Verður stjórnarráðið lokaður klúbbur?

Afar "áhugaverða" breytingu stendur til að gera  á lögum um Stjórnarráð Íslands . Í frumvarpi sem verður lagt fyrir nú á sumarþingi er verið að bæta við heimild þess efnis að ekki þurfi að auglýsa laus störf í stjórnarráðinu. Ég velti því fyrir mér hver er sérstaða starfsmanna stjórnarráðsins umfram aðra opinbera starfsmenn Hver eru rökin?

Miðstjórn Bandalags háskólamanna hefur eðlilegar áhyggjur af þessum væntanlegum lagabreytingum en á fundi sínum í gær samþykkti hún svohljóðandi ályktun:

"Miðstjórn BHM varar eindregið við því að auglýsingaskylda starfa verði afnumin innan Stjórnarráðs Íslands. Miðstjórn telur ekki að nein rök sé  hægt að færa fyrir því að gefa stjórnarráðinu þessa sérstöðu og telur jafnframt hættu á að þetta verði fyrsta skrefið til að afnema auglýsingaskyldu vegna starfa hjá hinu opinbera almennt.

Miðstjórn bendir jafnfrant á að afnám auglýsingaskyldu getur þannig reynst alvarlegt skref aftur á bak í réttindabaráttu opinbera starfsmanna, sérstaklega varðar jafnréttismál.

Miðstjórn bendir ennfremur á að þessi ráðstöfun gengur þvert á þróun sem stefnt hefur verið að varðandi gegnsæi stjórnsýslu á Íslandi og lýsir undrun sinni á að reynt skuli að færa klukkuna afur á bak á þennan hátt"

Það er ekki hægt annað en að taka undir þess ályktun BHM. Málið varðar ekki eingöngu opinbera starfsmenn.  Gegnsæ stjórnsýsla þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi - hlýtur að vera krafa okkar allra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

HÍM*?

*Hin íslenska mafía 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband