Regla eða undantekning?

Ég velti fyrir mér flugvélaflota Iceland Express.  Í þrígang í sumar lentu gestir mínir sem heimsóttu mig til Kaupmannahafnar í seinkun um marga klukkutíma. Í stað þess að fljúga um kvöldmatarleytið  var verið að fara af stað um kl. 4 til 5 á nóttu í tveimur tilvikum.

Nóg kostar að breyta miðum hvort sem það er á fluglegg eða dögum, en ekki kannast ég nú við  að þessu fólki hafi verið greiddar einhverjar skaðabætur vegna þess kostnaðs sem hlaut af seinkuninni.

Í vor þegar ég breytti miða fyrir mig og dóttur mína hækkaði í SAMA símtalinum breytingin um 2000 krónur. Ef ætlunin er að breyta og fara á ódýrari leið er misumur ekki greiddur til baka en alltaf þarf að greiða ef um dýrari leið er að velja.

 Satt að segja þá er mér alveg sama hvort Jón eig flugfélagið eða José - ég vil bara góða og sanngjarna þjónustu


mbl.is Sólarhringsbið á Kastrup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hef 2 sinnum flogið með Iceland express og bæði skiptin lent í seinkunum með þeim. annað skiptið voru það 2 tímar og í hinu skiptinu 4 tímar. mæli ekki með að neinn fljúgi með þessu félagi....flugvélarnar hjá þeim eru alltaf bilaðar

Henning (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Miss. Happening

Það kostar 10.000 kr að breyta miða hjá Icelandair

Miss. Happening, 28.8.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband