Heimboð til hjónanna á Skálmholtshrauni!

2_image001Ágætu vinir,

Walter Schmitz og kona hans Daniela munu verða með opið hús fimmtudaginn 20.september kl. 17:00 – 19:00 að bænum Skálmholtshrauni í Flóa.

Þau munu þá segja frá reynslu sinni af fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og undirbúningi þeirra, samskiptum við Landsvirkjun o.fl..  Walter hefur einnig framkvæmt sjálfur hæðarmælingar á landi sínu og hefur trú á því að vatn geti flætt úr Þjórsá yfir í Hvítá og valdið þar tjóni.

Walter og Daniela óska eftir því að sem flestir mæti og hlusti á sjónarmið þeirra en þau hafa búið að Skálmholtshrauni í 12 ár og stundað hrossarækt.

Til þess að fara að Skálmholtshrauni er ekið framhjá Bitru og upp Skeiðaafleggjarann. Beygt er til hægri fljótlega þar sem stendur á skilti: Skálmholtshraun. Og ekið alla leið eftir malarvegi þangað til hann endar við hús Walters og Danielu.

Virðingarfyllst,

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur., Erlurima 8, 800 Selfossi, Sími 562 4776.


mbl.is Impregilo byrjað að draga saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég kemst ekki og verð því að láta mér nægja að senda fólkinu stuðningsyfirlýsingu í huganum.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.9.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Hugarorka þín er mikil  þau slitu viðræðum við Landvikjun!

Valgerður Halldórsdóttir, 21.9.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband