Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þarft framtak - og vonandi skilar það tilætluðum árangri. Ég er samt hrædd um að þessar 150 milljónir dugi skammt. Jafnframt þarf líka að tryggja starfsfólki viðunandi laun - þannig að fólk fáist til verka og samfella í meðferð haldist sem er svo mikilvæg.
Það er hinsvegar alveg ljóst að betur má ef duga skal og hægt er að grípa mun fyrr inn í mörg mála.
Sveitarfélögin geta, ef vilji er fyrir hendi, eflt stoðþjónustu skólanna og ráðið þar til starfa t.d. fleiri félagsráðgjafa og sálfræðinga - og gripið þar með mun fyrr inn í sum málin. Fjöldi kennarar ræðst af fjölda nemenda en þegar kemur að ráðningu starfsmanna í stoðþjónustu skólanna þá eru stöðugildin oftast föst - óháð nemendafjölda. Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða 400 eða 800 barna skóla.
Komu að gerð úrbóta á göngudeild BUGL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.8.2007 | 10:58 (breytt kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfsagt hefðu margir vilja vera á fluga á vegg á skrifstofu Gunnars Steins ímyndagúrú Alcans í morgun. Í gangi var fundur með tveimur háttsettum yfirmönnum Rio Tinto og þeim félögum Andra Snæ Magnússyni og Pétri Óskarssyni frá Sól í Straumi - að frumkvæði þeirra fyrrnefndu.
Gunnari er augljóslega ætlað það hlutverk að bæta ímynd fyrirtækisins hér á landi, en yfirmennirnir vildu m.a. kann hug þeirra til þess að álverið yrði stækkað sjávarmegin! Ég sem hélt að þessi hugmynd væri dauð. Þeir voru víst á fundi með Lúðvíki bæjarstjóra í gær og hann átti víst hugmyndina sem varpað var fram eftir álverskosningarnar um að byggja út í sjó - svo?
Tinto menn viðurkenndu það nú að þeir hefðu ekki alltaf hagað sér vel en héldu því staðfaslega fram að nú væri fyrirtækið orðið "gott" og afskaplega "umhverfisvænt"! Mér skilst að þeir félagar Pétur og Andri hefðu sínar efasemdir um það.
Hún var líka áhugaverð skýring Gunnars Steins, að sögn eins fundarmanns, á því af hverju Alcan tapaði kosningunum í mars - hann sagði hana vera harkaleg starfsmannastefna Alcans!
Ég er nú ekki sannfærð um það að hún hafi verið aðal ástæðan - en örugglega ein af mörgum.
Stjórnmál og samfélag | 16.8.2007 | 13:53 (breytt kl. 13:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
AEtli tessi augslysing se gerd fyrir islenska sjonvarpid? Mikid megum vid nu vera stolt ad forna islenskri natturu fyrir svona "vandadar vorur"
Auglýsingin "Alcoa defense": http://www.alcoa.com/defense/en/home.asp
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2007 | 11:42 (breytt 4.8.2007 kl. 10:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kvöldstund í mynni Þjórsárdals.
Sveitungar í Sól á Suðurlandi boða til hátíðastundar í mynni Þjórsárdals á föstudagskvöldið klukkan átta. Þar verður komið fyrir öðru upplýsingaskiltinu sem fræðir vegfarendur um náttúrufórnirnar sem Landsvirkjun vill færa í von um álver einhversstaðar. Allir eru velkomnir á þessa litlu samkomu.
Sungið verður og spjallað og ýmislegt til gamans gert. Gestir eru hvattir til að hafa með sér kvöldhressingu, teppi, dúka og púða og/eða útilegustóla. Sveitarstjórnarmenn allra hreppa við Þjórsá, fulltrúar Landsvirkjunar, þingmenn og ráðherrar, fjölmiðlar, náttúruunnendur, föðurlandsvinir og ferðamenn! - komið og hittið fólkið við Þjórsá og eigið með því eitt sumarkvöld við ána.
Sól á Suðurlandi.
Unnendur Þjórsár
Átta handteknir í Straumsvík og hlið opnuð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.7.2007 | 16:14 (breytt kl. 16:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Aðferðir Saving Iceland til að vekja athygli á málstað sínum eru umdeildar. Skiptar skoðanir eru um þær og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Fjölmiðlar greina hinsvegar aðallega frá "aðferðum" þeirra en minna frá "boðskapnum".
Það væri áhugavert ef einhver fjölmiðill kynnti sér málið og fengi stjórnendur Alcans hér á landi og annarra álfyrirtækja sem starfa hér til að tjá sig um málið t.d. hvort þeir hafi vitneskju um meint tengsl milli fyrirtækisins og vopnaframleiðslu - eða mannréttindabrota. Hvað segja trúnaðarmenn þessara fyrirtækja?
Að fjölmiðlamenn heyrðu í bæjarfulltrúum sveitarfélaga sem keppa um möguleg álver og virkjanir. Könnuðu hvort það skipti einhverju máli fyrir þá hvernig fyrirtækin hafi hagað sér á alþjóðlega vísu upp á afstöðu þeirra til þess að fá viðkomandi fyrirtæki í sveitarfélagið eða ei?
Aðgerðarsinnar mótmæla við álverið í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.7.2007 | 14:20 (breytt kl. 14:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hinsvegar fannst mér fréttatilkynning þeirra áhugaverð sem send var út þann 18. júlí sl. þar sem vakin er athygli á að umhverfismat á væntanlegu álveri í Helguvík sé unnið af aðilum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta - og er verkfræðisamsteypan HRV nefnd í því samhengi.
Kemur fram m.a. í matinu að mengun af verksmiðjunni verði ekkert vandamál þar sem öll mengun mun hverfa með vindinum!
Í Fréttablaðinu 28. mars sl. er HRV kynnt sem eitt fremsta ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál - og orkuiðnaðar. Jafnframt er greint frá því að áhersla fyrirtækisins verði að stórum hluta á álversiðnaðinn þar sem það hefur á mikilli þekkingu að byggja, en einnig sé horft til annars orkufreks iðnaðar.
Í sömu frétt segir "Fyrir utan að stýra með verkfræðingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum við í samstarfi við Bechtel fyrir austan við byggingu Fjarðaráls, við vinnum að uppbyggingu álvers á Húsavík, við tökum þátt í undirbúningi stækkunar í Straumsvík og sömuleiðis að undirbúningi álvers í Helguvík" (1)
Jafnframt kemur fram að félögin sem standa að HRV eigi í Geysi Green Energy (1) sem er hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja. Það er alkunna að verðmæti þess fyrirtækis muni aukast verulega verði af byggingu álversins í Helguvík.
Þeir aðilar sem eiga síðan að sjá um áhættumat vegna mögulegs stíflurofs, ef af virkjun Þjórsár verður, eru m.a. verkfræðistofurnar VST og VGK sem eru hluti af HRV.
Líklega væntir almenningur þess að umhverfismat eigi að fela í sér hlutlaust mat á áhrifum framkvæmda. Framkvæmdastjóri verkfræðisamsteypunnar HRV er hinsvegar þeirrar skoðunar að við Íslendingar eigum að skammast okkar og draga úr loftmengun með því að nýta umhverfisvæna orku okkar alþjóðasamfélaginu og okkur Íslendingum til heilla og byggja hér eins og 2-3 "Reyðarfjarðarálver"(2).
Er þá einhver furða þó svo menn leyfi sér að draga í efa hlutleysi matsaðila?
Heimildir:
(1) http://www.visir.is/article/2007103280017
(2) http://eyjolfurarni.blog.is/blog/eyjolfurarni/entry/162586/
Sjá jafnframt http://www.fjardaal.com/documents/is-FactSheetParticipants.pdf og www.hrv.is Greinin birtist í Fréttablaðinu 24. júlí 2007 án tilvísana.
Stjórnmál og samfélag | 24.7.2007 | 05:26 (breytt kl. 05:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fundi í Þjórsárverum kynnti Helgi Bjarnason fulltrúi Landsvirkjunar að HÍ kæmi að áhættumatinu sem gera yrði m.a. vegna mögulegs stíflurofs. En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef á eftirfarandi ráðgjafahópur að annast matið; VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, VGK - Hönnun, og Rafteikning. Ég sé ekki betur en a.m.k. tveir aðilar af þremur sjái einnig um umhverfismatið vegna Helguvíkur og þessir sömu aðilar eiga í Geysir Green Energy og eru að undirbúa uppbyggingu álvera um allt land ef marka má frétt frá 28. mars sl. í Fréttablaðinu. http://www.visir.is/article/2007103280017
Þar segir m.a. Hér erum við með ráðgjöf, útboð og eftirlit og undirbúum verktakaþátt framkvæmdarinnar fyrir þann markað sem er á viðkomandi stað"
Ég held að það sé löngu orðið tímabært hér á landi að tryggja með lögum að þeir aðilar sem sjá um mat á umhverfisáhrifum - stimpli sig út úr framkvæmdinni sjálfri og þeir megi ekki eiga fjárhagslega hagsmuni að gæta hvort sem af henni verður eða ekki.
Satt að segja vona ég að þetta sé allt saman eintómur misskilningur hjá mér
Stjórnmál og samfélag | 23.7.2007 | 11:38 (breytt kl. 12:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver sér um áhættumatið?
Á fundi í Þjórsárverum kynnti Helgi Bjarnason fulltrúi Landsvirkjunar að HÍ kæmi að áhættumatinu sem gera yrði m.a. vegna mögulegs stíflurofs. En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef á eftirfarandi ráðgjafahópur að annast matið; VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, VGK - Hönnun, og Rafteikning. Ég sé ekki betur en a.m.k. tveir aðilar af þremur sjái einnig um umhverfismatið vegna Helguvíkur og þessir sömu aðilar eiga í Geysir Green Energy og eru að undirbúa uppbyggingu álvera um allt land ef marka má frétt frá 28. mars sl. í Fréttablaðinu. http://www.visir.is/article/2007103280017
Þar segir m.a. Hér erum við með ráðgjöf, útboð og eftirlit og undirbúum verktakaþátt framkvæmdarinnar fyrir þann markað sem er á viðkomandi stað"
Ég held að það sé löngu orðið tímabært hér á landi að tryggja með lögum að þeir aðilar sem sjá um mat á umhverfisáhrifum - stimpli sig út úr framkvæmdinni sjálfri og þeir megi ekki eiga fjárhagslega hagsmuni að gæta hvort sem af henni verður eða ekki.
Satt að segja vona ég að þetta sé allt saman eintómur misskilningur hjá mér
Skilti sett upp sem sýnir áhrif virkjana í Þjórsá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.7.2007 | 10:56 (breytt kl. 12:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg augljóst mál ef að byggingunum verður þá er bæjarstjórn að samþykkja skuggamyndir á láreistu byggðina í miðbæ Hafnarfjarðar! Útbúið hefur verið líkan af byggingunum sem sýna það og sanna.
Oft er talað um mikilvægi þéttingu byggðar - og get ég tekið undir það sjónarmið að hluta, en því miður fæ ég stundum það að tilfinninguna að hún snúist um að fá sem mestan hagnað af þeirri lóð sem í boði er - en ekki umhverfis - og samgöngusjónarmið. Það er ekki nokkur vafi að mikil andstaða er í bænum við byggingarnar og hafa m.a. ungir jafnarðarmenn lýst henni yfir opinberlega.
Tekist á um turna í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.7.2007 | 09:32 (breytt kl. 09:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvort að það sé rétt aðferð að festa sig upp í krana eða að hlekkja sig saman og hindra umferð til að vekja athygli á málstað sínum eins og Saving Iceland hefur gert - eru skiptar skoðanir.
Hinsvegar fannst mér fréttatilkynning þeirra áhugaverð sem send var út í gær þann 18. júlí þar sem vakin er athygli á að umhverfismat á væntanlegu álveri í Helguvík sé unnið af aðilum sem eiga mikililla hagsmuna að gæta - og er verkfræðisamsteypan HRV nefnd í því samhengi. Kemur fram m.a. í matinu að mengun af verksmiðjunni verði ekkert vandamál þar sem öll mengun mun hverfa með vindinum!
Í Fréttablaðinu 28. mars sl. er HRV kynnt sem eitt fremsta ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál - og orkuiðnaðar. Jafnframt kemur fram að áhersla fyrirtækisins verði að stórum hluta á álversiðnaðinn þar sem það hefur á mikilli þekkingu að byggja, en einnig sé horft til annars orkufreks iðnaðar.
Einnig segir í sömu frétt "Fyrir utan að stýra með verkfræðingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum við í samstarfi við Bechtel fyrir austan við byggingu Fjarðaráls, við vinnum að uppbyggingu álvers á Húsavík, við tökum þátt í undirbúningi stækkunar í Straumsvík og sömuleiðis að undirbúningi álvers í Helguvík"
Er einhver furða þó svo menn leyfi sér að draga í efa hlutleysi matsaðila?
Sjá slóðina: http://www.visir.is/article/2007103280017
VG lýsir yfir áhyggjum vegna undirbúnings við álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.7.2007 | 13:45 (breytt kl. 13:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar