Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Góða greinin sem er að finna á heimasíðu Varmársamtakanna e. Sigrúnu Pálsdóttur og er efni hennar verulega þörf áminning í umræðuna um eigarhald á náttúruauðlindum!
"Nú þegar deilur standa sem hæst um Orkuveitu Reykjavíkur og aðgang að auðlindum Íslands hvarflar hugurinn óhjákvæmilega til Mosfellsbæjar en þar hvílir í iðrum jarðar eitt stærsta lághitasvæði landsins. Uppspretta 60% af heitu vatni sem Reykvíkingar nota er í Mosfellsbæ. Hitaveita Reykjavíkur keypti verðmætustu vatnsréttindi landeigenda um 1935 á verði sem borgarstjórn Reykjavíkur óx á sínum tíma í augum, þ.e. 150 þúsund kr. Fáir áttuðu sig þá á því verðmæti sem fólst í jarðhitanum. Í dag rennur auðlindin án viðkomu í bæjarsjóði Mosfellsbæjar um hitaveitulagnir Reykjavíkur. Hitaveitan á sennilega stærstan þátt í velmegun höfuðborgarbúa og því sanngirnismál að leiðrétta hlut Mosfellsbæjar. Þetta óafturkræfa afsal á endurnýjanlegum auðlindum og sú staða sem Mosfellsbær er í núna, þ.e. að vera ekki einu sinni meðeigandi í Orkuveitu Reykjavíkur, ætti að vera þörf áminning þeim sem gæta eiga auðlindarinnar í umboði almennings. Það er kaldhæðnislegt að það sveitarfélag sem drýgstan skerf leggur til hitaveitu á Reykjavíkursvæðinu njóti þess í engu umfram önnur sveitarfélög. Þvert á móti situr það uppi með ókostina sem eru hitaveitaskúrar Orkuveitunnar með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa, náttúrugersemar s.s. gróðursæll heitur jarðvegur og hverir eru horfnir af yfirborði jarðar, Varmáin sem hægt var að baða sig í er orðin jafn köld og rigningin og til að kóróna kaldhæðnina er skipulagsmálum stjórnað af bæjaryfirvöldum sem gleymt hafa jarðsögunni, atvinnusögunni og menningarsögunni sem öll á sér þó uppsprettu í heita vatninu.
Vilhjálmur: Vorum að nálgast niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.10.2007 | 00:06 (breytt kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vinnulag Persónuverndar er athugunarvert og full ástæða til að taka það til endurskoðunar. Þetta er orðið hið sorglegasta mál fyrir alla aðila og ekki síst fyrir suma starfsmenn fyrirtækisins sem hafa sagt oftar en einu sinni m.a. á mínu bloggi, að slík upplýsingaöflun hafi aldrei átt stað. Það var því löngu orðið tímabært að stjórnandi stígi fram og svaraði fyrir málið.
Mér brá hinsvegar verulega við að lesa orð Sigurðar Þórs Ásgeirssonar, fjármálastjóra Alcans (væntanlegs RioTintoAlcans) þar sem hann segir "Við vorum að standa að þessu í fyrsta skipti"!
Ég velti því fyrir mér hvort fyrirtækið hafi hugsað sér að standa í frekari upplýsingaöflun um íbúa Hafnarfjarðar eða aðra landsmenn - og þá í hvaða tilgangi?
Málinu er hinsvegar ekki lokið og þurfa bæjaryfiröld að ganga frá ýmsum málum í ljósi niðustaða kosninga þe. lóðamálinu þannig að Hafnarfjarðarbær fái aftur til ráðstöfunar lóðina sem Alcan hafði keypt undir stækkun.
Ganga þarf frá samkomulagi við Landsnet um lagningu á rafmagnslínum í jörð frá álverinu og út fyrir alla byggð. Ganga þarf frá þynningarsvæðinu í kringum álverið. Endurskoða þarf aðalskipulag bæjarins með tilliti til brottfalls þynningarsvæða og þeirri staðreynd að bæjarbúar höfnuðu stækkun álversins. Fara þarf gaumgæfilega yfir skipulagt iðnaðarsvæði í suðurhluta Hafnarfjarðar sunnan Reykjanesbrautar.
Áhugavert er að vita stöðuna á þessum málum í dag - því miður virðist sem að bæjaryfirvöld geri enn ráð fyrir stækkun ef marka má auglýsingar frá bænum um skipulagsmál sem birst hafa í blöðunum að undanförnu - vonandi er það bara óvart!
Persónuvernd til skammar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2007 | 07:31 (breytt kl. 07:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta mál er með eindæmum - og er ég sannfærð um að kosningarnar í Hafnarfirði eigi eftir að vera notaðar í framtíðinni sem skólabókadæmi um hvernig ekki eigi að standa að slíkum kosningnum.
Það hefði verið lítið mál fyrir Rannveigu Rist að taka upp símann og spyrja mig og aðra meðlimi Sólar í Straumi um okkar afstöðu til mála eða notað tækifærið á þeim fundum sem við stóðum fyrir til að ræða saman. Hún hefur líklega haldið að opin og hrein samskipti væri bönnuð innan bæjarins þar sem bæjarfulltrúar meirihlutans þögðu þunnu hljóði, svöruðu hvorki á bæjarstjórnarfundum né á bæjarmálafundum um afstöðu sína til málsins - var það þannig löngu áður en ákveðið var að fara í kosningar um stækkunina!
Ég fagna nú hinsvegar að þessi sami meirihluti íhugi alvarlega að nýta forkaupsrétt sinn í HS og ungliðahreyfing flokkins hefur ályktað gegn fjölgun álvera!
Alcan braut gegn lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.10.2007 | 11:07 (breytt kl. 11:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þau hjónin Walter og Danielu Schmitz ábúendur Skálmholtshrauns í Flóa slitu nýverið öllum viðræðum við Landsvirkjun þar sem þau álíta að þær jarðfræðirannsóknir sem fyrir hendi eru og liggja að baki ákvörðunum um þrjár nýjar virkjanir við neðri hluta Þjórsár, séu óvandaðar og ófullnægjandi.
Að sögn hjónanna er ábúendum stefnt í bráða hættu ef ekki verið hætt við uppistöðulón og virkjanir á svæðinu. Samkvæmt fyrirætlunum Landsvirkjunr ætti stór stíflugarður að rísa í landi þeirra. Walter Schmitz hefur undanfarin ár gert rannsóknir á jörð sinni og nágrenni og komist að því að hæðarpunktar sem Landsvirkju hefur gefið út geri ekki staðist. Þau hjónin buðust til að fjármagna frekari rannsóknir m.a. með því að fá Sikorsky þyrlu frá Jarðfræðistofnuninni i Hannover en hún getur kortlagt jarðlög og vatn langt undir yfirborði. Landsvirkjun þáði ekki boð hjónanna!
Schmitz hjónin fá hrós dagsins (VH)
Tekið og stytt af www.natturan.is
Samþykkja yfirtöku á Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.10.2007 | 23:59 (breytt 7.10.2007 kl. 08:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áður birt í júlí 2007
Í Fréttablaðinu 28. mars sl. er HRV kynnt sem eitt fremsta ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál - og orkuiðnaðar. Jafnframt er greint frá því að áhersla fyrirtækisins verði að stórum hluta á álversiðnaðinn þar sem það hefur á mikilli þekkingu að byggja, en einnig sé horft til annars orkufreks iðnaðar.
Í sömu frétt segir "Fyrir utan að stýra með verkfræðingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum við í samstarfi við Bechtel fyrir austan við byggingu Fjarðaráls, við vinnum að uppbyggingu álvers á Húsavík, við tökum þátt í undirbúningi stækkunar í Straumsvík og sömuleiðis að undirbúningi álvers í Helguvík" (1)
Jafnframt kemur fram að félögin sem standa að HRV eigi í Geysi Green Energy (1) sem er hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja. Það er alkunna að verðmæti þess fyrirtækis muni aukast verulega verði af byggingu álversins í Helguvík.
Þeir aðilar sem eiga síðan að sjá um áhættumat vegna mögulegs stíflurofs, ef af virkjun Þjórsár verður, eru m.a. verkfræðistofurnar VST og VGK sem eru hluti af HRV.
Líklega væntir almenningur þess að umhverfismat eigi að fela í sér hlutlaust mat á áhrifum framkvæmda. Framkvæmdastjóri verkfræðisamsteypunnar HRV er hinsvegar þeirrar skoðunar að við Íslendingar eigum að skammast okkar og draga úr loftmengun með því að nýta umhverfisvæna orku okkar alþjóðasamfélaginu og okkur Íslendingum til heilla og byggja hér eins og 2-3 "Reyðarfjarðarálver"(2).
Er þá einhver furða þó svo menn leyfi sér að draga í efa hlutleysi matsaðila
Skipulagsstofnun telur að álver í Helguvík muni ekki valda verulegum spjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.10.2007 | 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér datt i hug þegar ég horfði á Kastljós í gærkvöldi hugtakið "alræðislegt lýðræði" sem sumir einræðisherrar Afríku notuðu til að lýsa og réttlæta stjórnunaraðferðir sínar sem fólu m.a. í sér valdníðslu og spillingu að verstu gerð.
Það virðist sem að mörgum íslenskum stjórnmálamönnum finnast leikreglur Vestræns lýðræðis bæði tímafrekar og tómt vesen. Kannski vita þeir ekki betur
Vil ég hrósa sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur í þessu máli og ljóst er að hún hefur umfram marga aðra stjórnmálamenn skilning á þeim leikreglum sem íslensk lög og reglur gera ráð fyrir.
Haldi þessi þróun áfram þ.e. að traðkað er á grunngildum lýðræðisins er hætta á að við Íslendingar verðum orðin nýlenduþjóð nokkurra fyrirtækja þar sem við höfum enga aðkomu eða lítil tækifæri til að veita aðhald eða hafa áhrif á samfélag okkar!
Grundvöllur fyrir höfðun dómsmáls til ógildingar eigendafundar í OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.10.2007 | 11:16 (breytt kl. 14:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég vaknaði með þessa dagsetningu í kollinum Guð! Gleymdi ég einhverju - man bara alls ekki eftir neinu!
Hef ekki hugmynd hvað hún merkir eða hvort hún merkir eitthvað - öll hjálp vel þegin
Stjórnmál og samfélag | 23.9.2007 | 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ofbeldi gagnvart öldruðum er ekki bundið við Japan - það þekkist líka hér á landi! Töluverð opinber umræða hefur verið um ofbeldi gagnvart ölduðum á vistheimilum fyrir aldraða víða á Norðurlöndum en minna um það sem gerist innan veggja heimilisins eða í nánum samskiptum ættingja .
Erfitt getur reynst þeim aldraða að viðurkenna ofbeldi t.d. sinna eign barna eða barnabarna - og oft á tíðum er þeim einfaldlega ekki trúað þegar þeir reyna að segja frá að þeir verði fyrir ofbeldi skv. norskum rannsóknum. Ellinni er kennt um og fólk gert ómarktækt vegna aldurs. Í stað þess að horfa t.d. á mögulega áverka sem merki um ofbeldi er það sagt "dettið".
Það er því mjög mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um ofbeldi. Félagsráðgjafafélag Íslands veitti styrk úr vísindasjóði sínum í byrjun september sl. til rannsóknar á ofbeldi á öldruðum hér á landi. Vænta má niðurstaðna á næsta ári.
Ofbeldi gagnvart eldra fólki algengt í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2007 | 16:45 (breytt kl. 21:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var afskaplega hress með það að vera beðin um skilríki þegar ég var stödd í San Diegó í Kaliforníu í vor - 21 árs aldurstakmark! Vá ég hafði ekki áttað mig á hvað ég var ungleg - munaði þar bara "verulega" rúmlega 20 árum.
Hef lifað á þessu í allt sumar og hugsað mér að gera það áfram- því ákveð ég að trúa ekki öðru en að Tony Ralls sé því líka svona "unglegur" - eins og ég .
Þoli ekki svona leiðinda "lyga" fréttir
Afinn beðinn um skilríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2007 | 08:15 (breytt kl. 08:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er fagnaðarefni að þessari nefnd er komið á fót og umræðuefnin verulega þörf. Það er sérstaklega gleðilegt að gert sé ráð fyrir málefnum stjúpfjölskyldna í þessari nefnd en þeirra mál hafa verið ósýnileg í allri opinberri umræðu, stefnumótun og opinberum tölum. Áhugavert er að sjá hvað kemur fram á leitarvél Alþingis þegar "stjúpfjölskyldur" er slegið inn"
Skortur á viðurkenningu í samfélaginu hefur verið henni til trafala og hún sjálf þ.a.l. átt erfitt með að takast á við þau verkefni sem við henni blasa á hennar eigin forsendum. Skortur á viðurkenningu hennar sjálfrar gerir m.a. það að verkum að hún reynir oft á tíðum að "spila Matador með Lúdóreglum" sem ekki er vænlegt til árangurs!
Hvort ætli það hafi skipt Öskubusku meira máli fjarvera kóngsins (föðurins) eða nærvera stjúpunnar?
Nefnd skipuð til að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.9.2007 | 22:52 (breytt 22.9.2007 kl. 07:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar