Hvað er sveitarstjórnin að segja með þessu - að hún hafi verið beitt þvingunum?

urriðafos
Það er með ólíkindum þetta mál. Sérstaklega í ljósi þess að sveitarstjórnin hafði ekki hugsað sér að hafa virkjunina inni á skipulagi  í vor og greindu sumir í  meirihlutanum  frá því fyrir kosningar að þeir væru henni ekki fylgjandi.  Síðan samþykkir þessi sama sveitarstjórn tillöguna einróma! W00t.
Hver er trúverðugleiki þessara sveitarstjórnarmanna? Eru þeir fórnarlömb þrýstings Landsvirkjunar og þöggunar ríkisstjórnarinnar? Landsvirkjun lofar m.a. gemsasambandi og vegum  -  hvaðan fær hún umboð sitt? Veit samgönguráðherra af þessu? 
En það verður hlutverk sveitarstjórnarinnar að tryggja að loforð Landsvirkjunar gangi eftir "Sveitarstjórn mun óska eftir því við þingmenn Suðurkjördæmis að þeir beiti sér fyrir því að vegaframkvæmdir samkvæmt samkomulagi við Landsvirkjun hafi ekki áhrif á þær framkvæmdir sem nú þegar eru á samgönguáætlunum" (www.floahreppur.is) - er einhver glóra í þessu?Shocking
 
Fregnir herma að sveitarstjórnarmenn töldu sig ekki eiga annarra kosta völ í málinu, það væri komið svo langt og hætta væri á málaferlum við Landsvirkjun ef ekki yrði af virkjun. Það væri þá betra að eiga við sveitunga og að geta sett fyrirvara í framkvæmdarleyfið.
Hvað er sveitarstjórnin að segja með þessu - að hún hafi verið beitt þvingunum? Hana hafi skort stuðning ríkisstjórnarinnar í málinu - fullvissu þess að ekki yrði farið í eignarnám ef landeigendur samþykktu ekki sölu á land eða ekki væri farið í málaferli ef ekki yrði af virkjun? Að ríkisstjórin upplýsti að Landvirkjun hefði ekkert umboð til að bjóða vegi eða annað án hennar samþykkis?

mbl.is Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkir að auglýsa Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Fulltrúi Landsvirkjunar sagði að vegaframkvæmdir væru ekki þeirra mál þegar hann var spurður hvernig stæði á fyrirvaralausum rannsóknum fyrir vegi við Þjórsá.

Benjamín Plaggenborg, 15.11.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband