Hver mun gæta hagsmuna almennings?

fjarstyringÞað er mörgum spurningum ósvarað varandi þetta mál t.d. hver mun gæta hagsmuna almennings í stjórn þessa fyrirtækis?  Hvernig hugsa menn sér regluverkið í kringum einkavæðinguna? Mun t.d. vera sett eitthvað hámarksverð til almennings? Hver er réttur fyrirtækisins til framsal,  nýtingu eða rannsókna á  auðlindini? Hver eru tengsl Magma og Geysis Green? Hver er stefna hins opinbera varðandi nýtingu náttúruauðlinda - en þessa fyrirtækis? Eru einhverjar hömlur á að selja það síðar öðrum t.d. einhverju álfyrirtækjana? Hver er það sem á að stýra atvinnuuppbyggingunni á svæðinu? Hvert rennur arður fyrirtækisins?  Hversu tryggt er að það muni geta staðið við skuldbindingar sínar?

Við getum skipt út misvitrum stjórnmálamönnum en við höfum enga stjórn á erlendu fyrirtæki sem fær yfirráð yfir orkunni í 130 ár. Mér dettur helst í hug afrískar demantanámur sem heimamenn fá ekki að njóta!

Er ekki ástæða til að setja neyðarlög sem bannar framsal á náttúruauðlindum til einkafyrirtækja?


mbl.is Sala á hlut í HS Orku rædd á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband