Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Álræði Samfylkingarinnar í HS?

Hvernig gæti það samrýmst stefnu Samfylkingarinnar þ.e. Fagra Ísland að fulltrúar okkar í HS skrifuðu undir sölu á orku vegna álversframkvæmda í Helguvík á meðan yfirlýst stefna flokksins er STÓRIÐJUHLÉ og aukið ÍBÚALÝÐRÆÐI? Það virtist vera einhugur í stjórninni skv. fyrstu fréttumFrown.

Ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg örugg.  Fulltrúi Hafnarfjarðar í HS hafði ekki viljað upplýsa kjósendur fyrir álverskosningarnar í Hafnarfirði um skoðun sína á mögulegri stækkun álversins í Straumsvík - þótti það afar "lýðræðisleg" afstaða að mati meirihlutans í bænum. Skildi ekki þá og skil ekki enn! Hvernig gat ég vitað hvernig þeir myndu nota atkvæði sitt í framtíðinni?  Það var því mikill léttir að heyra af tillögu þeirra um að fresta undirskrift samninganna - en áfall að ekki var á þá eða aðra hlustað sem vildu fá tækifæri til að tjá sig og kanna málið frekar áður en lengra væri haldið.  Sjá nánar: http://sasudurnesjum.blog.is/blog/sasudurnesjum/


 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband