Framboð
Valgerður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og félagsráðgjafi, hefur
ákveðið að gefa kost á sér 2. - 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til starfa á alþingi til að fylgja
eftir þeim málum sem ég hef unnið að á vettvangi stjórnmála og í starfi mínu
sem bæjarfulltrúi, félagsráðgjafi og kennari á undanförnum árum. Á þingi mun
ég vinna að eflingu lýðræðis, umhverfisvænni stefnu í atvinnumálum og
aukinni velferð.
Velferðin
Ég lít á það sem forgangsverkefni að bæta stöðu fjölskyldna. Stór hluti
íslenskra barna á tvö heimili og því nauðsynlegt að hið opinbera móti
fjölskyldustefnu sem endurspeglar samfélagið. Viðurkenna þarf
margbreytileika fjölskyldna og tryggja að allir foreldrar, óháð forsjá eða
hjúskaparstöðu, hafi jafnan aðgang að upplýsingum um börnin sín frá skóla og
heilbrigðisþjónustu.
Til að jafna stöðu foreldra þarf að breyta skattalögum þannig að
meðlagsgreiðendur teljist foreldrar og njóti barnabóta til jafns við aðra
foreldra. Ætla má að slík breyting á skattalögum geti skipt miklu nú þegar
kreppir að á heimilum.
Standa þarf sérstakan vörð um unga fólkið sem nú er að koma út á
vinnumarkaðinn og ungar fjölskyldur með börn. Öll heilsugæsla, námsbækur og
annar stuðningur á að vera aðgengilegur börnum og ungmennum þeim að
kostnaðarlausu. Við hverja ákvarðanatöku hins opinbera þarf að spyrja:
"Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun á velferð barna og barnabarna nú og í
framtíðinni?
Umhverfið
Ég er talsmaður þess að Íslendingar noti sína vistvænu orku á sjálfbæran
hátt til að byggja upp vistvæna atvinnuvegi en í dag eru u.þ.b. 77% orkunnar
nýtt til mengandi stóriðju. Í þessu sambandi tel ég mikilvægt að efla
ferðaþjónustu, t.d. í tengslum við eldfjallagarð á Reykjanesi, hefja
útflutning á lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum til Evrópu, þróa nýstárlega
orkugjafa s.s. metangas o.fl.
Lýðræðið
Á alþingi mun ég beita mér fyrir lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnmálum og
stjórnkerfi. Ég tel mikilvægt að almenningur í landinu taki virkan þátt í
ákvörðunum stjórnvalda milli kosninga og styð tillögur um
þjóðaratkvæðagreiðslur og aukið íbúalýðræði.
Evrópusambandið
Ég tel að hagsmunir Íslendinga verði best tryggðir með inngöngu í
Evrópusambandið. Hingað til höfum við setið á hliðarlínunni í Brussel og
ekki haft áhrif á stefnu og ákvarðanir sambandsins í mikilvægum málum. Þessu
vil ég breyta. Ég tek nauðsynlegt að hefja aðildarviðræður sem fyrst og vil
að Íslendingar fái að kjósa um aðildina.
Framtíðin
Með því að nýta þekkingu okkar og styrkleika getur Ísland innan fárra ára
orðið vistvænt nútímasamfélag sem horft er til sem fyrirmyndar annarra þjóða
á alþjóðavettvangi. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni muni Íslendingar selja
fisk og lífrænt ræktaðar afurðir um allan heim; lítt mengandi
hátæknifyrirtæki, sem krefjast menntaðs vinnuafls, munu sækjast eftir
vistvænni orku á Íslandi og skapa fólki vinnu og að ferðaþjónusta með
áherslu á náttúruskoðun fyrir erlenda ferðamenn muni dafna sem aldrei fyrr.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hugleiðingar mínar og skrif sl. 2 ár
bendi ég á bloggsíðuna www.valgerdurhalldorsdottir.blog.is og heimasíðuna
www.stjuptengsl.is
Um frambjóðandann
Valgerður sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1998-2002 og sem varamaður fyrir
Samfylkinguna janúar-maí 2006. Hún hefur mikla reynslu af félags- og
nefndarstörfum og hefur átt sæti í félagsmálaráði, skólanefnd,
fasteignafélagi, jafnréttisnefnd og umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Hún er í
stjórn Græna netins og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hún var formaður stýrihóps vegna endurskoðunar Staðardagskrár 21 í
Hafnarfirði. .- Valgerður er formaður íbúasamtakanna Sól í Straumi og tók ég þátt í stofnun
þeirra 2006 -2007. Tilgangur samtakanna er að vekja upp umræðu um
umhverfismál og berjast gegn stækkun álversins í Straumsvík.
- Frá árinu 2005 hefur hún verið formaður Félags stjúpfjölskyldna eða frá stofnun þess og staðið fyrir aukinni umræðu um málefni stjúpfjölskyldna hér á landi. Valgerður situr sem formaður félagsins í nefnd á vegum Félags- og tryggingarráðuneytisins sem hefur m.a. það hlutverk að skoða stöðu einstæðra foreldra, forsjárlausra foreldra og stjúpfjölskyldna. Hún situr í fræðslu - og kynningarnefnd BHM og var í fræðslunefnd Félagsráðgjafafélagsins og samstarfsnefnd Menntaskólans við Sund fyrir hönd kennara.
Hún er framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands, stundakennari við HÍ og er félagsráðgjafi hjá Stjúptengsl og heldur úti heimasíðunni www.stjuptengsl.is
- Hún vann áður sem framhaldsskólakennari og síðar sem skólafélagsráðgjafi bæði í grunn- og framhaldsskóla.
Valgerður er með meistarapróf í félagsráðgjöf, starfsréttindi í
félagsráðgjöf, kennslu - og uppeldisfræði til kennsluréttinda og og BA próf
í stjórnmálafræði frá HÍ. Hún á tvö börn og stjúpdóttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.2.2009 | 11:44 (breytt kl. 11:44) | Facebook
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel:) Mér lýst sérstaklega vel á að heilsugæsla, matur í skóla og leikskóli verðir ókeypis fyrir öll börn. Það er einkar mikilvægt núna í kreppunni til að jafna stöðu barna í samfélaginu. Svo þarf líka að koma á einhvers konar styrkjarkekrfi fyrir ungmenni í framhaldsskóla því nú má búast við að ekki verði eins auðvelt og áður að fá vinnu með skóla.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.3.2009 kl. 00:13
Gangi þér vel og hlakka til að heyra frá þér á Alþingi!!!
Guðni Már Henningsson, 2.3.2009 kl. 19:58
Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.
Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register
Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.