Geisladiskar, tónleikar og súkkulaðifondú?

Century Aluminum hefur í hyggju að útvíkka starfsemi sína hér á landi segir í fréttinni, bara svona "bæ þe vei"! Eigum við von á geisladiskum, tónleikum og súkkulaðifondú?

Ég vil ítreka þá afstöðu mína að það er löngu orðið tímabært að við fáum upp á yfirborðið heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja hér á landi. Hvaða orka er til ráðstöfunar og í hvað?

Hvað viljum við Íslendingar - hyggjumst við gera eitthvað annað en að bregðast við?


mbl.is Century Aluminum fyrsta félagið sem bæði er skráð á Íslandi og á Nasdaq
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta eru góðar vangaveltur.  Raforka okkar er takmörkuð auðlind og við verðum að fara í gegnum þá umræðu hvað eigi að virkja og hvað ekki.   Bæði vatnsaflsvirkjanir og gufuaflsvirkjanir er endurnýjanleg orka.  Slík orka er dýrmæt í nútíð og enn dýrmætari  í framtíðinni.  Ég held að Framsókn hafi sett fram plagg fyrir kosningar um hvaða staðir kæmu til greina að virkja og hvaða staðir kæmu ekki til greina.  Þegar niðurstaða fæst úr svoleiðis greiningu þá er eðlilegt að fjalla um í hvað orkan á að fara.

Gísli Gíslason, 14.6.2007 kl. 21:39

2 identicon

Sammála þér. Orkan getur BARA orðið verðmætari þegar horft er til framtíðar. Það er orðið algjörlega nauðsynlegt að marka einhverja heildræna stefnu í þessum málum!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband