Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það var átakanlegt viðtal við unga móður í Kastljósi í gærkvöldi en henni hafði verið vísað frá Bandaríkjunum þar sem hún hafði ekki tilskilin leyfi til að vera þar áfram og henni gert að skilja eftir 17 mánaða gamla dóttur sína hjá föður sínum.
Ég velti hinsvegar fyrir mér tilgangi fjölmiðla að fjalla um mál hennar með þeim hætti eins og gert var. Konan var augljóslega í djúpri kreppu sem eðlilegt er og hún beðin um að tjá sig um sín prívatmál og hjónaband fyrir alþjóð á mjög viðkvæmu augnablik í beinni útsendingu!
Hvernig á foreldri að líða sem fréttir af barni sínu í fangelsi? Hvernig á henni að líða að hafa ekki fengið að sjá barnið sitt í tvo mánuði og veit ekki hvort eða hvenær hún fær að sjá það næst?
Mér fannst hún hinsvegar senda góð skilaboð til annarra sem eru í svipuðum sporum þ.e. að börn eiga sjálfstæðan rétt til þess að umgangast foreldra sína - óháð deilum foreldranna!
Að mínu mati var mörgum spurningum ósvarað og hefði fréttamaðurinn átt að vinna sína heimavinnu betur sem skiptu máli upp á frekari framgang málsins í stað þess að velta sér upp úr óhamingjusömu hjónabandi hennar og sárum tilfinningum. Hver er tilgangur þeirra spurninga -hjálpa þær málstaðnum?
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301859/3
Stjórnmál og samfélag | 18.7.2007 | 10:59 (breytt kl. 12:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já það þarf stundum að nota ögrandi aðferðir til að fá okkur til að hugsa og taka afstöðu - hvort heldur sem það í þessu máli sem öðrum.
Ég hef velt þessu fyrir mér og niðurstaðan mín er sú að nota megi það sem hægt er. Þurfti sjálf á blóðgjöf að halda sem barn og sé ekki mikinn mun á því að gefa blóð eða líffæri þegar þeirra er ekki lengur þörf.
Vil ég nota tækifærið og þakka blóðgjafa mínum og öllum öðrum óeigingjörnum ókunnugum einstaklingum fyrir velvild í garð samborgara sinna
Líffæragjöfum fjölgaði verulega í kjölfar sjónvarpsgabbs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.7.2007 | 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áður fyrr réðu einvalda konungar hér ríkjum og almenningur hafði lítið um samfélag sitt að segja - síðan háðum við sjálfstæðisbaráttu sem leyddi til þess að við urðum fullvalda ríki með kostum sínum og göllum.
Kostirnir felast m.a. í því að við höfum tækifæri til að hafa áhrif á stjórn samfélagsins með því að kjósa a.m.k. á fjögurra ára fresti. Gallinn er hinsvegar sa að hluti landsmanna virðist sætta sig við stjórnmálamenn sem vinna að því hörðum höndum að fram-"selja" vald almennings og eignir til fyrirtækja án þess að nokkur umræða hafi átt sér stað í aðdraganda kosninga!
Málið er að við höfum möguleika á að skipta út lýðræðislega kosnum stjórnmálamönnum ef vid erum osatt en höfum ekkert um það að segja hverjir sitja í stjórnum einkafyrirtækja sem geta ráðskast með fyrrum eignir okkar eins og hverja aðra vöru í "nýlenduvöruverslun"
Almenningur þarf standa vörð um hagsmuni sína og veita stjórnmálamönnum það aðhald sem þarf og spyrja sig "vil ég ráða og eiga möguleika á að hafa áhrif eða vil ég framselja vald mitt og eignir til fyrirtækja sem ég hef síðan ekkert með að gera?"
Umræðan þarf að eiga sér stað!
OR selur Gagnaveituna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.7.2007 | 12:13 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Sá sem drekkur sódavatn úr flösku notar 1500 sinni meiri orku og losar 80 sinnum meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sá drekkur vatn úr krananum". Þrjár af hverjum fjórum flöskum enda í ruslatunnunum í stað endurvinnslugáma í NY.
Buddan mun gildna og mengun minnkar notum við kranann
http://www.visir.is/article/20070716/FRETTIR05/107160133
Stjórnmál og samfélag | 16.7.2007 | 14:26 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég get auðveldlega tekið undir með Svandísi Svavarsdóttur þess efnis að grunnþjónusta samfélagsins eigi að vera á hendi ríkis og sveitarfélaga - á það ekki síst um orkufyrirtækin. Með sölu þeirra til einkaaðila er almenningur sviptur því valdi sem hann hefur í lýðræðisríki og möguleikum til að hafa áhrif á mótun og þróuna samfélagsins.
Almenningsfyrirtæki sem er selt einkaaðila hefur oftast ekki aðra hagsmuni að leiðarljósi en tryggja eigendum sínum gróða. Í sjálfu sér er ekkert rangt við það að vilja græða - en ég skil ekki af hverju almenningur sem hefur tekið þátt í kosta og byggja upp fyrirtæki megi ekki njóta ágóðans t.d. í formi lægri gjalda. Einkarekstur tryggir okkur ekki lægra verð - líkega þvert á móti! Ég kalla eftir ábyrgri umræðu ráðherra, alþingismanna og sveitarstjórarmanna um nýtingu orkunnar!
Hver er stefna þeirra sem eiga HS í stóriðjumálum?
VG: grunnþjónusta á að vera á hendi hins opinbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.7.2007 | 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Hver er stóriðjustefna fyrirtækisins og einstakra hluthafa?" Er eitthvað í samningum sem stoppar að einkafyrirtæki geti alveg tekið yfir HS? Hver er hin opinbera stefna stjórnvalda? Man ekki eftir einkavæðingu orkufyrirtækja í stjórnarsáttmálanum né í síðustu bæjarstjórnarkosningum
Skiptir það einhverju máli fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvernig orkan verði nýtt sem þeir ætla að selja eða er það bara "úps ég ræð þessu ekki - þetta er bara "bíssness?.
Nýta ekki forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.7.2007 | 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér fannst viprurnar hjá Sue Ellen alltaf svo rosalega flottar - ætli sé hægt að fá þær með ef ég kaupi gula kjólinn og kolluna hans Bobbís?
Búningar Dallas boðnir hæstbjóðandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.7.2007 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mér finnst viðbrögð bæjarstjórnar Bolungarvíkur bera vott um skynsemi og ábyrgð þar sem rannsóknir sýna að mjög stór hluti þorsksstofnins er ókynþroska þar sem aldurssamsetning í stofninum er svo lá.
Samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum mun 5 og 7 ára þorskur standa undir veiðunum í ár og aðeins 17% af 5 ára og 50% af 7 ára eru kynþroska.
Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er það að rannsóknir Íslendinga og Norðmanna hafa sýnt að gæði og fjöldi afkvæma eyskt mjög mikið hjá eldri hrygnum. Þannig hefur verið sýnt fram á að 9-10 ára fiskar gefa af sér áberandi betri afkvæmi. Þetta getur hugsanlega skýrt að hluta af hverju við höfum ekki fengið góða nýliðun í yfir 20 ár!
Auk þess virðiast hrygnur sem eru að hrygna í fyrsta skiptið gefa af sér lélegri afkvæmi en þær sem eru að hrygna í annað skipti. Eins og sóknin er núna íslenska þroskinn, þá eru það hlutfallslega fáar hrygnur sem hrygna einu sinni, hvað þá tvisvar!!
Vegna þessa er nú lögð ofuráhersla á að laga aldursstrúkturinn í stofninum - sem verur erfiður róður!
Hægt er að lesa rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi eldri þorska og þá um leið um mikilvægari breiðrar aldursdreifingar á stofni m.a. á heimsíðu Guðrúnar Marteinsdóttur prófessors við Hí.
Vonandi koma fram margir frumkvöðlar á Bolungarvík - og um allt land!
Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.7.2007 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Að fylgjast með umræðunni um hve mikið eigi að veiða á næstunni er all sérstakt ekki síst vegna þess að sjómenn og útgerðamenn sjá fullt af fiski og telja vísindamenn gamaldags og enga ástæðu til að hlusta á þá.
Mér fannst hinsvegar hún Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiskifræði við HÍ setja málið fram á mjög einfaldan og skiljanlegan máta í fréttum RUV í gærkvöldi. Jú það er mikill fiskur og gott mál en - hann er ókynþroska!
Að sjómenn séu ævareiðir við vísindamenn skil ég ekki - þeir eru einfaldlega að benda á að ef við viljum halda áfram að veiða fisk þá þurfi að tryggja að þessir ókynþroska þorskar geti fjölgað sér í framtíðinni. Hvað er svona gamaldags og púkalegt við það?
Hvaða aðferð vilja sjómenn og útgerðamenn nota til að meta ástand fiskistofna?
Sjávarútvegsráðherra segir að tveir kostir hafi verið í boði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.7.2007 | 10:09 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þann 14. mars 2007 sendu fulltrúar í stjórn Sólar í Straumi formlega fyrirspurn til Rannveigar Rist forstjóra Alcan á Íslandi hf. á grundvelli laga um persónuvernd þar sem m.a. var farið fram á að stjórnin yrði upplýst um hvort að skráðar hafi verið persónuupplýsingar um einstaka stjórnarmeðlimi.
Samkvæmt 18 gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000 eiga einstaklingar skýran rétt á því að fá að vita hvaða persónuupplýsingar ábyrgðaraðili hefur skráð.
Forstjóri Alcans á Íslandi hefur ekki enn svarað fyrirspurn okkar.
Stjórnmál og samfélag | 6.7.2007 | 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar