir sem eru að berjast eitthvað, en svo er það svo máttlaust og dautt.

en þetta er nokkuð sem allir ættu þá að leggjast á eitt með.

Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir

Inga Lára Helgadóttir, 26.10.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Til í það.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.10.2007 kl. 20:57

4 identicon

Athyglisverð hugmynd! :)

ghs (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 23:49

5 identicon

Var að horfa á þátt um skilnaði á SVT1 í gærkvöldi. Í lokin var sagt frá  því að næst, þ.e. á þriðjudaginn eftir viku, yrði fjallað um stjúpfjölskyldur. Datt í hug að segja þér frá því því að þetta var athyglisverður þáttur í gær.

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband