Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þetta eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla þá aðila sem barist hafa gegn virkjun Þjórsár, stækkun álversins í Straumsvík og byggingu nýs álvers í Helguvík.
Skálholtshraunshjónin eiga heiður skilið og aðrir þeir sem hafa staðið í baráttunni fyrir austan. Það er ánægjulegt til þess að vita að Samfylkingarráðherrarnir Þórunn Sveinbjarnar og Björgvin G. Sigurðsson hafa bæði lýst yfir andstöðu sinni við virkjunarframkvæmdir við Þjórsá og að jarðirnar verði teknar eignarnámi og eru því sama sinnis og margir heimamenn - nú reynir verulega á!
Stjórnvöld sem heild þurfa nú að sýna sitt rétta andlit! Ætla þau að heimilia eignarnám - og þá með hvaða rökum?
Eigendur jarðar í Flóahreppi slíta viðræðum við Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.9.2007 | 18:23 (breytt kl. 18:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Walter Schmitz og kona hans Daniela munu verða með opið hús fimmtudaginn 20.september kl. 17:00 19:00 að bænum Skálmholtshrauni í Flóa.
Þau munu þá segja frá reynslu sinni af fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og undirbúningi þeirra, samskiptum við Landsvirkjun o.fl.. Walter hefur einnig framkvæmt sjálfur hæðarmælingar á landi sínu og hefur trú á því að vatn geti flætt úr Þjórsá yfir í Hvítá og valdið þar tjóni.
Walter og Daniela óska eftir því að sem flestir mæti og hlusti á sjónarmið þeirra en þau hafa búið að Skálmholtshrauni í 12 ár og stundað hrossarækt.
Til þess að fara að Skálmholtshrauni er ekið framhjá Bitru og upp Skeiðaafleggjarann. Beygt er til hægri fljótlega þar sem stendur á skilti: Skálmholtshraun. Og ekið alla leið eftir malarvegi þangað til hann endar við hús Walters og Danielu.
Virðingarfyllst,
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, jarðfræðingur., Erlurima 8, 800 Selfossi, Sími 562 4776.
Impregilo byrjað að draga saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.9.2007 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Ef marka má orð Þórðar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Landsnets, virðist álver í Helguvík þar með ekki raunhæfur kostur"
Já, staðreyndin er sú að ekki er hægt að stynga nýju álveri í Helguvík í samband hjá Árna í Reykjanesbæ - það þarf að virkja til að það verði að raunveruleika.
Við erum í hópi ríkustu þjóða í heimi og skortur er á vinnuafli - það er ekkert sem kallar á að Þjórsá verði að virkja eða á háspennulínur um allan Reykjanesskaga - annað en hagnaðarvon álversfyrirtækja.
Hafna hugmyndum um lagningu háspennulína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.9.2007 | 10:05 (breytt kl. 10:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Framtakið er til fyrirmyndar og mætti gera meira í því að hjálpa foreldrum að halda utan um börnin sín.
Eitt af því sem er gagnrýnivert er svokallað "partýhlé" á árshátíðum framhaldsskólanna. Þau ganga út á það að eftir góðan mat og skemmtun t.d. þar sem sýnt er úr skólaleikriti eða annað, hverfur nemendahópurinn úr veislunni í 2-3 tíma.
Já það verður "eitthvað viðurkennt rof "á annars ágætri skemmtun nemenda og starfsmanna skólanna. Eftir 2-4 tíma mæta svo nemendur aftur - reyndar í misgóðu ástandi . Á meðan nemendur skemmta sér í heimahúsum bíða kennarar og aðrir sem sjá eiga um "gæsluna" í nokkra klukkutíma eins og prúðar dúkkur tilbúnir í slaginn- vopnaðir ælupokum og tissjúpökkum! .
Ætli foreldrar viti af þessu?
Færðir í athvarf og sóttir af foreldrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.9.2007 | 07:40 (breytt kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu kemur fram að eingöngu 42% tilkynninga að meðaltali eru kannaðar hjá barnaverndarnefndum á fyrsta ársfjórðugi ársins. Í Kópavogi voru kannaðar 17,9 % tilkynninga, í Garðabær 15,8%, í Hafnarfirði 72% og í Reykjavík 25%.
Það eru nú skiptar skoðanir um hvort kjafasögu er um að ræða eða ekki en það er auðvitað fagnaðarefni að bærinn ætli að reyna bæta stöðuna í málaflokknum. Það er takmarkaður fjöldi mála sem hver og einn starfsmaður kemst yfir og mikilvægt að fjöldi barnaverndarstarfsmanna fylgi fjölgun í bæjarfélögum.
Læt hér fylgja með áhugavert viðtal við Pál Ólafsson formann Félagsráðgjafafélags Íslands og barnaverndarstarfsmann.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4328486/0.
Kjaftasaga að barnaverndarstarfsmenn flýi Kópavog" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.9.2007 | 12:22 (breytt kl. 12:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ýmislegt í gangi í Hafnafirði þegar kemur að samstarfi og samráði í orkmálum. Sjallarnir þrír í bæjarstjórn hafa tekið þá ákvörðum að óska eftir sölu HS án samráðs við formlegt bakland flokksins í sveitarfélaginu. Ég hefði nú haldið að það þyrfti að ræða málið út fyrir þennan litla þriggja manna bæjarstjórnarflokk!
Nú það má líka gera athugasemdir við framgöngu Samfylkingarinnar í bæjarráði varðandi orkumálin ef marka má fundagerðir bæjarins. Svo virðist vera að Júlíus Jónsson f.h. HS vilji breyta aðalskipulagi bæjarins á þann veg að Fólkvangurinn verði iðnaðarsvæði til að geta hafið boranir í landi Krýsuvíkur, sem getið erum í samningi milli þeirra og bæjarins 30.3.2006 um rannsóknir og nýtingu.
Skipulags- og bygginarráð vísar erindinu til umsagnar og kynningar til bæjarráðs, umhverfis/staðardagskrá 21 og stjórnar Reykjanesfólkvangs þann 28.8. sl. Án þess að þessar tvær seinni nefnir fái tækifæri til að tjá skoðun sína á málinu samþykkir bæjarráð að fela Skipulags- og byggingaráðu að hefja vinnu við breytingar í samræmi við samning.
Ég velti því fyrir mér hver er tilgangurinn að vísa málinu til hinna nefndanna eða hafa formlegt skipulag flokka - ef ætlunin er að hundsa lýðræðislegar leikreglur
Þarf ekki að ræða þetta?
Hu hvetur til alþjóðlegrar samvinnu í orkumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.9.2007 | 09:05 (breytt kl. 09:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því miður virðist það vera kappsmál margra stjórnmálamanna að koma auðlindum okkar í hendur einkafyrirtækja - þannig að þau geti nú blóðmjólkað okkur um ókomna framtíð á fyrirtæki sem á bara eftir að verða enn verðmeira.
Af hverju má almenningur aldrei græða á fyrirtækjum sínum? Ef fjöldinn hagnast þá er það alveg skelfilegt en ef "tveir til þrír gæjar" eignast fyrirtæki almennings og blóðmjólka okkur - þá eru þeir alveg rosalega klárir og skella sér í útrás! Við hin borgum hinsvar bara hærri símreikninga í okkar útrás - sækjum tónleika og fáum súkkulaðifondú!
Fáir spyrja til hvers OR hafi hugsað sér að að nýta orkuna? Skipir það Hafnarfjarðarbæ einhverju máli - eða er þetta bara enn einn "Bíssnessinn" þar sem hinir nýju eigendur munu fyrst og fremst gæta hagsmuna eigenda sinna gagnvart okkur "fyrrverandi eigendum"?
Við skulum vona að sú ákvörðun bæjarstjórnar að fresta afgreiðslu málsins feli í sér að menn séu alvarlega að íhuga málið og skoða hvað það þýðir í raun að eiga hlutinn áfram. Hvaða valkosti menn hafa og hugsi örlítið lengra fram í tímann!
En veit einhver hvað ég get fengið fyrir minn hlut í Helgafelli?
Sjálfstæðismenn vilja selja hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.9.2007 | 23:17 (breytt kl. 23:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef það er pólitískur vilji þá geti ríkisstjórnin og sveitarfélögin frestað og sleppt öllum ákvörðunum um úthlutun mengunarkvóta, orkusölu o.s.fv. til stóriðju. Á það ekki að vera markmiðið að draga úr mengun?
Losunarheimildir verða ókeypis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.8.2007 | 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hreyfa sig minna með aldrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.8.2007 | 10:30 (breytt kl. 10:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áhugarverðar upplýsingar koma fram á heimasíðu Barnaverndarstofu varðandi fjölgun barnaverndartilkynninga milli ára og fjölda barna sem tilkynnt er um. Það sem er m.a. sláandi er í þessum upplýsingum er að eingöngu var hafin könnun hjá barnaverndarnefndum á aðstæðum barna í 42% tilvika. Um er að ræða 762 börn frá janúar til mars 2007.
Það eru því í 58% tilvika sem ákveðið var að hefja ekki könnun á málum barna skv. skýrslunni.
Velta má fyrir sér hvort að fjöldi starfsmanna hjá félagsþjónustu sveitarfélaga hafi haldist í hendur við fjölgun tilkynninga eða fjölgun barna í sveitarfélaginu? Erum við að hækka þau viðmið sem ráða því að mál eru könnuð hjá barnavernd m.ö.o. er verið að vanrækja málaflokkinn? Vitað er m.a. að mörg börn fara skjótar niður í dag en áður vegna fíkniefnaneyslu. Efnin virðast vera sterkari. Það sem áður tók ef til vill tvö ár tekur e.t.v. 6 mánuði í dag. Skjót viðbrögð eru því nauðsyn. Eitt vanrækt barn - er einu barni of mikið!
http://www.bvs.is/files/file535.pdf
Hugsanlega dregið úr starfsemi meðferðardeildar Stuðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.8.2007 | 14:28 (breytt kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar