Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég er orðin hundleið á endalausum smádúsum sem hin ýmsu fyrtæki bjóða þjóðinni í auglýsingaskyni. Dúsa dagsins er "frítt" í sund í boði Símans. Ætli margir gætu ekki bara borgað sjálfir í sund og fengið sér pulsu og kók á eftir ef þeir notuðu ekki símann í einn dag -slík er verðlagningin á þjónustunni.
Má ég þá frekar biðja um lægra verð og borga mínar sundferðir sjálf!
Frítt í sund í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.6.2007 | 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Æi, ég sé fyrir mér bíómynd sem á að gerast í seinni heimsstyrjöldinni þar sem íbúar á einhverju innrásarsvæði standa fagnandi á gangastéttum með fána í hönd - og erlendir hermenn þramma á götum úti með sín tæki og tól.
Auðvitað er það gleðilegt að íbúar á Reyðarfirði hafi næga atvinnu og haldi hátíð - en á sama tíma afskaplega sorglegt að við höfum þurft að fórna íslenskri náttúru með tilheyrandi lofmengun til að svo megi verða.
Eigum við ekki að fara undirbúa hátíðina "Horfnir jöklar"? Ný og spennandi svæði - og ég tala nú ekki um tækifærin sem hljóta að koma í ljós!
Flaggskip Alcoa stefnir hraðbyri í fullan rekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.6.2007 | 10:03 (breytt kl. 12:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Allt útlit er fyrir að jöklarnir okkar hverfi á 150 til 200 árum, ef við tökum okkur ekki á og bregðumst við með viðeigandi hætti- bæði innan lands og á alþjóðavettvangi. Málið er mun alvarlegra en hvort við höfum einum jökli fleirri eða færri - það snýst um lífsafkomu okkar allra hér á jörð. Ég legg til að sem flestir skoði þetta viðtal.
Leyfum náttúrunni - og manninum að njóta vafans!
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2007 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afar "áhugaverða" breytingu stendur til að gera á lögum um Stjórnarráð Íslands . Í frumvarpi sem verður lagt fyrir nú á sumarþingi er verið að bæta við heimild þess efnis að ekki þurfi að auglýsa laus störf í stjórnarráðinu. Ég velti því fyrir mér hver er sérstaða starfsmanna stjórnarráðsins umfram aðra opinbera starfsmenn Hver eru rökin?
Miðstjórn Bandalags háskólamanna hefur eðlilegar áhyggjur af þessum væntanlegum lagabreytingum en á fundi sínum í gær samþykkti hún svohljóðandi ályktun:
"Miðstjórn BHM varar eindregið við því að auglýsingaskylda starfa verði afnumin innan Stjórnarráðs Íslands. Miðstjórn telur ekki að nein rök sé hægt að færa fyrir því að gefa stjórnarráðinu þessa sérstöðu og telur jafnframt hættu á að þetta verði fyrsta skrefið til að afnema auglýsingaskyldu vegna starfa hjá hinu opinbera almennt.
Miðstjórn bendir jafnfrant á að afnám auglýsingaskyldu getur þannig reynst alvarlegt skref aftur á bak í réttindabaráttu opinbera starfsmanna, sérstaklega varðar jafnréttismál.
Miðstjórn bendir ennfremur á að þessi ráðstöfun gengur þvert á þróun sem stefnt hefur verið að varðandi gegnsæi stjórnsýslu á Íslandi og lýsir undrun sinni á að reynt skuli að færa klukkuna afur á bak á þennan hátt"
Það er ekki hægt annað en að taka undir þess ályktun BHM. Málið varðar ekki eingöngu opinbera starfsmenn. Gegnsæ stjórnsýsla þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi - hlýtur að vera krafa okkar allra!
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2007 | 11:33 (breytt kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það fer sjálfsagt ekki framhjá nokkrum manni vaxandi umferðaþungi á höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi mengun, skorti á bílastæðum og slysahættu. Nú hafa sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu gullið umhverfisvænt tækifæri til að bregðast við og sýna hug sinn í verki með því að verða við áskorun námsmanna - og það strax!
Stúdentar vilja fá frítt í strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.6.2007 | 11:28 (breytt kl. 11:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er löngu tímabært að við fáum upp á yfirborðið heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja hér á landi. Hvaða orka er til ráðstöfunar og í hvað?
Fregnir herma að stórfyrirtæki á borð við Yahoo, Microsoft o.fl. hafi verið að skoða þann möguleika að koma upp hýsingamiðstöðvum (datacenters) hér á landi - en viðræður strandað m.a. á því að orkufyrirtækin hafa ekki getað gefið þeim skýr svör um útvegun orku. Er það auðvitað mjög sérstakt - þar sem þessi fyrirtæki þurfi mun minni orku ca. 10 - 50 MW pr. starfsstöð en 250 þúsund tonna álver sem þarf virkjun með 500 MW uppsettu afli.
Hýsingamiðstöðvar þurfa jafnframt helmingi fleirri starfsmenn pr. megavatt og eru störfin betur launuð en störf í álverum. Efnahagsleg áhrif í samfélaginu ættu því að vera hlutfallslega mun meiri af hýsingarmiðstöðvum en af álverum miðað við orkuþörfina.
Er ekki umhugsunarvert að staldra við og upplýsa almenning um valkosti sína?
Skora á umhverfisráðherra að kynna stóriðjuáform á suður- og suðvesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.6.2007 | 16:52 (breytt kl. 22:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég hef gert það að vana mínum að skoða ævintýrabækur og myndbönd um Öskubusku og Þyrnirósu þegar ég kemst í nýjar útgáfur, en þær eru alveg ótrúlega margar satt að segja.
Það var ekki fyrr en um daginn að ég áttaði mig á því að líklega hafi ég aldrei skilið sögununa um hana Öskubusku rétt! Hún snýst líklega ekki síður um fjarveru föðurins en nærveru stjúpunnar! Pabbinn veifar (og hverfur úr sögunni) og stúlkan grætur örlög sína - síðan snýst sagan um slæm samskipti þeirra stjúpmæðgna - en litla stúlkan fær síðan uppreisn æru og giftist fallegum barnlausum prinsi.
Mig grunar pabba hennar Öskubusku, eins og svo marga fráskilda feður og mæður samtímans - að ætla stjúpforeldrinu það hlutverk að ganga inn í hlutverk kynforeldra sem ef til vill gekk ágætlega upp innan kjarnafjölskyldunnar - en veldur oft vandræðum innan stjúpfjölskyldunnar.
Vanþekking á málefnum stjúpfjölskyldunnar og oft hennar sjálfar, gerir það að verkum að ekki er tekið tillit til hennar við opinbera stefnumótun og hin hefðbundna kjarnafjölskylda verður oft fyrirmynd hennar og óheppilegar lausnir verða til. Með viðeigandi fræðslu og stuðningi á stjúpfjölskyldan alla möguleika á blómstra og vera vettvangur gefandi og góðra samskipta eins og allar aðrar fjölskyldugerðir.
Það er því ánægjulegt að Samfylkingin ætli sér að leggja áherslu á að efla foreldrafræðslu - Vonandi "stela allir flokkar" þessari góðu hugmynd - það skiptir varla nokkru máli hvaðan gott kemur - það eina sem ég óttast hinsvegar er að STJÚPFORELDRAFRÆÐSLA OG STJÚPFORELDRAFÆRNI fái ekki sama vægi þegar á reynir, ekki síst í ljósi þess að stjúpfjölskyldur eru nánast ósýnilegar í opinberum gögnum og í opinberri stefnumótun til þessa. Treysti að nú verði breyting á !
P.S Hvernig ætli samskipti stjúpsystra Öskubusku hafi verið við stjúpföður sinn þ.e. pabba Öskubusku?
Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2007 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég get ekki betur séð og lesið að enn einn karlinn er komninn í stjórn Landsvirkjunnar . Það hlýtur að vera er alveg ótrúlegur "hörgull" á konum í Framsóknarflokkum - og er kannski ástæða þess að gripið er til þess ráðs að útvega tengdadóttur umhverfisráðherra "vegna sérstakra aðstæðna" ríkisborgararétt á mettíma?
Sjálfsagt er fengur af konunni - en ég velti því þó fyrir mér hvort Framsóknarmenn hafi gleymt því að í gær hrintu þeir sjálfir af stað flottri rástefnu í Iðnó sem markar upphaf að ári "Jafnra tækifæra." Nær það m.a.bæði til jafnréttis karla og kvenna og innflytjenda. Ég spyr mig hinsvegar hvor stefnan er gild - það sem þeir segja eða það sem þeir gera? http://www.felagsmalaraduneyti.is/vefir/evropuar/ -
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2007 | 02:20 (breytt kl. 02:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það verður áhugavert að mæta á fund hjá Sól á Suðurlandi á laugardaginn og fá svör frá frambjóðendum fyrir hverja og af hverju það liggur svo á að virkja fyrir austan á næstunni? Akkkurrruuu má ekki bara slaka örlítið á - skoða, greina, meta og kannsi bara gleyma
ÞJÓRSÁ OG SUNNLENSK FRAMTÍÐ
Framboðsfundur um Þjórsá og framtíðina á Suðurlandi.
Frambjóðendur flokkanna ræða við sunnlenska kjósendur um áætlaðar
virkjanir í Þjórsá og hvort af þeim verður. Hversvegna er virkjað og fyrir hverja er virkjað?
Fundurinn verður haldinn í Þingborg næstkomandi laugardag 28. apríl
kl.14.00.
Fundarstjóri er Ólafur Sigurjónsson í Forsæti.
Í pallborði verða frambjóðendur flokkanna. Umræðum stjórna G. Pétur
Matthíasson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttamaður á Stöð tvö.
Fundinn boða.
Unnendur Þjórsár.
og Sól á Suðurlandi
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 22:24 (breytt kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef starfað sem skólafélagsráðgjafi og framhaldsskólakennari í mörg ár - og séð ýmsar hliðar á skólastarfi, margt gott og annað sem betur má fara. Eitt af því sem hefur sérstaklega slegið mig er gagnrýnislaus tölvuvæðing skólanna í opnum rýmum. Hugmyndin er líklega sú að nemendur hafi aðgang að tölvum til að vinna skólaverkefni innan skólans - sem auðvitað af hinu góða. En þurfum við ef til vill að skoða málið betur hvað varðar aðgang og staðsetningu þeirra? Væri ef til vill æskilegra að tölvur væru staðsettar í tölvustofum undir eftirliti kennara eða einhvers tölvuumsjónarmanns, svo og í kennslustofunum sjálfum? Allt of oft fréttist af nemendum sleppa tímum sitjandi við tölvurnar á göngum skólanna vafrandi um á Netinum, í MSN eða á einhverjum leikjum - það sama á við í sumum tilvikum um fartölvunotkun í skólastofunni! Með tölvu eða sjónvarp fyrir framan þig - þarft þú ekki að eiga mikil samskipti við fólkið í kringum þig. Einmannaleikinn verður ekki eins áberandi og auðvelt er að "komast í burtu" - líkamleg viðvera - en andleg fjarvera!
Skólafélagsráðgjafar og náms- og starfsráðgjafar hitta sífellt fleiri nemendur sem eiga í vandræðum vegna ofnotkunar á tölvum og tölvuleikjum - bæði heima fyrir og í skólanum. Líf margra nemenda er farið snúast um tölvuleiki og tölvusamskipti í gegnum MSN. Kosturinn við þessa miklu tölvuvæðingu skólanna er auðvitað sá að nemendur hafa greiðan aðgang að þeim sem magnaðri upplýsingaveitu til að vinna verkefni í skólanum, við þurfum hinsvegar að spyrja okkur þeirra spurningar hvort við höfum farið offari - bæði heima og í skólanum?
Einmana börn auðveld bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2007 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar