Sjúskaðir leiðtogar

thumb_oliubraedurHann Jónas kann að orða hlutina: "Helztu foringja Sjálfstæðisflokksins rekur án stýris um gráu siðferðishöfin. Formaðurinn nýi kemur úr einu af frægum fyrirtækjum samráðs gegn almenningi, benzínbransanum. Varaformaðurinn fékk tugmilljón króna kúlulán út á andlitið á sér. Annar leiðtoginn í Reykjavík fékk milljarða innspýtingu í illa rekinn sjóð, hinn fræga sjóð 9 í Glitni. Hinn leiðtoginn í Reykjavík er margsaga um afskipti sín af tugmilljóna herfangi Flokksins úr FL Group og Landsbankanum. Frægasti frambjóðandi Flokksins á Suðurlandi er gamall tugthúslimur fyrir hirðusemi í opinberum rekstri. Samanlagt er þetta nokkuð sjúskaður flokkur." (sjá www.jonas.is)


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það má með sanni segja. Er ekki þessi hópur "gott" sýniskorn hegðun þeirra sterku og gráðugu. Nú eru vesalings fólkið að skríða út úr frumskóginum og það erum við sem erum að kenna því að "haga sér"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2009 kl. 12:11

2 identicon

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá er þetta bara toppurinn á Ísjakanum.

Sjálfstæðisflokkurinn er rotþró Íslands. Það góða fólk sem er þar margt, á að snúa sér annað þessar kosningar.

 Annað er að svíkja sjálfan sig og sína samvisku. 

Már (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ef þetta er toppurinn þá spyr ég "hvað meira"?

Valgerður Halldórsdóttir, 13.4.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband