Sveigjanleiki foreldra mikilvægari?

step_family2Það er afar áhugaverð grein í Blaðinu í morgun um börn einhleypra/fráskilinna foreldra varðandi skólamálin. Umræðuefnið er verulega þarft en það er reynsla mín eftir að hafa starfað bæði sem félagsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla að stormasöm "foreldrasamvinna" gerir mörgum börnum erfitt fyrir.

Það getur reynst erfitt að halda vináttutengslum við skólafélaga þegar stöðugir fluttningar eru á milli hverfa yfir veturinn - vinir hætta oft  að gera ráð fyrir þeim og þau missa þ.a.l. af ýmsu uppákomum í vinahópnum. Auðvelt að upplifa sig útundan í þeim aðstæðum.  Það er því mun mikilvægara að foreldrar séu hreyfanlegir og þau aðstoði börnin við að hafa samfellu í lífi sínu með því að auðveldra þeim samskipti við vini,  skóla og vegna tómstunda.

Það er flestum börnum mikilvægt að halda stöðugleika eins og hægt er, en gera þarf líka ráð fyrir breytingum t.d. þegar börn eldast. Það sem getur hentað þeim 5 ára þarf ekki að henta þeim 12 ára. Auðvitað þarf að vera hægt að sýna sveigjanleika og bregðast við ýmsum uppákomum, en hagsmunir barnanna eiga að vera leiðarljós!

 


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Mér finnst þetta góður punktur frá þér. Það getur verið mjög erfitt fyrir krakka að halda sinni stöðu í vinahóp ef að þau eru stöðugt að skipta um umhverfi.

kv Sigríður 

Sigríður Jónsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband