Heldur ríkisstjórnin - þegar á reynir???

41553_bjorgvin%20passi Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu sem framundan er hjá Alþingi og ríkisstjórn varðandi orkumálin. Spurningin er "mun ríkisstjórnin halda þegar kemur að afgreiðslu málsins?"

Björgin Sigurðsson Viðskiptaráðherra er einn þeirra sem tók þátt í að semja ályktun nýja Samfylkingarfélagsins "Græna netið  - félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina".

Í ályktuninni er m.a. lagst gegn virkjun Þjórsár og eignarnámi vegna þeirra áforma. Alvarlega er efast um réttmæti byggingar álversins í Helguvík m.a. vegna væntanlegrar orkuöflunar, skaðsemi raflína á náttúru Reykjanesskaga og  skortur sé á starfsfólki.

Hvað varðar Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja segir í ályktuninni: 

"Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hafa á undanförnum árum haslað sér völl á sviði orkuframleiðslu með virkjun jarðvarmaorku. Þótt virkjun jarðvarma þyki um margt spennandi kostur er nýtingarhlutfall orkunnar enn afar lágt og ekki sama til hvers er virkjað. Ljóst er að ekki verður sátt um leggja fleiri verðmæt útivistarsvæði undir virkjunarframkvæmdir til stóriðju. Beina ætti athygli að bættri nýtingu núverandi virkjunarsvæða fremur en virkjun nýrra svæða, og er djúpborun afar athyglisverður kostur í því sambandi". Og hvað nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er einmitt spurningin. Hvað nú?

Steingerður Steinarsdóttir, 16.10.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband