Stjúpblinda samfélagsins

DEAR%20STEPMOTHERFram til þessa hafa stjúpfjölskyldur verið nánast ósýnilegar í opinberri stefnumótun, umræðu og rannsóknum. Einhverskonar "stjúpblinda" hefur einkennt íslenskt samfélag. Í MA rannsókn minni í félagsráðgjöf kom fram að fólk kallar eftir breytingum þar á og almennri viðurkenningu. Merkja má ákveðnar breytingar á  sl. mánuði  þar  sem m.a. er gert ráð fyrir stjúpfjölskyldum í opinberri stefnumótun í félagsmálaráðuneytinu.  

Stuðningur Baugs við verkefnið "Í Matador með Lúdóreglur" er mikilvæg viðurkenning á sérstökum þörfum stjúpfjölskyldna sem hafa fengið til þessa litla athygli hér á landi - vil ég þakka fyrir hann og óska öllum styrkþegum til hamingju Smile 

Hvað er stjúpfjölskylda í þínum huga?


mbl.is 35,5 milljónum úthlutað úr Styrktarsjóði Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Er stjúpfjölskylda ekki hjón sem taka að sér að ala upp barn eða börn sem sín eigin.

Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 23:36

2 identicon

Tek undir ánægjuna með stuðning Baugs.

Stjúpfjölskylda er net einstaklinga um eitt barn eða fleiri sem ekki tilheyra kjarnafjölskyldu. Risastórt "bútasaumsteppi" með mörgum ólíkum bútum sem hafa það sameiginlega hlutverk að verma, vernda og styrkja.

Olga Björt (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:33

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til hamingju með styrkinn  Las um þetta í blaðinu,hafðu það gott Valgerður mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.2.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju með styrkinn!

María Kristjánsdóttir, 7.2.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Til hamingju með styrkinn.  Frábært að Baugur viðurkenni að samfélagið þarf meiri þekkingu á þessum málaflokk.

Gísli Gíslason, 8.2.2008 kl. 08:50

6 Smámynd: svarta

Ég er mjög ósátt við notkun þína á skerðingarhugtakinu blinda í þessu samhengi - sem viðskeyti við stjúp. Blinda vísar eðli málsins samkvæmt til skerðingar sem fjöldi Íslendinga lifir með, sumir jafnvel í stjúpfjölskyldum. Legg ég til að stjúpfræðingar og aðrir þeir sem sárt eiga um að binda vegna stjúptengsla finni sér annað hugtak til undirstrika sérstöðu sína þegar rætt er um fjölskyldur og annað bágstatt fólk.

Kær kveðja, Svarta hin daufstjúpblinda

Virkjum Ísland! 

svarta, 8.2.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með styrkinn.

Marta B Helgadóttir, 9.2.2008 kl. 00:40

8 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur og hamingjuóskir. Nú er bara að taka upp "pennann" og halda áfram.

Sæl Kristín Svarta!

Ég átta mig ekki alveg á umræðu þinni og finnst mér hún bera vott af fordómum í garð þeirra sem eru í stjúptengslum þar sem þú gefur þér að fólk í stjúptengslum eigi "um sárt að binda" og svo stuttu síðar "þegar rætt er um fjölskyldur og annað bágstatt fólk"

Blinda í þessu samhengi vísar til þess að menn hafa ekki "séð" stjúptengsl eða m.ö.o. gert ráð fyrir þeim sem breytu í rannsóknum, umræðu eða stefnumótun. Hætta er á að það leiði til skerðingar á lífsgæðum þeirra sem eru í stjúptengslum skorti raunhæfar væntingar og almenna fræðslu.

Með bestu kveðju og hafðu það gott! 

Valgerður

Valgerður Halldórsdóttir, 9.2.2008 kl. 09:52

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innilega til hamingju með styrkinn. Fé-i vel varið. Njóttu helgarinnar með þínu "liði" mín kæra.

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 11:44

10 Smámynd: svarta

Sæl aftur,

Jú ætli ég sé ekki bara með fordóma í garð stjúptengsla :) Hins vegar reyndi ég að beita íróníu í athugasemd minni hér fyrir ofan því ég vil að blindir fái að nota hugtök sín í friði án þess að við blöndum þeim í aðrar félagslegar greiningar. Ég reikna með því að stjúptengsl séu sýnileg, en framhjá þeim horft, ekki um þau rætt eða þau rannsökuð. Er þetta ekki miklu frekar þöggun á málefnum þessa fjölskylduforms heldur en blinda? Blindir sjá ekki í lífeðlisfræðilegum skilningi, en geta verið mjög glöggir á sitt félagslega umhverfi, eins og t.d. stjúptengsl.

Biðst ég afsökunnar ef þetta hefur valdið einhverjum misskilningi. Vildi bara koma þessu á framfæri, hef líklega ekki verið nægilega skýr eða skilmerkileg í fyrri athugasemd. Biðst afsökunar

Kær kvejða sú svarta 

svarta, 9.2.2008 kl. 15:56

11 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sæl aftur! 

Á jafnretti.is er að finna skilgreiningu á orðinu "kynblinda"  (e.gender blindness) Að leiða hjá sér eða koma ekki auga á kynjamisrétti sem er til staðar í samfélaginu. Til dæmis að kyngreina ekki upplýsingar eða taka ekki tillit til ólíkra þarfa kynjanna í stefnumótun.

Finnst mér þetta ágæt skilgreining og með því að setja "stjúp-" á undan orðinu blinda er ég að vísa í sömu þætti en út frá öðrum forsendum en kyni.

Hvað finnst þér um orðið blindbilur? En blindfullur?

Með bestu kveðju  Vallý

Valgerður Halldórsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:53

12 Smámynd: svarta

Nei mér finnst kynblinda ekkert skárra. Ég er ekki að gera lítið úr því að stjúpfjölskyldur hafi sína sérstöðu eða þarfir. Það sem ég er að mótmæla að stjúpfræðingar gangi inn í ríkjandi orðræðu þar sem hugtök eins og t.d. blinda eru notuð til að lýsa neikvæðum félagslegum aðgerðum og aðstæðum.

Getum við sagt að samfélagið sé heyrnarlaust á stjúptengsl? Nei ég mundi miklu frekar segja að samfélagið hlusti ekki á stjúptengsl. Getum við sagt að samfélagið sé blint á stjúptengsl? Nei ég mundi miklu frekar segja að samfélagið horfi fram hjá stjúptengslum.

Og til að svara spurningu þinni þá mótmæli ég allri tengingu skerðinga við neikvæð félagsleg fyrirbæri eins og t.d. blindfullur.

Annars óska ég þér til hamingju með styrkinn og geri ráð fyrir að þú færir mér eintak af bókinni þegar hún kemur úr prentun.

Svarta. 

svarta, 9.2.2008 kl. 19:28

13 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Þetta er ágæt umræða Kristín,  ég hugsa nú að ég muni nota orðið "stjúpblinda" áfram þegar ég tel það eiga við líkt og orðið "kynblinda".  Gangi þér vel í baráttunni - takk fyrir hamingjuóskirnar! Við skiptumst á bókum þegar við höfum báðar lokið okkar vinnu.

Valgerður Halldórsdóttir, 9.2.2008 kl. 21:04

14 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Til lukku, var einmitt að ræða í tíma í gær að í dag þýðir ekki að nota hið sígilda ættartré þegar unnið er myndrænt með fjölskyldur barna í leikskólum, ættum frekar að nota fjallagrasið. Skemmtilegar umræður sem þú átt þarna við nöfnu mína hina svarthærðu. Skil hennar sjónarmið án þess að vera viss um að vera sammála, allavega ekki fyrr en ég er búin að hugsa meira.

Kristín Dýrfjörð, 20.2.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband