Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Gott framtak! Eitt af því sem við neytendur getum gert til að draga úr sorpburði heim til okkar er að nýta okkur lögmálið um framboð og eftirspurn.
Með því að skilja eftir ónauðsynlegar umbúðir á kössum verslana sendum við fyrirtækjum þau skilaboð að við viljum ekki allt þetta drasl, sem við þurfum síðan að nota frítíma okkar til að koma í viðeigandi sorpgáma. Ég tala nú ekki um þann tíma sem það stoppar á heima hjá okkur í skápum og geymslum og er hreint út sagt bara til leiðinda.
Nú ef lögmálið virkar þá má ætla að verslunareigendur reyni að kaupa vörur frá framleiðendum sem eru umhverfisvænni.
Sorpskrímslinu boðið upp í dans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.10.2007 | 16:33 (breytt 27.10.2007 kl. 10:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áhugaverð erindi og umræður voru á málþingi sem Jafnréttisnefnd Kópavogs hélt í gær um konur í sveitarstjórnum. Tilefnið var að hálf öld er liðin frá því að Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri í Kópavogi og þar með fyrsta konan til að gegna stöðu bæjarstjóra á Íslandi.
Eitt af því merkilega sem kom fram í umræðunum var yfirlýsing Sjálfstæðiskonunar Sigurrósar Þorgrímsdóttur þess efnis að taka ætti upp kynjakvóta innan flokksins. Hér talar kona með mikla reynslu af pólitísku starfi og ætti það að segja sína sögu um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum en þeirra hlutur hefur oft verið mjög rýr.
Fleira áhugavert kom fram á málþinginu m.a. voru konur hvattar til að taka undir með öðrum konum og vitna í hvor aðra.
Ef til vill er ekki langt að bíða að Sjálfstæðismenn taki upp kynjakvóta og fléttulista!
Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.10.2007 | 12:33 (breytt kl. 14:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er með ólíkindum að formaður stjórnar Landsvirkjunar skuli vera framsóknarmaður. Eðlilegast væri að skipta honum út eins og í öðrum stjórnum og ráðum á vegum ríkisins við ríkisstjórnarskipti.
Hvaða pólitíska umboð hefur hann og hvaða stefnu stendur hann fyrir? Er hann að reka stefnu Framsóknarfloksins með því að leyfa að þrýst sé á landeigendur að selja land við Þjórsá með afskaplega óeðlilegum hætti, svo vægt sé til orða tekið! Annars eigi þeir hættu á að land þeirra verði tekið eignarnámi!
Ríkisstjórnarflokkarnir eiga að senda landeigendum við Þjórsá þau skýru skilaboð að landið verði ekki tekið eignarnámi. Landsvirkjun hefur hagað sér eins og ríki í ríkinu, boðið vegi og gemsasamband sem hún hefur ekkert umboð til. Hélt ég að þeir málaflokkar væri hjá Kristjáni Möller samgöngumálaraðherra.
Bráðnauðsynlegt er að ríkisstjórnin kippi í þá spotta sem hún hefur vald og umboð til og tryggi að þeir sem sitja í stjórn Landsvirkjunar endurspegli þá ríkisstjórn sem nú er!
Átökin um orku og auðlindir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.10.2007 | 07:59 (breytt kl. 08:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ánægjulegt að vita til þess að framhaldsskóli fái slíka viðurkenningu og jafnréttisstefna hans sé meira en fallegt plagg- hún er virk! . Ætla má að hún verði hvatning til allra þeirra sem í skólanum starfa og annarra skóla að standa sig vel á sviði jafnréttismála.
Það var föngulegur hópur sem mætti frá skólanum til að taka við viðurkenningunni. Sá skólameistari ástæðu til að nefna sérstaklega Garðar Gíslason félagsfræðikennara og Félagsfræðideild skólans fyrir vasklega framgöngu á sviðinu.
Hún hafði einnig orð á því að í stjórn nemendafélags skólans sætu fjórir karlkyns nemendur og einn kvenkyns nemandi og vildi hún sjá breytingu þar á í framtíðinni. Ekki veit ég hvort nemendafélag MK eigi taka upp kynjakvóta í stjórn þess en það verður ánægjulegt að fylgjast með þeim í framtíðinni og sjá hvort stefnan verði til þess að fleiri kvenkyns nemendur bjóði sig fram til áhrifa- og stjórnunarstarfa. Ef til vill er ástæða til að vera með sérstak átak í því að hvetja stelpur til að áhrifa og þátttöku á fleiri sviðum t.a.m. í Gettu betur og fl. uppákomum sem tengjast skólanum.
Enn og aftur - til hamingju MK!
MK fékk viðurkenningu Jafnréttisráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2007 | 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bæði Ævar sonur minn og Kristrún vinkona eru búsett í SanDiego og var það léttir að heyra frá þeim áðan. Reyndar var vinkona mín flúin að heiman með kettina til vina sinna. Þakkaði hún fyrir að hafa farið af stað í dag, milli þess sem hún talaði um "global warming", frekar en að bíða kvöldsins. Harðbrautin nærri heimili hennar var lokuð í aðra áttina og óskað var eftir að fólk úr nágreninu færði sig til sem fyrst.
Sonurinn hafi ekkert fært sig til. Eldurinn hefur ekki náð til hans en hann býr í miðbæ borgarinnar. Það er óþægileg tilfinning að vita af þeim í þessum aðstæðum, sem og öðru fólki.
Hinsvegar rifjaðist upp fyrir mér í kvöld sú tilfinning sem ég fann þegar landamærum Mexico voru lokuð í tíma vegna árásirnar 11. september og mögulegar flóttaleiðir út úr landinu þar með lokaðar. Hann komst ekki lönd né strönd í smá tíma frekar en aðrir, engin vissi hvað var í gangi eða hvað yrði. Það er tilfinning - sem mig langar ekki að upplifa aftur!
250.000 manns flýja heimili sín í San Diego | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2007 | 02:06 (breytt kl. 08:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verkfræðistofan VST er hluti af verkfræðisamsteypunni HRV. Félögin sem standa að HRV eiga í Geysi Green Energy sem er hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja. Verðmæti þess fyrirtækis muni aukast verulega verði af byggingu álversins í Helguvík.
Það er hinsvegar nokkuð ljóst að lítið verður af byggingu álversins ef ekki verður af virkjun Þjórsár!
Þar að auki er framkvæmdastjóri HRV þeirrar skoðunar að við Íslendingar eigum að byggja hér eins og 2-3 "Reyðarfjarðarálver"!
Það má því spyrja sig hvort matið sé hlutlaust?
Áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun kynnt fyrir íbúum Flóahrepps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2007 | 22:51 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
| |
| |
| |
Fulltrúar VST munu kynna áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar í félagsheimilinu Félagslundi í kvöld, fimmtudagskvöld. Fulltrúar Landsvirkjunar funduðu með sveitarstjórn í síðustu viku og kynntu þeim drög að áhættumatinu sjá frekar á: (http://sudurland.is/?p=101&id=13257). Sem sagt, þeir aðilar sem eiga að sjá um hættumat vegna mögulegs stíflurofs eru m.a. verkfræðistofurnar VST og VGK sem eru hluti af verkfræðisamsteypunni HRV. Það má spyrja sig hvort matið sé hlutlaust þar sem framkvæmdastjóri HRV er þeirrar skoðunar að við Íslendingar eigum að byggja hér eins og 2-3 "Reyðarfjarðarálver"! |
Stjórnmál og samfélag | 17.10.2007 | 21:04 (breytt kl. 21:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Hvað eru það margir pokar?" spyr afgeiðslumaðurinn á kassanum. Eftir "slump" er pokafjöldinn tilgreindur og síðan rukkar verslunin neytandann. Veit ég ekki til þess að gerð hafi verið verðkönnun á innkaupapokum í þessum könnunum - en það væri áhugavert.
Í sjálfu sér er ég ekki á móti því að greiða fyrir innkaupapoka og getur það verið hvattning til neytenda að koma með sína eigin fjölnota poka - en ég vil ekki þurfa að greiða fyrir auglýsingar.
Pokarnir eru allir merktir einhverju fyrirtækjum t.d. þá er Byr og Fjarðarkaupsmerkið á pokunum sem seldir eru í Fjarðarkaupum.
Þar til breyting verður legg ég til að við neytendur snúum pokunum við!
Ekkert samkomulag í gildi á milli SVÞ og ASÍ sem sátt er um" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.10.2007 | 10:33 (breytt kl. 10:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu sem framundan er hjá Alþingi og ríkisstjórn varðandi orkumálin. Spurningin er "mun ríkisstjórnin halda þegar kemur að afgreiðslu málsins?"
Björgin Sigurðsson Viðskiptaráðherra er einn þeirra sem tók þátt í að semja ályktun nýja Samfylkingarfélagsins "Græna netið - félag jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina".
Í ályktuninni er m.a. lagst gegn virkjun Þjórsár og eignarnámi vegna þeirra áforma. Alvarlega er efast um réttmæti byggingar álversins í Helguvík m.a. vegna væntanlegrar orkuöflunar, skaðsemi raflína á náttúru Reykjanesskaga og skortur sé á starfsfólki.
Hvað varðar Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja segir í ályktuninni:
"Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hafa á undanförnum árum haslað sér völl á sviði orkuframleiðslu með virkjun jarðvarmaorku. Þótt virkjun jarðvarma þyki um margt spennandi kostur er nýtingarhlutfall orkunnar enn afar lágt og ekki sama til hvers er virkjað. Ljóst er að ekki verður sátt um leggja fleiri verðmæt útivistarsvæði undir virkjunarframkvæmdir til stóriðju. Beina ætti athygli að bættri nýtingu núverandi virkjunarsvæða fremur en virkjun nýrra svæða, og er djúpborun afar athyglisverður kostur í því sambandi". Og hvað nú?
Stjórnmál og samfélag | 15.10.2007 | 15:42 (breytt kl. 15:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrirgangurinn í kringum orkumálin á undanförnum dögum og vikum hefur verið með ólíkindum - dettur mér helst í stórútsala þar sem "allt á að seljast". Það er því fagnaðarefni að heyra gefa eigi sér tíma til að skoða málin og móta skýra stefnu - í stað þess að stjórnvöld séu sífellt í því hlutverki að bregðast við.
Það má jafnvel velta fyrir sér hvort sé ástæða til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um orkumálin í heild sinni, um er að ræða grundvallarhagsmuni bæði núlifandi og komandi kynslóða.
Engar ákvarðanir teknar um Hitaveitu Suðurnesja á næstu vikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.10.2007 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spurt er
Bloggvinir
- roggur
- mariakr
- birgitta
- doggpals
- steingerdur
- gisligislason
- dofri
- bjorkv
- lauola
- aevark
- ingolfurasgeirjohannesson
- bjarnihardar
- einarstrand
- einarolafsson
- katrinsnaeholm
- hallurg
- petit
- bryndisfridgeirs
- fanney
- hhk
- hlynurh
- hrannarb
- kamilla
- kristinast
- magnusmar
- nupur
- paul
- palmig
- ragjo
- salvor
- svalaj
- sasudurnesjum
- steinunnolina
- andreaolafs
- toshiki
- tommi
- vglilja
- varmarsamtokin
- zunzilla
- morgunbladid
- andrea
- vefritid
- lillo
- pallheha
- bofs
- saedis
- sigurjonth
- ingibjorgstefans
- astar
- jenfo
- siggi-hrellir
- svarta
- asarich
- bjork
- mjollin
- kriabirgis
- overmaster
- heidathord
- gummisteingrims
- sigurdurkari
- holi
- magnusarni
- agustolafur
- hreinsi
- lara
- joklasol
- addamaria
- martasmarta
- eirikurbergmann
- sirrycoach
- omarragnarsson
- svavars
- markusth
- thorbjorghelga
- snorribetel
- baldurkr
- gaflari
- lks
- malacai
- arh
- asgerdurjoh
- bergursig
- bergthora
- brandarar
- austurlandaegill
- ein
- gerdurpalma112
- graenanetid
- bubbus
- kokkurinn
- gudnim
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hannesgi
- heimirhilmars
- drum
- uno
- ingabesta
- katja
- ketilas08
- kristbergur
- landvernd
- rafng
- schmidt
- eyjann
- svanurmd
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar