Netþjónabú í Straumsvík?

 

Stórfyrirtæki á borð við Yahoo, Microsoft o.fl. hafi verið að skoða þann möguleika  að koma  upp netþjónabú (datacenters)  hér á landi. Er netþjónabú áhugaverður valkostur  þar sem þessi fyrirtæki þurfi mun minni orku ca. 10 - 50 MW pr. starfsstöð en 250 þúsund tonna álver  sem þarf virkjun með  500 MW uppsettu afli.

Netþjónabú þurfa jafnframt helmingi fleirri starfsmenn pr. megavatt og eru störfin betur launuð en störf í álverum.  Efnahagsleg áhrif í samfélaginu ættu því að vera hlutfallslega mun meiri af netþjónabúum en af álverum miðað við orkuþörfina.  

Það er ljóst að við höfum raunverulega valkosti - álið þarf ekki að vera málið!


mbl.is Ísland hentar vel fyrir rekstur netþjónabúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Báran

Netþjónabú í Straumsvík... JÁ TAKK

kv

Bára Hafnfirðingur.

Báran, 21.6.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Einar Jón

En svoleiðis myndi þurfa nokkra sæstrengi frá landinu, næði til Evrópu og vestur.

Það kostar brot af Kárahnjúkavirkjun, og skemmir útlit hafsbotnsins. Að maður tali nú ekki um að þeir myndu bara nýtast þeim 95% þjóðarinnar sem nota internetið. Ríkisstjórnin ætti frekar að halda sig við virkjanir, sem eru þekkt stærð...

Eða hvað?  

Einar Jón, 21.6.2007 kl. 10:33

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gott framlag mikið að einhver vitræn umræða er hafin um þetta þjóðþrifamál. Málefnaumræðan hefur einkennst allt of mikið af mengandi stóriðju, kannski umhugsunarefni fyrir pólitíkusana sem horfa alltof stíft til þess að hafa öll eggin í sömu körfu.

Eiríkur Harðarson, 21.6.2007 kl. 10:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Yess! Búinn að bíða eftir því í mörg ár að þjóðfélagið átti sig á því að þarna liggur framtíðin. Við getum ekki endalaust treyst á verðmætasköpun úr takmörkuðum náttúruauðlindum, en skv. skilgr. eru allar náttúrulegar auðlindir á jörðinni takmarkaðar þó ekki væri nema við ummál plánetunnar a.m.k. Hugmyndaauðgi mannkynsins eru hinsvegar engin takmörk sett og það er nákvæmlega það sem framtíðin byggir á, þ.e.a.s. að selja hugmyndir því það eru góðar hugmyndir sem eru kveikjan að öllum vexti, og svo er líka stór plús að þær bera engan flutningskostnað og fyrir utan þróunarkostnað er framleiðsla á slíkri vöru nánast ókeypis. Rekstur netþjónabúa og uppbygging fjarskiptatenginga samfara því væri þannig stórt skref í rétta átt að mínu mati og mun síður líklegt til að skapa sundrung í þjóðfélaginu heldur en frekari stóriðjuuppbygging.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.6.2007 kl. 13:08

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Netþjónabú er ekki valkostur í staðinn fyrir álver ef meiningin er að nýta óbeislaða orku sem til er í landinu.  Netþjónabú notar það litla orku.

Spyrja má Eirík hvort það sé betra að framleiða ál í langtíburtulandi með meiri mengun en við getum gert hér á landi?

Álið er nefnilega málið og verður áfram í stóra heiminum fyrir utan Ísland. 

Spurningin er

Tryggvi L. Skjaldarson, 21.6.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband