64 próf á 7 mánuðum!

dagbokPrófkvíði er þekktur meðal nema á öllum skólastigum og hefur hann lamandi áhrif á nemanda eins og kemur svo ágætlega fram í greininni. Á prófkvíðanámseiði hjá skólafélagsráðgjafa, sem haldið var í einum framhaldsskóla kom fram hjá  mjög góðum og samviskusömum nemanda að hann væri búinn að taka 64 próf á skólaárinu fyrir utan jólaprófin og þetta var í mars! Viðkomandi nemandi var með kvíðahnút allan veturinn, en námskeiðið hjálpaði honum eitthvað að takast á við hann.

Ég held því miður að kennarar nota prófaformið of mikið sem aðferð tið halda aga og fá nemendur til að læra.  Við þurfum markvissa skólastefnu og þor til að takast á við agavandamál skólanna- sem er sannanlega fyrir hendi. Við þurfum ekki annað en að horfa á reykjandi nemendur fyrir framan bannskilti á skólalóð þar sem stendur að bannað er að reykja - og engin gerir neitt!

 


mbl.is Þjáð af prófkvíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skarplega athugað. Á nefnilega stelpu sem þjáist af prófkvíða.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.4.2008 kl. 18:50

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þegar ég var í barna og gagnfræðaskóla þá þjáðist ég af prófskrekk kastaði upp fyrir próf og hafði mikla vanlíðan,en það var enginn skilningur á þessu.

Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Endalaus próf er gamaldags kennsluform. Það er ekki staðfesting á því hvað einstaklingurinn lærir mikið eða vel. Þetta er ákveðin valdbeiting að mínu mati. Nemendur eiga að njóta námsins og það á að brjóta það upp úr þessu hefðbundna fari og gera námið meira lifandi. Læra meira í gegnum athafnir og leik. Það situr best eftir. Ég var sjálf haldinn prófkvíða en ekki á háu stigi samt, en sumir skólafélaga minna voru hreinlega veikir af kvíða og ég fann mikið til með þeim. Árangurinn á prófinu var í engu samræmi við kunnáttu þeirra.

Sigurlaug B. Gröndal, 24.4.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband