Mótmæli við Þjórsá - allt í rólegheitum!

solirnarKvöldstund í mynni Þjórsárdals.

Sveitungar í Sól á Suðurlandi boða til hátíðastundar í mynni Þjórsárdals á föstudagskvöldið klukkan átta. Þar verður komið fyrir öðru upplýsingaskiltinu sem  fræðir vegfarendur um náttúrufórnirnar sem Landsvirkjun vill færa í von um álver einhversstaðar. Allir eru velkomnir á þessa litlu samkomu.

Sungið verður og spjallað og ýmislegt til gamans gert. Gestir eru hvattir til að hafa með sér kvöldhressingu, teppi, dúka og púða og/eða útilegustóla.  Sveitarstjórnarmenn allra hreppa við Þjórsá, fulltrúar Landsvirkjunar, þingmenn og ráðherrar, fjölmiðlar, náttúruunnendur, föðurlandsvinir og  ferðamenn! -  komið og hittið fólkið við Þjórsá og eigið með því eitt sumarkvöld við ána.


Sól á Suðurlandi.
Unnendur Þjórsár




mbl.is Átta handteknir í Straumsvík og hlið opnuð á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mínar bestu kveðjur til ykkar allra  -  minnist þess að Landsvirkjun er ekki heilög belja. Ef þið viljið ekki virkjun í Þjórsá þá verður ekki virkjað í Þjórsá.

Pálmi Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: www.zordis.com

Væri alveg til í kvöldstund með ykkur!  Sendi góðar hugsanir í staðinn!

www.zordis.com, 24.7.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur og hugsanir  - bæði tvö!

Valgerður Halldórsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur, aðeins og seint reyndar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband