Viðskiptavit eða heimska hjá Árna í Reykjanesbæ?

Það er augljóst að Reykjanesbær ætlar að beita þeirri aðferð að byrja bara á byggingu álversins. Vinna svo í því að sannfæra stjórnvöld og aðra að ekki sé hægt að snúa við sökum þess hve langt þeirra frekjulegu framkvæmdir eru komnar. Þrátt fyrir alla fyrirvara sem er að finna í áliti Skipulagstofnunar um mat á umhverfisáhrifum er farið af stað. Þar kemur fram að þeir telji æskilegt að hafa í huga áður en framkvæmdaleyfi er veitt að ganga þurfi frá "smotteríí" eins og losunarheimildum, raflínulögnum og raforku - þeir ætla samt .

Er þetta viðskipavit eða heimska?

 

 

 

 

mbl.is Beittu ekki „íslenskri aðferð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Ef þeir eru ekki stoppaði af með þetta strax þá hlýtur það að vera sama og samþykki.  Það er með ólíkindum að hlusta á Árna þegar hann talar um að reykjanesbær þurfi svo mikið á þessu að halda,,, af því að Húsavík þarf ekkert á þessu að halda eða hvað ?

Skafti Elíasson, 12.3.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Ég var á fundi í Reykjanesbæ um daginn og það var engan bölmóð að finna í fólki, virtist vera fullt af tækifærum t.d. með stækkun Bláa Lónsins en talsmaður þess kvartaði undan því að erfitt væri að fá starfsfólk,  kvikmyndaveri, eldfjallagarði, stjörnuskoðunartöð, mikil tækifæri í kringum flugvöllinn ofl.

Ég tel ekki samþykki  fengið þó menn æði af stað vitandi betur um staðreynd málsins.

Valgerður Halldórsdóttir, 12.3.2008 kl. 09:47

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Örugglega ekki viðskiptavit.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.3.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Maður er farinn að halda að fólki sé beinlínis mútað - þó ljótt sé bæði að hugsa það og segja- en þessi yfirgangur og frekja er annars óskiljanleg.

María Kristjánsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband