Hræddir um að hverfa þagni þeir smástund - Dísuáhrifin?

town_meeting_activity

Ég hef oft fengið það á tilfinninguna að margir karlmenn t.d. í pólitík haldi að þeir hverfi Frown,  þagni þeir smástund í samræðum manna á milli eða ef þeir stytti mál sitt í pontu. 

Það er heldur ekki óalgeng lenska að karlar haldi "aukafundi" á meðan konur tala - ekki skortir "dugnaðinn".  

Það er þó eitt atriði sem mér finnst alveg sérstaklega til eftirbreytni í fari karla, það er hvernig þeir "lyfta" hvor öðrum upp í ræðu og riti með því að vitna í hvorn annan.   

Ég held að þeir þurfi ekki að óttast "Dísuáhrifin"  þ.e. að þeir hverfi  -magn þarf ekki að vera sama og gæði.

Ég er enn að pæla í því af hverju konurnar voru bara sendar út  í þættinum SilfurEgils á sunnudaginn - en "strákarnir" sátu áfram með "nýjum strákum". Veit einhver svarið?

 

 


mbl.is Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Hvernig þú kemur þínu máli fram lyktar af fordómum. Ef að kynjunum væri snúið við í því sem að þú segir, þá væri maður talin karlremba með aldagamalt hugarfar. Kannski er þetta satt sem þú segir, en halda eitt augnablik að konur geri ekki sömu hluti. Þær ganga jafnvel skrefinu lengra og stofna samtök, eftir samtök. Það eru jafnvel komnir leitavefir bara svo að maður geti fundið konu til að vinna eitthvað verk...

Sigurður Jökulsson, 26.11.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sæll Sigurður

Auðvitað á þetta ekki við alla karla frekar en eitthvað á við allar konur. En því miður upplifa margar konur ójafna stöðu m.a. í stjórnmálum og í viðskiptalífinu. Þú ættir að skoða bókina "Játningar karlrembu" eftir Svíannn Lars Einar Engström - Í sjálfu sér er fátt nýtt í henni fyrir konur en það sem er áhugavert, er að lesa lýsingu karls á því hvernig karlar haga sér í t.a.m. viðskiptalífinu gagnvart konum í mannaráðningum.  Tel ég kynbróður þinn   lýsa vel aldagömlu hugarfari sem viðgengst hefur gagnvart konum - og hann gengst við því.

Valgerður Halldórsdóttir, 26.11.2007 kl. 20:45

3 identicon

Ég hef nokkrum sinnum skrifað um súlustaði og hve mikið ég er á móti slíkum stöðum. Það bókstaflega logar allt hjá mér þar sem kynbræður mínir ætla vitlausir að verða yfir ósvífninni í mér. Þegar ég svo spyr þessa herra hvort þeim væri sama þó móðir þeirra eða systir væri í slíkri vinnu þá verður oftar en ekki fátt um svör. Ég man ekki eftir einu skipti þar sem karlmaður hefur komið mér til aðstoðar í þeirri umræðu og finnst mér það synd. Haltu bara áfram að skrifa á þessum nótum Valgerður því það eru ekki bara mannréttindi kvenna að jafnrétti náist heldur mannréttindi allrar fjölskyldunnar. Við karlar erum fæddir af konum, margir okkar eiga dætur og aðrir eiga systur, þess vegna vill ég berjast fyrir jafnrétti.

Valsól (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég skal ekki neita að karlrembur séu til. Ég er hins vega ekki í vafa um að slíkt sé til á hinum vængnum líka. Það á bara eftir að skrifa bók um það.

Karlar upplifa líka ójöfnuð til dæmis í uppeldismálum, en það fer frekar forgörðum. Ef að karlmenn opna sig stundum á þessum bloggsíðum, þá sér maður oft svör eins og "búhú", "æ, greyið litla". Hvar er framþróunin í því? Ég verð líka voðalega var við að slík komment eru kynjaskipt. Konur segja slíkt þegar karlmenn "væla" og öfugt. Mér finnst að það þurfi að koma fram hve gamalt fólk er til að maður geti metið hve þorskað (óþroskað) fólkið er sem að skilur eftir sig ummæli. Allt það fólk sem að ræðst að persónunni frekar en málefninu, eða kemur með hjákátleg ummæli sem skila engu til umræðunnar eins og áðurnefnd "búhú" ummæli, er ekki að hjálpa einum eða neinum, sama hvort það er með eða á móti hverju sem þar snýr að.

Svo er aftur upplifunin á hvað er málefnalegt og hvað ekki, allt annar handleggur. 

Sigurður Jökulsson, 26.11.2007 kl. 22:08

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ekki er ég karlremba, þar sem ég er nú kona , en ég sé ekker að því sem gerðist í Silfur Egils og finnst þetta mál alveg óskaplega blásið upp af ástæðulausu.

Kveðja til þín Valgerður,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 27.11.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband