Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hærri þröskuldur í barnaverndarmálum?

Áhugarverðar upplýsingar koma fram á heimasíðu Barnaverndarstofu varðandi fjölgun barnaverndartilkynninga milli ára og fjölda barna sem tilkynnt er um.  Það sem er m.a. sláandi er í þessum upplýsingum er að einöngu var hafin könnun hjá barnaverndarnefndum á aðstæðum barna  í 42% tilvika. Um er að ræða 762 börn frá janúar til mars 2007.

 


Stjórnsemi fyrrverandi maka eða skortur á samráði?

cmBRITNEYKEV_ARTICLE_narrowweb__300x600,0"Hann hleypur eftir öllum hennar dyntum og ætlast til að ég spili bara með þar sem ég er barnlaus. Mér finnst konan alveg óþolandi og hann eins og strengjabrúða í höndunum á henni!"

Fyrrverandi makar geta haft töluverð áhrif á fjölskyldulíf hvors annars, bæði meðvitað og ómeðvitað. Að bregðast við beiðni fyrrverandi eiginkonu eða eiginmanns um að skipta um helgi með börnin getur verið túlkað sem góð foreldrasamvinna og sveigjanleiki hjá kynforeldrum, en sem stjórnsemi og tillitsleysi af hálfu stjúpforeldris sem hafði allt annað í huga um helgina, allra síst að láta fyrrverandi eiginkonu eða eiginmann stýra því hvernig lífi hún eða hann lifir!

Grundvallarþörfum eins og að vera elskaður og vel metinn, vera í samvistum við þá sem manni þykir vænt um og hafa stjórn á eigin lífi er misvel mætt í stjúpfjölskyldum. Samskipti við fyrrverandi maka valda oft árekstrum í nýju sambandi, sérstaklega þegar engir tilburðir eru hafðir uppi í þá átt að koma á móts við framangreindar þarfir með umræðu og samráði við nýja makann. Stjúpforeldrinu finnst því hafnað og kynforeldrið óttast höfnun. Óánægju er þá oft beint að fyrrverandi maka unnustans eða unnustunnar og þau vænd um ósanngirni og stjórnsemi - í stað þess að spjótunum sé beint að eigin maka.

Það er ekki neitt óeðlilegt við það þótt fyrrverandi makar beini óskum sínum hvort til annars þegar kemur að börnunum og sveigjanleiki er mikilvægur í samskiptum þeirra.  Hinsvegar þurfa þeir að læra að staldra við og hugsa, í stað þess að segja hiklaust "já". Ákvörðunin snertir fleiri. Það er ekkert að því að segja við sína fyrrverandi eða sinn fyrrverandi: "Ég hef samband eftir smástund, ætla að kanna hvort það gangi ekki upp heima fyrir."

Flestum finnst óþægilegt að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Stjúpforeldrar eru þar engin undantekning (www.stjuptengsl.is)


Lækka hjá mér tryggingarnar

184901BÉg er líka alveg sannfærð um það, að það  geti reynst okkur neytendum mjög vel  að lækka verðið á tryggingunum.

Vonandi að Þór forstjóri sé líka tilbúinn að  lækka þær  - "hratt og vel"


mbl.is Sjóvá vill forkeppni um nýjan Suðurlandsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveigjanleiki foreldra mikilvægari?

step_family2Það er afar áhugaverð grein í Blaðinu í morgun um börn einhleypra/fráskilinna foreldra varðandi skólamálin. Umræðuefnið er verulega þarft en það er reynsla mín eftir að hafa starfað bæði sem félagsráðgjafi í grunn- og framhaldsskóla að stormasöm "foreldrasamvinna" gerir mörgum börnum erfitt fyrir.

Það getur reynst erfitt að halda vináttutengslum við skólafélaga þegar stöðugir fluttningar eru á milli hverfa yfir veturinn - vinir hætta oft  að gera ráð fyrir þeim og þau missa þ.a.l. af ýmsu uppákomum í vinahópnum. Auðvelt að upplifa sig útundan í þeim aðstæðum.  Það er því mun mikilvægara að foreldrar séu hreyfanlegir og þau aðstoði börnin við að hafa samfellu í lífi sínu með því að auðveldra þeim samskipti við vini,  skóla og vegna tómstunda.

Það er flestum börnum mikilvægt að halda stöðugleika eins og hægt er, en gera þarf líka ráð fyrir breytingum t.d. þegar börn eldast. Það sem getur hentað þeim 5 ára þarf ekki að henta þeim 12 ára. Auðvitað þarf að vera hægt að sýna sveigjanleika og bregðast við ýmsum uppákomum, en hagsmunir barnanna eiga að vera leiðarljós!

 


mbl.is Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg uppgvötun!

1%20gum

Vonandi finna fornleifafræðingar framtíðarinnar ekki seigu "uhu-tyggjóklessuna" mína frá því ég var barn og draga einhverja stórkostlega ályktun um almenna tyggjónotkun íslenskra barna í kringum 1966 - 1967.

Ég var bara að prófa, hvernig límið smakkaðist eftir að ég hafði fest það á puttanum á mér við jólaföndur  í Ísaksskóla. Venjulega notaði ég "Bazúka" Smile

 

 


mbl.is Gamalt tyggjó vekur athygli fræðimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög skiljanleg hækkun - Maraþonið var svo dýrt!

glitnirÆi,  greyin Errmþetta Maraþon-brölt á landsmönnum á "Menningarnótt" hefur kostað Glitnismenn líklega mun meira en þeir áttu von á - svo líka allt þetta pasta sem var "í boði Glitnis" deginum áður. Mikið er ég fegin Smileað hafa ekki mætt - ég hefði líklega valdið enn meiri vaxtahækkun. 


mbl.is Glitnir hækkar vexti á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Reykjavík að vera evrópsk borg eða amerískt úthverfi?

051107_arch_suburbSprawl_exÁhugaverð spurning!

Á Reykjavík að vera evrópsk borg eða amerískt úthverfi?
Í Norræna húsinu 21. ágúst, kl. 17:30  á menningarhátíðinni Reyfi 2007.


Fyrirlesarar eru þeir Audun Engh og Erling Okkenhaug, fulltrúar The Council of European Urbanism, www.ceunet.org, sem beita sér fyrir borgarskipulagi með mannlegri ásýnd.

Og svo kl. 19:30 Gagnrýni í beinni  - Umræður um arkítektúr í Reykjavík - pallborðsumræður. Sjá nánar www.nordice.is.


 


Úps, ég var klukkuð!

Ég er auðvitað hrærð yfir áhuga tveggja bloggfélaga minna á mínu lífi og að ég sé klukkuð, en ég er líka "eitthvað eitthvað". Auðvitað skorast ég hinsvegar ekki undan áskorun þeirra og tek þátt í leiknum með þeim Wink

  • Ég hef mjög gaman að því að hoppa berfætt í pollum og dansaGrin, geri hinsvegar allt of lítið af því fyrrnefnda.
  • Ég skrópaði mig nánast út úr menntaskóla þar sem ég spilaði út í eitt í "afskaplega löngum frímínútum"FootinMouth
  • Nú eg var kosin í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar í vor en datt út á kynjakvóta Frown 
  • Gæti vel hugsað mér að vera í vetur í einhverju heitu landi að skrifa bókina sem ég vinn að fyrir stjúpfjölskyldur. Vinnuheiti hennar er "Í Matador með Lúdóreglur". En þar sem ég er enginn "Björgúlfur eða Jón Ásgerir" - bara venjuleg Valgerður, þá verð ég að vakna kl. 6 í vetur til að skrifa svo ég standi við útgáfusamninginnBlush.
  • Svo held ég dagbók nánast alla daga, nema þá daga sem ég sofna kennd. Hætta er á að skriftin gæti verið óskýr og svo gæti ég skrifað einhverja tóma vitleystu sem ég gæti skammast mín fyrir næsta dag. Það gengur auðvitað ekki.Whistling
  • Ég græt yfir bíómyndum, í brúðkaupum,  jarðaförum og svo auðvitað þegar ég er leið Crying
  • Ég á alveg frábæra vini sem eru tilbúnir til að fóðra mig og mína í tíma og ótíma bæði á mat og traustri vináttu.  Á margvíslega vini, tilheyri m.a. vinkonuhópi sem hittist alltaf fyrsta laugardag í mánuði á Jómfrúnni og með það eitt að markmiðið að leyfa "dömunni" í okkur að njóta sínaKissing.
  • Svo kann ég alveg frábæra leið til að þrífa ískápinn, hafið íbúðaskipti við svissneska skólafélagsráðgjafann sem ég hafði í sumar - Þegar þið komið heim þá er hann ekki bara búinn að þrífa ísskápinn heldur líka flokka allt og merkja sem komið er fram yfir síðasta söludag!
  • Já svona í lokin - þá vil ég minna á að ég er á móti stækkun álversins í Straumsvík Shocking og þegar ég verð ráðherra þá ....

 


Tengslanet barna eftir skilnað

_40065706_batman

Það er því miður alkunnur sannleikur að fjöldinn allur af börnum er sviptur þeim rétti að umgangast báða foreldra sína eftir skilnað. Ástæðan er oft sú að tilfinningalegum skilnaði foreldra er ólokið þó svo að þeim lagalega sé löngu lokið. Hver þekkir ekki sögur af fyrrverandi hjónum sem ekki geta talast við í brúðkaupi barna sinna þó svo liðnir eru áratugir frá skilnaði  þeirra? 

Því miður þekkist það líka að feður hafi látið sig hverfa úr lífi barna sinna af ýmsum ástæðum - höfnunin og sársaukinn sem því fylgir fyrir börn þeirra ristir djúpt í sálarlífið - eins og einn 17 ára sagði "Hvar er helvítið?"

Fjöldinn allur af rannsóknum sýna að börn finna almennt minna til missis vegna skilnað foreldra fái þau að umgangast báða foreldra sína.  Gæði foreldrasamvinnu skiptir höfuð máli fyrir líðan þeirra eftir skilnað. Það eflir þrótt þeirra að eiga góð samskipti við báðar fjölskyldur sínar - sem er sjálfsmyndinni mikilvæg. Feður eru börnum sínum ekki síður mikilvægir en mæður, það sama má segja um aðra ættingja eins og föður- og móðurömmur og afa.. 

Opinber fjölskyldustefna þarfa að taka mið af ólíkum fjölskyldugerðum og tryggja m.a. faglega ráðgjöf varðandi foreldrasamvinnu eftir skilnað.

Að hafa öflugt stuðnings - og tengslanet þykir mikilvægt bæði í pólitík og viðskiptalífinu - það er ekki síður mikilvægt fyrir börn.

Áhugaverðar slóðir hjá Gísla Gíslasyni fyrrverandi formanni Félags Ábyrgra Feðra um réttindabaráttu feðra erlendis er að finna á blogginu hans: http://gisligislason.blog.is/blog/gisligislason/


Má ég biðja um lægri vexti í staðinn?

Æi,  hvað ég er eitthvað vanþakklát  Blush-  Ég sem get skellt mér í pasta hjá Glitni í Laugardalshöllinni í kvöld,  farið síðan pakksödd á eftir á tónleika hjá Kaupþingi á Laugardalsvellinum og svo aftur á   tónleika hjá Landsbankanum annað kvöld! 

Ég sem vil bara lægri vexti svo ég hafi ráð á að ákveða sjálf hvað ég borða og panta t.d. "míns eiginn Eltonjón" - en þangað til þá .......

Einhvern veginn finnst mér ég hafa kostað þessa tónleika sjálf - en auðvitað er það tóm vitleysa Crying


mbl.is Undirbúningur Kaupþingstónleika í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband