Kanntu ekki örugglega leikreglur lýðræðisins?

ossurEinu sinni fengu einvalda konungar vald sitt frá Guði, síðan var barist gegn því með kjafti og klóm og ráðamenn fengu þá vald sitt frá fólkinu - þ.e. ef þeir vildu kenna sig við lýðræðisríki.  Spurningin er  hvaðan valhafar fái umboð í dag? 

Ég upplifi mig í einhverju bananalýðveldi þessa dagana - hvort heldur sem við horfum á framgöngu hreppsnefndar í Flóanum eða til samflokksmanns míns, bæjarstjórans í Hafnarfirði. Látum vera óskir fyrirtækjanna,  þeim er auðvitað frjálst að óska eftir hverju sem er - en að lýðræðislega kjörin hreppsnefnd eða bæjarstjórn skulu hagi sér með þeim hætti eins og nú hefur komið í ljós er ... já hvað ...?  Svindlað er á grundvallar leikreglum lýðræðisins - aðilar sem ekki hafa til þess formlegt umboð eins og Landsvirkjun er hleypt eftir á inn í samþykkt skipulagsdrög hreppsnefndar og bæjarstjórninn í Hafnarfiði hvetur til nýrra kosninga í stað þess að snúa sér að þeim verkefnum sem bíða hans skv. niðurstöðum síðustu íbúakosninga.

Að við þurfum að  vera verja niðurstöður lýðræðislegra kosninga og leikreglur lýðræðisins á Íslandi árið 2007 - er martröð. Össur ég treysti á þig!!!


mbl.is Össur fjallar um stóriðjuna og átökin innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Æi - ekki!

Valgerður Halldórsdóttir, 23.6.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Báran

Sveiessubara!!!  Ég ætla samt að reyna að vera ekki svartsýn fyrirfram heldur vona að staðreyndir fái að standa.  Í nafni lýðræðis!!  Ekki það, ég hef nú aðeins tjáð mig um þetta "bananalýðveldi" sem við virðumst búa við.

Báran, 24.6.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband