Lögreglumál?

Bjorgvin_G_Sigurdsson_jpg_550x400_q95

Skapa þarf traust í samfélaginu eigi okkur að takast að byggja hér upp opið og lýðræðislegt  velferðarsamfélag. Satt að segja þá er það fremur ótrúverðugt að sömu stjórnendurnir sem fóru með okkur á hausinn eigi að stýra bönkunum áfram. Það ætti að vera fyrsta verk Björgvins að láta kanna málið og grípa til aðgerða reynist þetta rétt. Er það þá ekki lögreglumál?

Við eigum fullt af vel menntuðu fólki sem getur tekið að sér uppbyggingarstarfið. Ég man ekki betur en að um 100 konur hafi skrifað sig á lista tilbúnar til að taka þátt í ráðum, stjórnum og nefndum.

Sjálfsagt eru einhverjar þeirra tilbúnar til að taka við - strax

 


mbl.is FME hefur ekki samþykkt niðurfellingu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Núllstilla allt strax!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 01:48

2 identicon

Nákvæmlega, fleiri konur í stjórnir og ráð, ég er orðinn hundleiður á þessum karllægu gildum í samfélaginu, ég vill fjölskylduvæna stefnu og öflugt velferðaríki. Áfram konur!

Valsól (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband