Gagnrýnislaus tölvuvæðing skóla - ýtir hún undir félagslega einangrun?

Ég hef starfað sem skólafélagsráðgjafi og framhaldsskólakennari í mörg ár -  og séð ýmsar hliðar á skólastarfi, margt gott og annað sem betur má fara. Eitt af því sem hefur sérstaklega slegið mig er gagnrýnislaus tölvuvæðing skólanna í opnum rýmum.  Hugmyndin er líklega sú að nemendur hafi aðgang að tölvum til að vinna skólaverkefni innan skólans - sem auðvitað af hinu góða. En þurfum við ef til vill að skoða málið betur hvað varðar aðgang og staðsetningu þeirra? Væri ef til vill æskilegra að tölvur væru staðsettar í tölvustofum undir eftirliti kennara eða einhvers tölvuumsjónarmanns, svo og í kennslustofunum sjálfum? Allt of oft fréttist af nemendum sleppa tímum sitjandi við tölvurnar á göngum skólanna vafrandi um á Netinum, í MSN eða á einhverjum leikjum - það sama á við í sumum tilvikum um fartölvunotkun í skólastofunni!  Með tölvu eða sjónvarp fyrir framan þig - þarft þú ekki að eiga mikil samskipti við fólkið í kringum þig. Einmannaleikinn verður ekki eins áberandi og auðvelt er að "komast í burtu" - líkamleg viðvera - en andleg fjarvera!

Skólafélagsráðgjafar og náms- og starfsráðgjafar hitta sífellt fleiri nemendur sem eiga í vandræðum vegna ofnotkunar á tölvum og tölvuleikjum - bæði heima fyrir og í skólanum. Líf margra nemenda er farið snúast um tölvuleiki og tölvusamskipti í gegnum MSN. Kosturinn við þessa miklu tölvuvæðingu skólanna er auðvitað sá að nemendur hafa greiðan aðgang að þeim sem magnaðri upplýsingaveitu til að vinna verkefni í skólanum,  við þurfum hinsvegar að spyrja okkur þeirra spurningar hvort  við höfum farið offari - bæði heima og í skólanum?


mbl.is Einmana börn auðveld bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held að það verði ekki spornað við upplýsingasamfélaginu - ekki frekar en því að flest börn taka bílpróf 17 ára og keyra þá sjálf. Ég held hins vegar að við getum stuðlað að því að beina netnotkun krakka í ákveðinn farveg og setja ákveðnar reglur um notkunina. 

Það er fáránlegt að hafa aðgang að svona góðri tækni í skólastarfi og nýta hana ekkert. það bendir allt til þess að bók á pappír sé á undanhaldi,  Sennilega verður svona nettengd tölva þá aðalinngangur nemenda inn í heim þekkingar. Vonandi líður ekki á löngu þar til allir nemendur hafa nettengda fartölvu. Hún er þegar komin undir 100 dollara eða undir 6400 krónur.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.4.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Vel orðað Einmannaleikinn verður ekki eins áberandi og auðvelt er að "komast í burtu" - líkamleg viðvera - en andleg fjarvera! og álít ég þetta eigi alsekki bara við börn og unglinga.

Sigfús Sigurþórsson., 25.4.2007 kl. 11:10

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Það er sorglegt að foreldrum skuli ekki vera gefin raunverulegur valkostur varðandi umönnun og uppeldin barna sinna. Aðeins þeir fjársterku geta leyft sér þann lúxus að ala upp sín börn. Það er löngu úrelt að skylda börnin til að mæta í uppeldisstofnanir. Því miður hefur sú skylda lengst um 2 ár á síðustu árum. Með ríkulegum heimgreiðslum yrði vinna við uppeldi loks viðurkennd

Elías Theódórsson, 26.4.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Guðfríður Lilja

Heil og sæl Valgerður!

Gaman að sjá þig hér á blogginu, vissi ekki að þú værir hér! Takk fyrir góðar hugleiðingar. Ég tek undir með þér að þetta er eitthvað sem við þurfum virkilega að hugsa um og bæta. Einhvers staðar hefur eitthvað farið úrskeiðis hjá okkur í þessum efnum - börn og unglingar geta hæglega orðið "tölvufíklar" og dragast þá enn meir inn í sína skel, missa af félagslegum þroska og nærveru. Við þróum að sjálfsögðu "upplýsingasamfélagið" áfram en hluti af því sem þarf að gera er að hlúa að meiri samveru bæði á heimilum og innan skólaveggjana. Gagnrýnislaus tölvuvæðing getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér - aðrar þjóðir eru einnig að finna mjög fyrir þessu. Eitt af því sem þarf að gera er stefna að fjölskyldu- og barnvænna samfélagi!

Guðfríður Lilja, 26.4.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband