Hvernig getur Landsvirkjun gert samninga og ráðstafað fjármunum hins opinbera án afskipta þess?

Ég velti fyrir mér endalausum heimsóknum álfyrirtækja hingað til lands þessa dagana - varla ætla þau að stynga álverunum í samband á næstu bæjarstjórnarskirfstofum? En oddivit Flóahrepps sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að líkur á Urriðafossvirkjun hafi stórlega minnkað eftir fundinn með heimamönnum á mánudagskvöldið - fannst þeim þeir sjálfsagt vera settir niður þegar þeir heyrðu tilboð Landsvirkjunar - flýtiframkvæmdir almennrar þjónustu sem hverjum þéttbýlisbúa finnst sjálfsögð!

Alþingi gat sett lög þess efnis að eigendur skemmtistaða megi ekki leyfa reykingar - sem ég var nú reyndar mjög sátt við - en ríkistjórnin telur sig ekki getur skipt sér af því hvernig Landsvirkjun ráðskast með mengnarkvóta og orkulindir þjóðarinnar - sem verða bara verðmætari!

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?FootinMouth

 


mbl.is Fulltrúar Hydro í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú er paranojan alveg að fara með mig. ertu með einhverskonar vörn gegn virkjunarsinnum? ég hef verið að reyna að setja inn athugasemdir, en ekkert gerist. á reyndar í vandræðum með summuna af sjö og átta. þetta er ekki mjög aðgengilegt kæri formaður. bið annars að heilsa heim í hafnarfjörðinn.

Kristín svarta (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Komdu sæl Kristín

Mér sýnist þú hafa komist í gegn. Hef enga sérstaka vörn gegn virkjunarsinnum - því miður. Reyndu aftur! Skila kveðjunni og hafðu það gott í útlöndum!

Valgerður Halldórsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband