Karlmenn skimaður fyrir ofbeldi í Silfri Egils

author_icon_11819Áhugaverð umræðuefni  í Silfri Egils í dag, en mikið var umræðan oft á lágu plani. Ég held að það sé tímabært að fá konu með Agli þó hann sem að mörgu leiti bara flottur Smile Táfýlulygtin er stundum alveg yfirgengileg Woundering 

Í þættinum var rætt m.a. um skimun fyrir ofbeldi hjá karlmönnum sem hingað koma til lands að vinna m.a. með því að krefja þá um sakavottorð og einhvers fleira sem ekki var tekið fram. Enginn kom með nána útfærslu.  Mér datt helst í hug einhverskonar skanni á Landspítalanum - eða svona  tæki eins og við notum þegar við erum á vísaflippi, jafnvel þetta tæki sem notuð er á búðarkössum og segja "díd díd"

Áhugavert sjónarmið þetta með skimunina en spurnig er hvort við ættum ekki bara að skima alla karlmenn hér á landi, ef menn eru á því að skima eigi útlenda karlmenn?

Ég veit ekki betur en að það hafa verið íslenskir karlmenn sem séð hafa um að koma bæði íslenskum og erlendum konum í Kvennaathvarfið á undanförnum árum - eða skiptir þjóðerni karlmanna máli þegar kemur að "skimun eftir ofbeldi? 

Ættu konur að sækja um slíka skimun á væntanlegum sambýlis - og eiginmönnum - og þá hvar? Eða ættu karlmenn að leggja fram skimunarvottorð þegar þeir hyggjast ganga í hjónaband? Ætli væri líkað skimað fyrir andlegu ofbeldi?  Hvað verður um þá sem ekki fá "vottun"?

Ég er hrædd um að bara brot af þeim ofbeldisverkum sem framin hafa verið á konum komi fram á sakavottorðum. Mér heyrðist að dómar hafið fallið t.d. aðeins í 5% kynferðisafbrotamála! Hvað með öll málin sem konur eru beittar ofbeldi og aldrei kærð?

Hve áreiðanlegt eru þá sakavottorðið sem "skimunartæki" - kanski bara svipað áreiðanlegt og "díd, díd" vélin á kassanum?


mbl.is Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur pistill, er reyndar eftir mig eftir að hafa horft á þáttinn á netinu áðan og .. er ekki best að segja að stundum finnist mér ákjósanlegra að telja upp á 45609867.00000000000000 áður en ég segi eitthvað

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 02:34

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Flottur pistill hjá þér Valgerður.  Ég var alveg gáttuð líka á því hvað viðmælendurnir voru ómálefnalegir nema Atli hann var ágætur. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.11.2007 kl. 13:32

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jáhá, skimun fyrir ofbeldi! Frábær athugasemd við þetta bull. Á yfirborðinu lítur þetta vel út: að heimta sakavottorð af innflytjendum, en ef það leysir einhvern vanda (ímyndarvanda stjórnvalda þá helst?), þá skapar það enn þá meiri samskiptavanda og fordóma sem samt er nóg af. Síðustu tölur sem ég sá þá voru eitthvað talsvert færri innflytjendur sem frömdu einhvers ofbeldisglæpi en hlutfall þeirra af fólksfjöldanum, þ.e. "síbúar" frömdu hlutfallslega fleiri slíka glæpi. Man ekki heimildina ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.11.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú ert alltaf janfskynsöm Valgerður og unun að lesa það sem þú skrifar. Einhleyp kona sem ég þekki sagði mér einu sinni að hún hefði það fyrir vana að skanna karla sem hún væri að kynnast með þeim hætti að hún spyrði fyrrverandi kærustur, sambýliskonur og eiginkonur hvort þeir færu vel á heimili í þeim tilfellum sem hún næði til þeirra. Þessi kona hefur verið blessunarlega laus við það sem fullorðin vinkona mín kallaði „örlagaaumingja“.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband