Það er sorglegt að horfast í augu við þá staðreynd að við verðum að kaupa okkur traust á alþjóðavettvangi og eina leiðin til þess er að semja og það fljótt. Íslensk stjórnvöld eiga ekki annarra kosta völ en að kyngja særði stolti og horfast í augu við afleiðingarnar - , timburmenn, blankheit og slakt mannorð. Við bætum það ekki með því að neita að taka ábyrgð en forsætisráðherra mætti tileinka sér meiri auðmýkt í stað hroka í samskiptum vilji hann velvild.
Hver dagur skiptir máli fyrir íslensk fyrirtæki og almenning. Ég held að forsætisráðherra verði að horfast í augu við þá staðreynd að hann höndlar málið illa. Hann væri meiri maður ef hann næði að semja og biðja síðan um umboð þjóðarinnar til að fylgja málum eftir.
Heimskulegt stolt er ekki mikils virði ef við glötum sjálfstæði okkar!
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | 23:37 (breytt kl. 23:41) | Facebook
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það "stolt" að neita að greiða meira en okkur ber, axla ábyrgðina af græðgi Breta og Hollendinga til ávaxta fé hjá gírugum einkareknum íslenskum bönkum? Ég held að engin muni bera virðingu fyrir smáþjóð sem kiknar í hnjánum um leið og einhver af þessum bolabítum geltir. Þeir hafa ekki lögin sín megin alla vega en þeir munu reyna að ná þessu af okkur með fjárkúgunum því þeir hafa tekið auðugasta (Kaupþing) fyrirtækið í gíslingu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 23:50
Ekki hvarflar að mér að réttlæta bankana eða hryðjuverkalög Breta, hvoru tveggja er til háborinnar skammar. Hinsvegar held ég að við verðum að velta fyrir okkur hvernig við hefðum brugðist við ef Bretar eða Hollendingar hefðu neitað að greiða innistæður íslensks almennings í bönkum þeirra hér á landi. Áttu lausn?
Valgerður Halldórsdóttir, 23.10.2008 kl. 00:07
Bankar hafa farið á hausinn fyrir og fólk tapað á því fé án þess að eiga nokkra kröfu til endurgreiðslu frá ríkisstjórn landsins eða þegnum þess. Brown notaði þessa krísu í pólitískum tilgangi. Hann byrjaði á að lofa því að breska ríkið ábyrgðist að engin mundi tapa.
Þegar hann sá að tryggingarsjóðir Icesave voru þurrir, tók hann Kaupþing í gíslingu og reynir að aungla saman fyrir loforðinu sem hann gaf með að fá ríkið núna til að skrifa undir skuldaviðurkenningu. Þetta er fjárkúgun sem ekki á að líða.
Hann rúði okkur um leið trausti og notar áhrif sín á alþjóðavettvangi til að binda öll önnur möguleg lán því að við greiðum Bretum til baka að fullu. Þetta er eins og mafían virkar í USA.
Íslendingar eiga að sækja rétt sinn á lagalega alþjóðavettvangi og þola og þreyja þangað til, frekar en að láta kúga sig til hlíðni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 00:22
Ég er sammála þér Valgerður. Nú er komið að því að Ísland axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp. Það sorglega er að almenningur kennir stjórnvöldum og seðlabanka um ástandið og þeir kenna erlendum mörkuðum og erlendum ríkistjórnum um. Ábyrgðin er okkar allra sem þjóð, við kusum þessa ríkisstjórn við sættum okkur við það að bankarnir tóku sparfé, lífeyrissjóði og traust Íslands að veði. Þó svo að einstaklingur hefur aldrei kosið sjálfstæðisflokinn og/eða séð vandamálin fyrir og reynt að vara við þeim er ábyrgðin einnig hans sem Íslendings. Okkur ber siðferðisleg skylda til þess að koma vel fram við þá útlendinga sem voru blekktir af íslenskum fyrirtækjum afþví að við sem Íslendingar berum ábyrgð á þeim!
Ef þið skoðið málið frá þeirra sjónarhóli þá skil ég vel afhverju margir erlendir sparifjáreigendur eru reiðir Íslandi og Íslendingum. Á sama tíma og við segjumst aðeins ábyrgjast lágmarkskröfur EES varðandi sparifé erlendis fá Íslendingar allt sitt sparifé og stóran hluta af sínu sjóðsfé. Þetta finnst Íslendingum fullkomnlega eðlilegt en þá er ekki skrýtið að útlendingum finnist illa farið með sig af Íslendingum, enda voru þeir lokkaðir inn í íslensku bankana með fyrirheitum og tilvísunum til trausts Íslands. Að mínu mati ætti jafnt yfir Íslendinga og útlendinga að ganga í þessum málum, það er eina leiðin til að endurheimta traust og virðingu erlendis. Þetta hefði átt að koma fram skýrt frá byrjun og við hefðum aldrei orðið vitni af miklum af þessum óskunda. Einnig eru allar sögurnar um græðgi útlendinga um að ávaxta peningunum sínum á reikningum hjá íslensku bönkunum bara bull því græðgi Íslands og Íslendinga var a.m.k. jafn mikið.
Við þurfum að vera auðmjúk og taka ábyrgð sem þjóð á þeim óskunda sem við höfum valdið með hræðilegri efnahagsstefnu og græðgi, þó svo að það taki kynslóðir að lagfæra málin. Þeir sem ekki geta það ættu einfaldlega að hætta að vera Íslendingar. Það Ísland sem mun rísa upp úr því verður betra, heiðarlegra og mun njóta ennþá meira trausts.
Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:44
Samningar þar sem ekki er hirt um framtíðina, bara um fortíðina eru vondir samningar. Bretar og Frakkar fengu að reyna það 20 árum eftir Versalasamningana. Bretar myndu ekki endurtaka þau mistök gagnvart öflugri þjóð með slagkraft. Við þurfum að gæta jafnræðis við aðra þegar við metum hvaða skuldbindingar við höfum, þ.e. sparifé okkar metum við eins og sparifé þeirra, peningabréf þeirra eins og okkar og ekki krónu umfram það. Ég vill frekar sjá sparifé mitt skert en að vernda það með því að steypa næstu kynslóðum í skuldir til að vernda verðlausar krónur.
"You have enemies? Good. That means you’ve stood up for something, sometime in your life." Winston Churchill
Ef að Bretar vilja ganga fram með dólgshætti, að því gefnu að við höfum sýnt sanngirni, þá sýti ég það ekki að missa slíkann félagsskap. Ég hef enga þörf fyrir að safna meiri skuldum bara til að tilheyra þessum hópi.
Bjorn (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.