Skólarnir geta líka gert betur!

EineltiÞarft framtak - og vonandi skilar það tilætluðum árangri. Ég er samt hrædd um að þessar 150 milljónir dugi skammt.  Jafnframt þarf  líka að tryggja starfsfólki viðunandi laun - þannig að fólk fáist til verka og samfella í meðferð haldist sem er svo mikilvæg.

Það er hinsvegar alveg ljóst að betur má ef duga skal og hægt er að grípa mun fyrr inn í mörg mála.

Sveitarfélögin geta, ef vilji er fyrir hendi, eflt stoðþjónustu skólanna og ráðið þar til starfa t.d. fleiri félagsráðgjafa og  sálfræðinga - og gripið þar með mun fyrr inn í sum málin.  Fjöldi kennarar ræðst af fjölda nemenda en þegar kemur að ráðningu starfsmanna í stoðþjónustu skólanna þá eru stöðugildin oftast föst - óháð nemendafjölda.  Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða 400  eða 800 barna skóla.


mbl.is Komu að gerð úrbóta á göngudeild BUGL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband