"Bónusstéttir" velferðargeirans - nei bara Djók!

spitaliHún var áhugaverð Kjararáðstefna BHM  sem haldin var 7. nóv. sl.  og margt afar lærdómsríkt en sorglegt um leið. Það mátti skilja á máli Gunnars Björnssonar, formanni samninganefndar ríkisins að ríkið hefði þá stefnu að ætla sér að halda í "hæft fólk" en ekki að vera samkeppnisfært um nýtt starfsfólk!  Skrýtið hvað kvennastéttirnar eru oft "minna hæfar" GetLost 

Satt að segja þá skildi ég ekki þessa umræðu og velti fyrir mér hvert hún leiðir? Ég sé ekki betur en þetta sé "dulbúin" aðferð til að draga máttinn úr hinu opinbera velferðakerfi og koma upp við hliðina á því einkareknu kerfi með gróðann að leiðarljósi. Eða hver ætli nenni að vera í rekstri án þess að græða?

Nú það var líka annað sem sló mig all verulega þegar hann minntist á "magnafslátt" stóru kvennastéttana á sjúkrahúsunum. Þegar hann var ynntur eftir útskýringum þá skilst mér að þetta hafi nú bara verið DJÓK og engin ástæða til að taka þetta svona, en fór þó nokkrum orðum um lögmál stærðarinnar og nefndi dæmi um stóra banka og litla banka!

Ég velti hinsvegar því fyrir mér hvort tilgangurinn hafi verið að gleðja hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, iðjuþjálfa, geislafræðinga, lífeindafræðinga, líffræðinga og svo lengi mætti telja, sem starfa á Landsspítlalanum? Veit ekki!

Mér fannst þetta amk. ekkert sniðugt og held að það sé  tími til að skoða hugmyndafræðina í kringum kjarasamninga opinberra starfsmanna og auðvitað láglaunastétta almennt.

PS. Hvernig getur nokkur maður staðið upp frá samningborði og samþykkt 123 þús. krónur í grunnlaun?


mbl.is Krafa um verulegar kjarabætur í komandi samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er farin að sjá fyrir mér flótta úr öllum þessum stéttum og að fyllt verði í skörðin með innflytjendum.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband