Konur eiga orðið - hluti ágóðans til rannsókna á þunglyndi kvenna!

konur_eigaÁ seinasta ári fékk stór hópur kvenna keðjubréf frá ritstjóra Sölku, Kristínu Birgisdóttur. Óskaði hún eftir stuttum hugleiðingum um lífið og tilverurn. Afraksturinn er bókin "Konur eiga orðið allan ársins hring" sem kom út nú í desember með hugleiðingum 64 kvenna.  Hluti ágóðans mun renna til rannsókna á þunglyndi kvenna.

Þetta er glæsileg  bók,  Myrra Leifsdóttir sá um hönnun, myndskreytingu og umbröt. 

15289"Calendergirl" 1. mars hafði t.d. þetta að segja "Að vera móðir og stjúpmóðir og halda að sömu reglur gildi um kjarnafjölskyldur og stjúpfjölskyldur er eins og að spila Matador með Lúdóreglum"

19. febrúar sagði önnur "Ein mesta þolraun sem skipulagsfrík getur lent í er að bíða eftir barni" 

Á myndinni eru Myrra Leifsdóttir, Kristín Birgisdóttir og Þórdís Elva Bachmann


mbl.is Lay Low gefur ágóða af nýrri plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Þetta er örugglega áhugaverð bók, set hana á listann

"Spila Matador með Lúdóreglum"  Rosalega er þetta flott samlíking, segir allt sem segja þarf.

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Stórglæsilegt framtak! Allt er viðkemur "stjuptengsl" reyndar. Gangi þér rosalega vel með allt þitt.

Heiða Þórðar, 12.12.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

set hana á listann

María Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband