Skuggamyndir bæjarstjórnar?

hafnarfjordurÞað er alveg augljóst mál ef að byggingunum verður þá er bæjarstjórn að samþykkja skuggamyndir á láreistu byggðina í miðbæ Hafnarfjarðar! Útbúið hefur verið líkan af byggingunum sem sýna það og sanna.

Oft er talað um mikilvægi þéttingu byggðar - og get ég tekið undir það sjónarmið að hluta, en því miður fæ ég stundum það að tilfinninguna að hún snúist um að fá sem mestan hagnað af þeirri lóð sem í boði  er - en ekki umhverfis - og samgöngusjónarmið. Það er ekki nokkur vafi að mikil andstaða er í bænum við byggingarnar og hafa m.a. ungir jafnarðarmenn lýst henni yfir opinberlega.


mbl.is Tekist á um turna í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er skelfilegt, nóg var nú komið samt.

María Kristjánsdóttir, 20.7.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: www.zordis.com

Svo er sagt ad zad sé betra ad vera sólarmegin í lífinu!  Verdur erfitt ad njóta birtunnar ef af zessu verdur.   Góda helgi til zín!

www.zordis.com, 21.7.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er svo skrítið Vallý mín að þegar hugmyndir eru um að þétta byggð að þá er eins og sé verið að nýta síðustu lóðina í bænum og reynt að troða á hana sem hæstri byggingu og helst þannig að fólk geti næstum heilsast út um opna gluggana út í næstu byggingu svo oft þrengt er að næsta umhverfi. Þetta er óþrjótandi gróðafíkn á hæsta stigi! Byggingaverktakar maka krókinn á þessum framkvæmdum. Hörmungin við Smáratorg er gott dæmi um það. Gatnakerfið þar annar ekki einu sinn þeirri umferð sem er í kringum þá íbúabyggð og þau  þjónustufyrirtæki sem eru þar fyrir nú. Vont mál. 

Sigurlaug B. Gröndal, 21.7.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Var búið að klukka þig? Klukk!

María Kristjánsdóttir, 22.7.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband