Það er mörgum spurningum ósvarað varandi þetta mál t.d. hver mun gæta hagsmuna almennings í stjórn þessa fyrirtækis? Hvernig hugsa menn sér regluverkið í kringum einkavæðinguna? Mun t.d. vera sett eitthvað hámarksverð til almennings? Hver er réttur fyrirtækisins til framsal, nýtingu eða rannsókna á auðlindini? Hver eru tengsl Magma og Geysis Green? Hver er stefna hins opinbera varðandi nýtingu náttúruauðlinda - en þessa fyrirtækis? Eru einhverjar hömlur á að selja það síðar öðrum t.d. einhverju álfyrirtækjana? Hver er það sem á að stýra atvinnuuppbyggingunni á svæðinu? Hvert rennur arður fyrirtækisins? Hversu tryggt er að það muni geta staðið við skuldbindingar sínar?
Við getum skipt út misvitrum stjórnmálamönnum en við höfum enga stjórn á erlendu fyrirtæki sem fær yfirráð yfir orkunni í 130 ár. Mér dettur helst í hug afrískar demantanámur sem heimamenn fá ekki að njóta!
Er ekki ástæða til að setja neyðarlög sem bannar framsal á náttúruauðlindum til einkafyrirtækja?
Sala á hlut í HS Orku rædd á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.8.2009 | 13:53 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lög um Helguvíkurálver samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.4.2009 | 23:19 (breytt 19.4.2009 kl. 08:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þau atriði sem þeim tókst að fá tekin af dagskrá, ekki með
lýðræðislegri afgreiðslu þingsins heldur vegna málþófshótana ganga út á þrennt:
1. Að afnema varanlega vald til að gefa eða selja einkaaðilum
sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar.
2. Færa almenningi vald til að geta haft bein áhrif á mál milli
kosninga með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur.
3. Færa almenningi beinna vald til breytinga á stjórnarskrá með ákvæði
um hvernig stjórnarskrá er breytt milli kosninga.
Er það eitthvað til að vera stoltur af að koma í veg fyrir að þessi mál fara í gegn?
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.4.2009 | 09:27 (breytt kl. 09:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann Jónas kann að orða hlutina: "Helztu foringja Sjálfstæðisflokksins rekur án stýris um gráu siðferðishöfin. Formaðurinn nýi kemur úr einu af frægum fyrirtækjum samráðs gegn almenningi, benzínbransanum. Varaformaðurinn fékk tugmilljón króna kúlulán út á andlitið á sér. Annar leiðtoginn í Reykjavík fékk milljarða innspýtingu í illa rekinn sjóð, hinn fræga sjóð 9 í Glitni. Hinn leiðtoginn í Reykjavík er margsaga um afskipti sín af tugmilljóna herfangi Flokksins úr FL Group og Landsbankanum. Frægasti frambjóðandi Flokksins á Suðurlandi er gamall tugthúslimur fyrir hirðusemi í opinberum rekstri. Samanlagt er þetta nokkuð sjúskaður flokkur." (sjá www.jonas.is)
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2009 | 11:36 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í dag er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við reynum öll að hafa áhrif á þróun samfélagsins. Þátttaka í kosningum og forvali fyrir þær er leið til að leggja lóð á vogarskálarnar. Tökum þátt og veljum það fólk sem okkur hugnast - stjórnmálamenn eru ekki allir eins - sem betur fer!
Líflegasta prófkjörshelgin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.3.2009 | 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framboð
Valgerður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og félagsráðgjafi, hefur
ákveðið að gefa kost á sér 2. - 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til starfa á alþingi til að fylgja
eftir þeim málum sem ég hef unnið að á vettvangi stjórnmála og í starfi mínu
sem bæjarfulltrúi, félagsráðgjafi og kennari á undanförnum árum. Á þingi mun
ég vinna að eflingu lýðræðis, umhverfisvænni stefnu í atvinnumálum og
aukinni velferð.
Velferðin
Ég lít á það sem forgangsverkefni að bæta stöðu fjölskyldna. Stór hluti
íslenskra barna á tvö heimili og því nauðsynlegt að hið opinbera móti
fjölskyldustefnu sem endurspeglar samfélagið. Viðurkenna þarf
margbreytileika fjölskyldna og tryggja að allir foreldrar, óháð forsjá eða
hjúskaparstöðu, hafi jafnan aðgang að upplýsingum um börnin sín frá skóla og
heilbrigðisþjónustu.
Til að jafna stöðu foreldra þarf að breyta skattalögum þannig að
meðlagsgreiðendur teljist foreldrar og njóti barnabóta til jafns við aðra
foreldra. Ætla má að slík breyting á skattalögum geti skipt miklu nú þegar
kreppir að á heimilum.
Standa þarf sérstakan vörð um unga fólkið sem nú er að koma út á
vinnumarkaðinn og ungar fjölskyldur með börn. Öll heilsugæsla, námsbækur og
annar stuðningur á að vera aðgengilegur börnum og ungmennum þeim að
kostnaðarlausu. Við hverja ákvarðanatöku hins opinbera þarf að spyrja:
"Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun á velferð barna og barnabarna nú og í
framtíðinni?
Umhverfið
Ég er talsmaður þess að Íslendingar noti sína vistvænu orku á sjálfbæran
hátt til að byggja upp vistvæna atvinnuvegi en í dag eru u.þ.b. 77% orkunnar
nýtt til mengandi stóriðju. Í þessu sambandi tel ég mikilvægt að efla
ferðaþjónustu, t.d. í tengslum við eldfjallagarð á Reykjanesi, hefja
útflutning á lífrænt ræktuðum landbúnaðarafurðum til Evrópu, þróa nýstárlega
orkugjafa s.s. metangas o.fl.
Lýðræðið
Á alþingi mun ég beita mér fyrir lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnmálum og
stjórnkerfi. Ég tel mikilvægt að almenningur í landinu taki virkan þátt í
ákvörðunum stjórnvalda milli kosninga og styð tillögur um
þjóðaratkvæðagreiðslur og aukið íbúalýðræði.
Evrópusambandið
Ég tel að hagsmunir Íslendinga verði best tryggðir með inngöngu í
Evrópusambandið. Hingað til höfum við setið á hliðarlínunni í Brussel og
ekki haft áhrif á stefnu og ákvarðanir sambandsins í mikilvægum málum. Þessu
vil ég breyta. Ég tek nauðsynlegt að hefja aðildarviðræður sem fyrst og vil
að Íslendingar fái að kjósa um aðildina.
Framtíðin
Með því að nýta þekkingu okkar og styrkleika getur Ísland innan fárra ára
orðið vistvænt nútímasamfélag sem horft er til sem fyrirmyndar annarra þjóða
á alþjóðavettvangi. Ég sé fyrir mér að í framtíðinni muni Íslendingar selja
fisk og lífrænt ræktaðar afurðir um allan heim; lítt mengandi
hátæknifyrirtæki, sem krefjast menntaðs vinnuafls, munu sækjast eftir
vistvænni orku á Íslandi og skapa fólki vinnu og að ferðaþjónusta með
áherslu á náttúruskoðun fyrir erlenda ferðamenn muni dafna sem aldrei fyrr.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hugleiðingar mínar og skrif sl. 2 ár
bendi ég á bloggsíðuna www.valgerdurhalldorsdottir.blog.is og heimasíðuna
www.stjuptengsl.is
Um frambjóðandann
Valgerður sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1998-2002 og sem varamaður fyrir
Samfylkinguna janúar-maí 2006. Hún hefur mikla reynslu af félags- og
nefndarstörfum og hefur átt sæti í félagsmálaráði, skólanefnd,
fasteignafélagi, jafnréttisnefnd og umhverfisnefnd Hafnarfjarðar. Hún er í
stjórn Græna netins og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hún var formaður stýrihóps vegna endurskoðunar Staðardagskrár 21 í
Hafnarfirði. .- Valgerður er formaður íbúasamtakanna Sól í Straumi og tók ég þátt í stofnun
þeirra 2006 -2007. Tilgangur samtakanna er að vekja upp umræðu um
umhverfismál og berjast gegn stækkun álversins í Straumsvík.
- Frá árinu 2005 hefur hún verið formaður Félags stjúpfjölskyldna eða frá stofnun þess og staðið fyrir aukinni umræðu um málefni stjúpfjölskyldna hér á landi. Valgerður situr sem formaður félagsins í nefnd á vegum Félags- og tryggingarráðuneytisins sem hefur m.a. það hlutverk að skoða stöðu einstæðra foreldra, forsjárlausra foreldra og stjúpfjölskyldna. Hún situr í fræðslu - og kynningarnefnd BHM og var í fræðslunefnd Félagsráðgjafafélagsins og samstarfsnefnd Menntaskólans við Sund fyrir hönd kennara.
Hún er framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands, stundakennari við HÍ og er félagsráðgjafi hjá Stjúptengsl og heldur úti heimasíðunni www.stjuptengsl.is
- Hún vann áður sem framhaldsskólakennari og síðar sem skólafélagsráðgjafi bæði í grunn- og framhaldsskóla.
Valgerður er með meistarapróf í félagsráðgjöf, starfsréttindi í
félagsráðgjöf, kennslu - og uppeldisfræði til kennsluréttinda og og BA próf
í stjórnmálafræði frá HÍ. Hún á tvö börn og stjúpdóttur.
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2009 | 11:44 (breytt kl. 11:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það þykir varla góð fjárfesting að setja öll eggin í eina körfu en við setjum í dag u.þ.b. 75% orkunnar sem við nýtum í stóriðju. Að mat sumra eigum að setja enn meira í þessa sömu körfu sem á sama tíma er að verða enn verðminni en áður. Ég veit ekki hvaðan sú lógík kemur en við eigum aðra valkosti og við getum hafist handa nú þegar.
Rannsóknir sýna að það er vaxandi þáttur í ferðamannaiðnaðinum náttúruskoðun og við eigum hér perlur sem við þurfum að slípa og gera betur aðgengilegar. Á Hawaii koma rúmlega 3 milljónir manna til að skoða eldfjallagarð þeirra sem skapar mörg þúsund störf og góðar tekjur - við erum ekki síðri valkostur þegar kemur að jarðfræðinni og náttúrinni. Við þurfum hinsvegar að kunna meta hana og verðleggja. Auður hennar fellst ekki í að sóa og spilla.
Gefið ykkur smá stund og skoðið hér glærur og myndir Ástu Þorleifsdóttur sem sýna þessar hugmyndir í máli og myndum http://www.landvernd.is/myndir/02_asta.pdf
Tap Century 898,3 milljónir dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2009 | 12:18 (breytt kl. 12:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er nú oft sagt við fólk sem lendir í persónulegum krísum að það ætti að forðast að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir þar til hugsun þess skýrist. Ég held að við Íslendingar ættum að staldra við og hugsa örlítið lengra áður en við setjum öll eggin í þessa einu " álkörfu" og alla okkar orku.
Af hverju ætti þetta fyrirtæki að vilja byggja í Helguvík álver á meðan það lokar verksmiðjum nær markaði? Gæti það verið það útsöluverð sem við ætlum að selja okkar dýrmætu orku á?
Við eigum betra skilið og við getum betur. Þær fréttir berast að í Iðnaðarráðuneytið sæki framkvæmdaaðilar erlendis frá úr hinum ýmsu greinum sem vilja kaupa orku af okkur en þeir fái engin svör þar sem stefnumótun vanti! Hvernig stendur á þvÍ?
Ég er orðin hundleið á stjórnmálamönnum sem þora ekki að hafa skoðanir af ótta við óvinsældir - og enn meir er ég ósátt við þá sem neita að láta þær uppi "í nafni lýðræðis" - á meðan dinglar þjóðin!
Century Aluminum lokar í BNA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.2.2009 | 20:18 (breytt kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er hjartanlega sammála að við eigum að hafa opið prófkjör og hef lengi verið talsmaður þess. Það er eitthvað svo 2007 að eyða miklum peningum í prófkjör þannig að ég veit ekki hvort ástæða sé til að setja eitthvað þak á kostnað! Það er einfaldlega púkalegt og ótraustvekjandi.
Ungliðar vilja opin prófkjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.2.2009 | 20:20 (breytt kl. 20:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætli sorg Öskubusku hafi kannski frekar snúist um fjarveru kóngsins en nærveru stjúpunnar? Sinnti hann hlutverki sínu sem faðir, stjúpfaðir og eiginmaður?
Stjúpur opnuðu feisbúkk í gær - þær eru með síðuna "Stjúpur rokka" - bara að skrá sig!
Launamisréttið bitnar á körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.1.2009 | 21:39 (breytt kl. 21:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar